Real Madrid missteig sig gegn Celta Vigo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2020 22:00 Ramos fagnaði of snemma í kvöld. Vísir/Getty Real Madrid er áfram á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-2 jafntefli gegn Celta Vigo í kvöld. Forskot þeirra er þó aðeins eitt stig á erkifjendurna í Barcelona. Gestirnir í Celta Vigo, sem eru í harðri fallbaráttu, komust óvænt yfir á 7. mínútu þegar Iago Aspas sendi knöttinn í gegnum vörn Real og Fedor Smolov skoraði af öryggi framhjá Thibaut Courtois í markinu. Courtois hélt Real svo inn í leiknum með frábærri markvörslu undir lok fyrri hálfleiks en staðan var 1-0 gestunum í vil þegar fyrri hálfleik lauk. Það tók heimamenn aðeins sjö mínútur að jafna metin í síðari hálfleik en þar var að verki Þjóðverjinn Toni Kroos með laglegu skoti eftir góðan undirbúning Marcelo. Það var svo á 65. mínútu sem Ruben Blanco, markvörður Celta, braut klaufalega á Eden Hazard og vítaspyrna dæmd. Sergio Ramos fór á punktinn og skoraði örugglega. Leit allt út fyrir að Real myndi í kjölfarið sigla stigunum þremur heim en varamennirnir Denis Suarez og Santi Mina voru á öðru máli. Suarez átti þá snilldar sendingu inn fyrir vörn Real sem Mina lagði fallega framhjá Courtois á 85. mínútu og staðan orðin 2-2. Reyndust það lokatölur leiksins og Real Madrid þar af leiðandi aðeins með eins stigs forskot á Barcelona eftir leiki helgarinnar. Real með 53 stig eftir 24 leiki en Barcelona með 52. Liðin mætast í hinum fornfræga El Clasico þann 1. mars næstkomandi, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Celta komst upp úr fallsæti en liðið er með 21 stig í 17. sæti, jafn mörg og Mallorca sem er sæti neðar og því í fallsæti en Celta er með örlítið betri markatölu. Spænski boltinn
Real Madrid er áfram á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-2 jafntefli gegn Celta Vigo í kvöld. Forskot þeirra er þó aðeins eitt stig á erkifjendurna í Barcelona. Gestirnir í Celta Vigo, sem eru í harðri fallbaráttu, komust óvænt yfir á 7. mínútu þegar Iago Aspas sendi knöttinn í gegnum vörn Real og Fedor Smolov skoraði af öryggi framhjá Thibaut Courtois í markinu. Courtois hélt Real svo inn í leiknum með frábærri markvörslu undir lok fyrri hálfleiks en staðan var 1-0 gestunum í vil þegar fyrri hálfleik lauk. Það tók heimamenn aðeins sjö mínútur að jafna metin í síðari hálfleik en þar var að verki Þjóðverjinn Toni Kroos með laglegu skoti eftir góðan undirbúning Marcelo. Það var svo á 65. mínútu sem Ruben Blanco, markvörður Celta, braut klaufalega á Eden Hazard og vítaspyrna dæmd. Sergio Ramos fór á punktinn og skoraði örugglega. Leit allt út fyrir að Real myndi í kjölfarið sigla stigunum þremur heim en varamennirnir Denis Suarez og Santi Mina voru á öðru máli. Suarez átti þá snilldar sendingu inn fyrir vörn Real sem Mina lagði fallega framhjá Courtois á 85. mínútu og staðan orðin 2-2. Reyndust það lokatölur leiksins og Real Madrid þar af leiðandi aðeins með eins stigs forskot á Barcelona eftir leiki helgarinnar. Real með 53 stig eftir 24 leiki en Barcelona með 52. Liðin mætast í hinum fornfræga El Clasico þann 1. mars næstkomandi, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Celta komst upp úr fallsæti en liðið er með 21 stig í 17. sæti, jafn mörg og Mallorca sem er sæti neðar og því í fallsæti en Celta er með örlítið betri markatölu.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti