Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2020 20:00 Shokoufa Shahidi, Maní Shahidi og Ardeshir Shahidi. Vísir/Sigurjón Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. Fjölsyldan kom til Íslands í mars í fyrra. Fjölskyldufaðirinn hafði kennt japanska heilun í Íran sem nefnist Reiki. Írönsk yfirvöld litu á það sem guðlast og að hann ynni gegn ráðandi stjórnvöld. „Ég var handtekinn í tíma og haldið í tvo sólarhringa. Þar var ég pyntaður. Mér og fjölskyldu minni var hótað lífláti. Þeir hótuðu einnig að nauðga fjölskyldu minni,“ segir fjölskyldufaðirinn Ardeshir Shahidi. Eftir að honum var sleppt úr haldi var ljóst að í Íran gætu þau ekki verið. Þau komu sér til Portúgal. Eftir skamma dvöl þar komust þau til Íslands. „Þeir reyndu að finna okkur. Í gegnum foreldra okkar komust þeir að því að við værum í Portúgal. Þess vegna urðum við að fara þaðan,“ segir Ardeshir. Hann segir írönsk stjórnvöld hafa beitt föður sinn miklum þrýstingu. Álagið varð föður hans um megn og hann féll frá. Verði þeim vísað aftur til Portúgal óttast þau að þau finnist þar eða verði send til Íran. Ísland er fyrsti staðurinn sem þau upplifa frelsi og öryggi. Á Íslandi þorði hinn 17 ára gamli Maní fyrst að segja foreldrum sínum að hann væri í raun strákur. Það hefði aldrei verið samþykkt í Íran. „Á Íslandi fann ég fyrst fyrir öryggi til að geta sagt öllum frá því hvernig ég er. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Maní. Foreldrarnir segja heilsu og öryggi Maní í algjörum forgangi. Þau vonast til að íslensk stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína. „Hér er Maní öruggur. Hér getur hann verið það sem hann vill og lært það sem hann vill. Þess vegna viljum við vera hér. Hans öryggi og frelsi skiptir mestu,“ segir móðir Maní, Shokoufa Shahidi. Tæplega fimm þúsund hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda að fjölskyldan fái að vera á Íslandi. Þá hefur verið boðað til mótmæla við dómsmálaráðuneytið á morgun vegna brottvísunar fjölskyldunnar. Hinsegin Hælisleitendur Íran Portúgal Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. Fjölsyldan kom til Íslands í mars í fyrra. Fjölskyldufaðirinn hafði kennt japanska heilun í Íran sem nefnist Reiki. Írönsk yfirvöld litu á það sem guðlast og að hann ynni gegn ráðandi stjórnvöld. „Ég var handtekinn í tíma og haldið í tvo sólarhringa. Þar var ég pyntaður. Mér og fjölskyldu minni var hótað lífláti. Þeir hótuðu einnig að nauðga fjölskyldu minni,“ segir fjölskyldufaðirinn Ardeshir Shahidi. Eftir að honum var sleppt úr haldi var ljóst að í Íran gætu þau ekki verið. Þau komu sér til Portúgal. Eftir skamma dvöl þar komust þau til Íslands. „Þeir reyndu að finna okkur. Í gegnum foreldra okkar komust þeir að því að við værum í Portúgal. Þess vegna urðum við að fara þaðan,“ segir Ardeshir. Hann segir írönsk stjórnvöld hafa beitt föður sinn miklum þrýstingu. Álagið varð föður hans um megn og hann féll frá. Verði þeim vísað aftur til Portúgal óttast þau að þau finnist þar eða verði send til Íran. Ísland er fyrsti staðurinn sem þau upplifa frelsi og öryggi. Á Íslandi þorði hinn 17 ára gamli Maní fyrst að segja foreldrum sínum að hann væri í raun strákur. Það hefði aldrei verið samþykkt í Íran. „Á Íslandi fann ég fyrst fyrir öryggi til að geta sagt öllum frá því hvernig ég er. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Maní. Foreldrarnir segja heilsu og öryggi Maní í algjörum forgangi. Þau vonast til að íslensk stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína. „Hér er Maní öruggur. Hér getur hann verið það sem hann vill og lært það sem hann vill. Þess vegna viljum við vera hér. Hans öryggi og frelsi skiptir mestu,“ segir móðir Maní, Shokoufa Shahidi. Tæplega fimm þúsund hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda að fjölskyldan fái að vera á Íslandi. Þá hefur verið boðað til mótmæla við dómsmálaráðuneytið á morgun vegna brottvísunar fjölskyldunnar.
Hinsegin Hælisleitendur Íran Portúgal Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira