KR-ingurinn Hildur Björg Kjartansdóttir átti stórleik þegar KR-konur slógu Íslands- og bikarmeistarar Vals út úr undanúrslitum Geysisbikarsins í gær.
Hildur leiddi ekki aðeins liðið sitt til sigurs heldur sló hún bæði stiga- og framlagsmetið hjá íslenskum leikmanni í bikarúrslitum í Höllinni. Hildur var með 37 stig, 8 fráköst, 3 stolna bolta, 3 varin skot og 3 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 72 prósent skota sinna (13 af 18) og úr öllum sex vítunum.
Bikarúrslitaleikir kvenna hafa farið fram í Laugardalshöll frá 1976 með einni undantekningu og frá árinu 2017 hafa undanúrslitaleikirnir farið líka fram í Höllinni á svokallaðri bikarviku Körfuknattleikssambandsins.
Hildur Björg tók bæði stiga- og framlagsmet íslensks leikmanns af Helenu Sverrisdóttur sem var einmitt að spila á móti Hildi í þessum leik.
Hildur Björg skoraði 37 stig í leiknum eða fjórum stigum meira en Helena Sverrisdóttir skoraði í undanúrslitaleik á móti Snæfelli í fyrra. Helena átti metið reyndar með KR-ingnum Lindu Jónsdóttur sem skoraði 33 stig í bikarúrslitaleiknum árið 1986. Linda á ennþá stigametið í sjálfum bikarúrslitaleiknum.
Hildur tók einnig framlagsmetið af Helenu. Hildur skilaði 45 framlagsstigum í leiknum í gær eða einu framlagsstigi meira en Helena í bæði undanúrslitaleiknum og bikarúrslitaleiknum í fyrra.
Valskonan Hallveig Jónsdóttir skoraði 29 stig í leiknum sem kemst líka í hóp stigahæstu leikmanna íslenskra leikmanna í bikarúrslitum í Höllinni og Hallveig varð líka fyrsta konan til að skora sjö þrista í einum leik í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni.
Flest stig hjá íslenskum leikmanni í bikaúrslitum kvenna í Laugardalshöll:
(Bikarúrslitaleikir frá 1975 og undanúrslitaleikir frá 2017)
37 stig - Hildur Björg Kjartansdóttir, KR (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti Val)
33 stig - Linda Jónsdóttir, KR (Bikarúrslit, 13.3.1986, á móti ÍS)
33 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2019, á móti Snæfelli)
32 stig - Sóley Indriðadóttir, Haukum (Bikarúrslit, 5.4.1984, á móti ÍS)
31 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Bikarúrslit, 16.2.2019, á móti Stjörnunni)
29 stig - Marta G Guðmundsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 30.3.1989, á móti )
29 stig - Hallveig Jónsdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR)
26 stig - Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli (Undanúrslit, 11.1.2018, á móti Keflavík)
25 stig - Björg Hafsteinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 23.4.1988, á móti)
25 stig - Emilía Sigurðardóttir, KR (Bikarúrslit, 25.3.1982, á móti)
24 stig - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 19.3.1992, á móti Haukum)
24 stig - Helga Þorvaldsdóttir, KR (Bikarúrslit, 9.2.2002, á móti Njarðvík)
24 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR)
Hæsta framlag hjá íslenskum leikmanni í bikaúrslitum kvenna í Laugardalshöll:
(Tölfræði hefur verið tekin saman frá árinu 1993)
45 framlagsstig - Hildur Björg Kjartansdóttir, KR (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti Val)
44 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Bikarúrslit, 16.2.2019, á móti Stjörnunni)
44 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2019, á móti Snæfelli)
35 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR)
33 framlagsstig - Signý Hermannsdóttir, ÍS (Bikarúrslit, 18.2.2006, á móti Grindavík)
32 framlagsstig - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 28.1.1995, á móti KR)
28 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Haukum (Bikarúrslit, 17.2.2007, á móti Keflavík)
27 framlagsstig - Helga Jónasdóttir, Njarðvík (Bikarúrslit, 9.2.2002, á móti KR)
27 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Haukum (Bikarúrslit, 13.2.2005, á móti Grindavík)
27 framlagsstig - Petrúnella Skúladóttir, Grindavík (Bikarúrslit, 24.2.2008, á móti Haukum)
26 framlagsstig - Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, KR (Bikarúrslit, 15.2.2009, á móti Keflavík)
26 framlagsstig - Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 16.2.2013, á móti Val)
26 framlagsstig - Hallveig Jónsdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR)

