Gummi Ben velur bestu samherjana á ferlinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2020 13:00 Gummi Ben sló í gegn á heimsvísu eftir EM 2016 í Frakklandi. Vísir/Getty Guðmundur Benediktsson, eða einfaldlega Gummi Ben, einn ástsælasti knattspyrnumaður sem og íþróttalýsandi Íslandssögunnar var í hlaðvarpinu Draumaliðið á dögunum þar sem hann valdi þá 11 bestu, allavega uppáhalds, leikmenn sem hann lék með á ferlinum. Hlaðvarpið er í umsjón Jóhanns Skúla Jónssonar og hafa þó nokkur stór nöfn úr íslenskri knattspyrnu mætt og valið sitt draumalið. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. Ekki sá fyrsti sem velur Draumalið sitt Þar má nefna Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Gunnlaug Jónsson, Emil Hallfreðsson, Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Hjörvar Hafliðason og svo mætti lengi telja. Margir þeirra sem hafa komið í þáttinn eiga það sameiginlegt að hafa valið Guðmund í sitt lið. Ef ekki hefði verið fyrir skelfileg hnémeiðsli þá hefði atvinnumannaferill Guðmundar eflaust verið mun lengri en hann á endanum varð. Á ferlinum lék hann með Germinal Ekeren [Beerschot A.C. í dag] og Geel í Belgíu ásamt Þór Akureyri, KR og Val hér heima fyrir. Þá lék hann alls 10 landsleiki fyrir A-landslið Íslands.Lið GuðmundarEftir að hafa sett niður 60 leikmenn á blað sem áttu allir skilið að vera í liðinu endaði Guðmundur með 11 leikmenn í 3-5-2 leikkerfi. Markmannstaðan var sú auðveldasta. Kristján Finnbogason er sá markmaður sem Gummi var lengst með, voru saman í KR og því augljóst val í markið hjá Guðmundi. Í þriggja hafsenta kerfi voru þeir Lárus Orri Sigurðsson, margreyndur landsliðsmaður og atvinnumaður með Stoke City og West Bromwich Albion. Þormóður Egilsson, fyrirliði KR þegar Íslandsmeistaratitillinn skilaði sér loks aftur í Vesturbæinn eftir alltof langa bið. Stuðningsmenn KR eru enn að bíða eftir að sytta af Móða verði reist fyrir utan KR heimilið. Með þeim er svo Barry Smith en sá lék með Guðmundi hjá Val árin 2006-2008. Í hægri vængbakverði er Birkir Már Sævarsson, núverandi leikmaður Vals og íslenska landsliðsins. Vinstra megin er svo Einar Þór Daníelsson, enn ein goðsögnin úr Vesturbæ Reykjavíkur sem lék þó aðallega á vinstri vængnum en Guðmundur reiknar með því að hann yrði töluvert sóknarsinnaður í uppstillingu sinni. Að sjálfsögðu er lið Guðmundar í KR litunum. Á miðri miðjunni voru þeir Heimir Guðjónsson, fyrrum leikmaður KR og núverandi þjálfari Vals. Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður sem lék með Guðmundi hjá KR og að lokum Sigursteinn Davíð Gíslason heitinn. Vert er að taka fram að Steini Gísla, eins og hann var oftast kallaður, er sigusælasti leikmaður Íslandssögunnar með níu Íslandsmeistaratitla með ÍA og KR ásamt þremur bikarmeistaratitlum. Upp á topp í liðinu voru tveir reyndir framherjar. Sá fyrri var Helgi Sigurðsson og lokapúslið var svo margreyndur landsliðsmaður sem Guðmundur lék með 1996 og 1997, sá heitir Ríkharður Daðason. Flinkur, hávaxinn og með magnaðan vinstri fót. Að lokum var Willum Þór Þórsson valinn sem þjálfari liðsins en ásamt því að vera einkar sigursæll þjálfari í gegnum árin þá hefur hann þjálfað átta af 11 leikmönnum í liði Guðmundar. Þeir leikmenn eru Lárus Orri, Heimir Guðjóns og Ríkharður Daðason. Þetta var drullu erfitt, komst að því að ég var mjög lánsamur með samherja á ferlinum og vildi þ.a.l. breyta reglunum en @joiskuli10 var mjög harður og aðeins 11 leikmenn fengu stöðu í byrjunarliðinu. #draumalididhttps://t.co/7qN0mk0E6T— Gummi Ben (@GummiBen) February 12, 2020 Íslenski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Sjá meira
Guðmundur Benediktsson, eða einfaldlega Gummi Ben, einn ástsælasti knattspyrnumaður sem og íþróttalýsandi Íslandssögunnar var í hlaðvarpinu Draumaliðið á dögunum þar sem hann valdi þá 11 bestu, allavega uppáhalds, leikmenn sem hann lék með á ferlinum. Hlaðvarpið er í umsjón Jóhanns Skúla Jónssonar og hafa þó nokkur stór nöfn úr íslenskri knattspyrnu mætt og valið sitt draumalið. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. Ekki sá fyrsti sem velur Draumalið sitt Þar má nefna Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Gunnlaug Jónsson, Emil Hallfreðsson, Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Hjörvar Hafliðason og svo mætti lengi telja. Margir þeirra sem hafa komið í þáttinn eiga það sameiginlegt að hafa valið Guðmund í sitt lið. Ef ekki hefði verið fyrir skelfileg hnémeiðsli þá hefði atvinnumannaferill Guðmundar eflaust verið mun lengri en hann á endanum varð. Á ferlinum lék hann með Germinal Ekeren [Beerschot A.C. í dag] og Geel í Belgíu ásamt Þór Akureyri, KR og Val hér heima fyrir. Þá lék hann alls 10 landsleiki fyrir A-landslið Íslands.Lið GuðmundarEftir að hafa sett niður 60 leikmenn á blað sem áttu allir skilið að vera í liðinu endaði Guðmundur með 11 leikmenn í 3-5-2 leikkerfi. Markmannstaðan var sú auðveldasta. Kristján Finnbogason er sá markmaður sem Gummi var lengst með, voru saman í KR og því augljóst val í markið hjá Guðmundi. Í þriggja hafsenta kerfi voru þeir Lárus Orri Sigurðsson, margreyndur landsliðsmaður og atvinnumaður með Stoke City og West Bromwich Albion. Þormóður Egilsson, fyrirliði KR þegar Íslandsmeistaratitillinn skilaði sér loks aftur í Vesturbæinn eftir alltof langa bið. Stuðningsmenn KR eru enn að bíða eftir að sytta af Móða verði reist fyrir utan KR heimilið. Með þeim er svo Barry Smith en sá lék með Guðmundi hjá Val árin 2006-2008. Í hægri vængbakverði er Birkir Már Sævarsson, núverandi leikmaður Vals og íslenska landsliðsins. Vinstra megin er svo Einar Þór Daníelsson, enn ein goðsögnin úr Vesturbæ Reykjavíkur sem lék þó aðallega á vinstri vængnum en Guðmundur reiknar með því að hann yrði töluvert sóknarsinnaður í uppstillingu sinni. Að sjálfsögðu er lið Guðmundar í KR litunum. Á miðri miðjunni voru þeir Heimir Guðjónsson, fyrrum leikmaður KR og núverandi þjálfari Vals. Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður sem lék með Guðmundi hjá KR og að lokum Sigursteinn Davíð Gíslason heitinn. Vert er að taka fram að Steini Gísla, eins og hann var oftast kallaður, er sigusælasti leikmaður Íslandssögunnar með níu Íslandsmeistaratitla með ÍA og KR ásamt þremur bikarmeistaratitlum. Upp á topp í liðinu voru tveir reyndir framherjar. Sá fyrri var Helgi Sigurðsson og lokapúslið var svo margreyndur landsliðsmaður sem Guðmundur lék með 1996 og 1997, sá heitir Ríkharður Daðason. Flinkur, hávaxinn og með magnaðan vinstri fót. Að lokum var Willum Þór Þórsson valinn sem þjálfari liðsins en ásamt því að vera einkar sigursæll þjálfari í gegnum árin þá hefur hann þjálfað átta af 11 leikmönnum í liði Guðmundar. Þeir leikmenn eru Lárus Orri, Heimir Guðjóns og Ríkharður Daðason. Þetta var drullu erfitt, komst að því að ég var mjög lánsamur með samherja á ferlinum og vildi þ.a.l. breyta reglunum en @joiskuli10 var mjög harður og aðeins 11 leikmenn fengu stöðu í byrjunarliðinu. #draumalididhttps://t.co/7qN0mk0E6T— Gummi Ben (@GummiBen) February 12, 2020
Íslenski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Sjá meira