Landspítalinn vinnur að umbótum transteymi barna- og unglingagerðdeildar spítalans í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið. Fram hefur komið að foreldrar transbarna eru í öngum sínum þar sem transteymið hefur verið lagt niður.
„... unnið er að því að finna bót á erfiðri stöðu þar sem skapast af skorti á fagmenntuðu starfsfólki til að manna teymið,“ segir í tilkynningunni.
„Það stendur í lögunum að það eigi að vera þverfaglegt teymi fyrir transbörn og með þessu er verið að brjóta á þessum börnum og fjölskyldum þeirra,“ sagði María Bjarnadóttir, móðir transstúlku, í samtali við fréttastofu um helgina.
Forsvarsmenn Landspítalans segja þekkinguna afskaplega sérhæfða. Þá geti verið tímafrekt að finna nýja sérfræðinga í stað þeirra sem hætta.
„Breytingin á þjónustunni er ekki önnur en sú að umræddur sjúklingahópur er nú þjónustaður tímabundið á hefðbundinni göngudeild BUGL en ekki af sérstöku transteymi eins og áður var. Bráðaþjónusta er líka alltaf til staðar.“
Guðrún B. Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, minnti á að þjónusta væri enn fyrir hendi þó það væri á göngudeild en ekki í sérstöku teymi.
„Við höfum bara ekki fólk sem skýrist eðal annars af því að Landspítali er orðinn láglaunasvæði. Við fáum ekki fólk og það sem er hér fer annað vegna launanna.“
Foreldrum þeirra 48 barna sem nú fá meðferð hjá BUGL var tilkynnt um breytingarnar í byrjun árs.