Íbúar hjúkrunarheimilis komast ekki í bað vegna verkfallsins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. febrúar 2020 21:30 Margrét Árdís Ósvaldsdóttir forstöðukona hjúkrunarheimilisins Seljahlíð hefur áhyggjur af áhrifum verkfallsins á íbúa heimilisins. Vísir/Frikki Íbúar á hjúkrunarheimilum borgarinnar hafa margir hverjir ekki komist í bað á meðan á verkfalli Eflingar hefur staðið og ekki hefur verið skipt um á rúmum þeirra. Forstöðukona eins af heimilunum segir að slíkt gangi ekki til lengdar. Á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík búa 68 manns og finna íbúarnir vel fyrir verkfallinu. Ríflega helmingur starfsmanna heimilisins er í stéttarfélaginu Eflingu og í verkfalli. „Hér er nú svo knöpp mönnun eftir því sem daggjöldin leyfa okkur að okkur munar um hvern einasta mann. Fólk fær lyfin sín, fólk fær að borða, við hjálpum fólki á fætur og það fer í félagsstarf og því um líkt en það er ekkert svona að halda heimilinu hreinu, að halda íbúðunum huggulegum, taka pappír, þvott, þvo af fólki, böðin, allt þetta fellur niður,“ segir Margrét Árdís Ósvaldsdóttir forstöðukona hjúkrunarheimilisins Seljahlíð. Margrét er sú eina sem má ganga í störf starfsmanna í verkfalli en hún hefur meðal annars skúrað gólf og gengið næturvaktir til að láta allt ganga upp á heimilinu síðustu daga. Enginn fundur hefur verið í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar síðan í síðustu viku og enginn fundur hefur verið boðaður. Þetta veldur Margréti ásamt fleirum áhyggjum. „Það er alveg agalegt að það skuli ekki vera fundað í deilunni. Þetta er mjög stinnt allt saman,“ segir Margrét. Margrét segir ljóst að ef að ótímabundnu verkfalli verður á mánudaginn komi það til með bitna illa á íbúum Seljahlíðar og aðstandendum þeirra. „Það þyngist verulega róðurinn. Við komum örugglega til með að sleppa þrifum í þjónustuíbúðunum. Það lendir þá á aðstandendum,“ segir Margrét og að aðstandendur komi væntanlega til með að þurfa að þvo þvott fyrir íbúa. Hún leggur áherslu á að dragist verkfallsaðgerðirnar á langinn komi það til með að hafa miki áhrif á alla. „Við sinnum þessum lágmarksþörfum fólks og það gengur ekkert til lengri tíma,“ segir Margrét. Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira
Íbúar á hjúkrunarheimilum borgarinnar hafa margir hverjir ekki komist í bað á meðan á verkfalli Eflingar hefur staðið og ekki hefur verið skipt um á rúmum þeirra. Forstöðukona eins af heimilunum segir að slíkt gangi ekki til lengdar. Á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík búa 68 manns og finna íbúarnir vel fyrir verkfallinu. Ríflega helmingur starfsmanna heimilisins er í stéttarfélaginu Eflingu og í verkfalli. „Hér er nú svo knöpp mönnun eftir því sem daggjöldin leyfa okkur að okkur munar um hvern einasta mann. Fólk fær lyfin sín, fólk fær að borða, við hjálpum fólki á fætur og það fer í félagsstarf og því um líkt en það er ekkert svona að halda heimilinu hreinu, að halda íbúðunum huggulegum, taka pappír, þvott, þvo af fólki, böðin, allt þetta fellur niður,“ segir Margrét Árdís Ósvaldsdóttir forstöðukona hjúkrunarheimilisins Seljahlíð. Margrét er sú eina sem má ganga í störf starfsmanna í verkfalli en hún hefur meðal annars skúrað gólf og gengið næturvaktir til að láta allt ganga upp á heimilinu síðustu daga. Enginn fundur hefur verið í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar síðan í síðustu viku og enginn fundur hefur verið boðaður. Þetta veldur Margréti ásamt fleirum áhyggjum. „Það er alveg agalegt að það skuli ekki vera fundað í deilunni. Þetta er mjög stinnt allt saman,“ segir Margrét. Margrét segir ljóst að ef að ótímabundnu verkfalli verður á mánudaginn komi það til með bitna illa á íbúum Seljahlíðar og aðstandendum þeirra. „Það þyngist verulega róðurinn. Við komum örugglega til með að sleppa þrifum í þjónustuíbúðunum. Það lendir þá á aðstandendum,“ segir Margrét og að aðstandendur komi væntanlega til með að þurfa að þvo þvott fyrir íbúa. Hún leggur áherslu á að dragist verkfallsaðgerðirnar á langinn komi það til með að hafa miki áhrif á alla. „Við sinnum þessum lágmarksþörfum fólks og það gengur ekkert til lengri tíma,“ segir Margrét.
Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira