Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2020 06:15 Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna eða um 3.500 börn. vísir/vilhelm Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í gær þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. Nærri tvö þúsund starfsmenn Eflingar hjá borginni lögðu niður störf í tvígang í síðustu viku. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna eða um 3.500 börn. Verkfallið mun sömuleiðis hafa áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða mun frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali. Hefur áhrif á matarþjónustu í einhverjum grunnskólum Alls starfa um 1.850 manns í Eflingu hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar verða áhrif verkfallsaðgerða Eflingarfólks mest á leikskólum auk matarþjónustu í grunnskólum. Þau börn sem fái vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa, einn fyrir hádegi og annar eftir hádegi. „Fyrirséð er að matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar raskist og þurfa nemendur þar að koma með nesti í skólann. Alls starfa um 1.850 manns í Eflingu hjá borginni á um 129 starfsstöðvum.Vísir/Vilhelm Velferðarsvið hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni er snýr að umönnun fatlaðs fólks, barna, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Eftir því sem verkfallstíminn lengist mun það hafa meiri áhrif á þá sem njóta velferðarþjónustu frá borginni. Þrif á heimilum fatlaðs fólks og aldraðra falla niður, sömuleiðis aðstoð við böðun. Ekki verður hægt að kaupa máltíðir á félagsmiðstöðvum og þá verður dagdvöl aldraðs fólks í Þorraseli lokuð á meðan verkfalli stendur,“ segir í tilkynningunni. Allsherjarverkfall á mánudaginn Hjá Sorphirðunni frestast þjónusta en að auki er vetrarþjónustu eins og hálkuvörnum og snjóhreinsun í borginni ekki sinnt á meðan verkfall stendur yfir. Sömuleiðis er ekki hreinsað í kringum grenndarstöðvar og ruslastampar ekki tæmdir. Ef ekki nást samningar á milli borgarinnar og Eflingar nú í vikunni hefur verkalýðsfélagið Efling boðað til allsherjarverkfalls næstkomandi mánudag 17. febrúar. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13 Þriggja daga verkfall framundan Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst kl 12:30 á morgun og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í dag þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. 10. febrúar 2020 19:19 Segir ummæli borgarstjóra um forystuleysi skjóta skökku við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. 10. febrúar 2020 15:05 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í gær þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. Nærri tvö þúsund starfsmenn Eflingar hjá borginni lögðu niður störf í tvígang í síðustu viku. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna eða um 3.500 börn. Verkfallið mun sömuleiðis hafa áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða mun frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali. Hefur áhrif á matarþjónustu í einhverjum grunnskólum Alls starfa um 1.850 manns í Eflingu hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar verða áhrif verkfallsaðgerða Eflingarfólks mest á leikskólum auk matarþjónustu í grunnskólum. Þau börn sem fái vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa, einn fyrir hádegi og annar eftir hádegi. „Fyrirséð er að matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar raskist og þurfa nemendur þar að koma með nesti í skólann. Alls starfa um 1.850 manns í Eflingu hjá borginni á um 129 starfsstöðvum.Vísir/Vilhelm Velferðarsvið hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni er snýr að umönnun fatlaðs fólks, barna, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Eftir því sem verkfallstíminn lengist mun það hafa meiri áhrif á þá sem njóta velferðarþjónustu frá borginni. Þrif á heimilum fatlaðs fólks og aldraðra falla niður, sömuleiðis aðstoð við böðun. Ekki verður hægt að kaupa máltíðir á félagsmiðstöðvum og þá verður dagdvöl aldraðs fólks í Þorraseli lokuð á meðan verkfalli stendur,“ segir í tilkynningunni. Allsherjarverkfall á mánudaginn Hjá Sorphirðunni frestast þjónusta en að auki er vetrarþjónustu eins og hálkuvörnum og snjóhreinsun í borginni ekki sinnt á meðan verkfall stendur yfir. Sömuleiðis er ekki hreinsað í kringum grenndarstöðvar og ruslastampar ekki tæmdir. Ef ekki nást samningar á milli borgarinnar og Eflingar nú í vikunni hefur verkalýðsfélagið Efling boðað til allsherjarverkfalls næstkomandi mánudag 17. febrúar.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13 Þriggja daga verkfall framundan Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst kl 12:30 á morgun og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í dag þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. 10. febrúar 2020 19:19 Segir ummæli borgarstjóra um forystuleysi skjóta skökku við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. 10. febrúar 2020 15:05 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13
Þriggja daga verkfall framundan Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst kl 12:30 á morgun og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í dag þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. 10. febrúar 2020 19:19
Segir ummæli borgarstjóra um forystuleysi skjóta skökku við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. 10. febrúar 2020 15:05