Faðir Hildar telur hana slá nýjan tón í kvikmyndatónlist Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. febrúar 2020 12:01 Hildur Guðnadóttir með verðlaun sín. Bandaríski leikstjórinn Spike Lee klappar henni lof í lófa. Getty/Richard Harbaugh Guðni Franzson, klarinettuleikari og faðir Hildar Guðnadóttur, sat límdur við sjónvarpsskjáinn í Stykkishólmi á fjórða tímanum í nótt þegar ljóst varð að Ísland hafði eignast sinn fyrsta Óskarsverðlaunahafa. „Þetta var smá sjokk, kom svolítið á óvart en svo sem alveg viðbúið þannig. En kemur samt skemmtilega og þægilega á óvart. Maður býst aldrei við neinu svona. Hollywood hefur sína hentisemi og maður gat allt eins búið við því að röðin væri komin að einhverjum öðrum. En þetta var frábært,“ segir Guðni. Hann segist vinna hér á landi og því fylgjast með vegferð Hildar úr nokkurri fjarlægð. „En við erum í góðu sambandi. Hún er með þessi tvö stóru verkefni á árinu og eins og þetta sé eðlilegt framhald af því, þegar bransinn fer að klóra sér, kemur í ljós að hún er með svo falleg og stór verkefni sem fleyta henni áfram í þetta. “ Sterkur karakter sé á tónlist Hildar. Guðni Franzson, annar frá vinstri, veitti Bjartsýnisverðlaunum viðtöku fyrir hönd Hildar í janúar. Með honum á myndinni eru Vigdís Finnbogadóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Sigurður Þór Ásgeirsson.ISAL „Hennar tónlist þekkist vel, stingur alltaf út. Það má segja að hún sé fulltrúi sinnar kynslóðar. Lína sem hefur verið að vaxa síðustu ár. Hún kemur úr noisinu og bróminu og öllu þessu, en samt lírísk og tilfinningarík. Ég upplifi að það sé svolítið 21. öldin að taka yfir. Það tekur tíma að ganga inn í öldina og nú er kominn einhver svona 21. aldar tónn og Hildur á fallegar línur á þessari öld, sem verða alltaf hennar og eru mjög skýr höfundareinkenni.“ Baðherbergissenan í Jókernum er líklega sú sem flestir tengja við en þar leikur sellóið stórt hlutverk. „Selló hefur alltaf verið hennar rödd. Stundum felur hún það, í Tjernóbyl notar hún eiginlega ekkert selló, en þetta er eiginlega hennar hljóð - hennar rödd. Leiðir Jókerinn svolítið áfram. Verður svona leiðarstef. Svolítið framhald af henni. Joaquin Phoenix - það er eins og hann falli inn í hennar rödd. Það er mjög sterkt og kannski það akkurat sem setur þetta á þennan stall - heldur en það sem hinir strákarnir hafa verið að gera. Hvort sem það er Williams eða annað þá er það kannski ekki jafndjúpt persónulegt eins og hún gerði.“ Guðni bendir á að Hildur nálgist verkefni sín á mjög persónulegan hátt og sé nú að uppskera. „Það er kannski nýtt sjónarhorn á kvikmyndatónlist. Hún fer mjög persónulega að þessu í stað þess að fara svona iðnaðarleiðina eins og er gjarnan gert. Það er kannski nýr tónn í þessu öllu saman.“ Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Guðni Franzson, klarinettuleikari og faðir Hildar Guðnadóttur, sat límdur við sjónvarpsskjáinn í Stykkishólmi á fjórða tímanum í nótt þegar ljóst varð að Ísland hafði eignast sinn fyrsta Óskarsverðlaunahafa. „Þetta var smá sjokk, kom svolítið á óvart en svo sem alveg viðbúið þannig. En kemur samt skemmtilega og þægilega á óvart. Maður býst aldrei við neinu svona. Hollywood hefur sína hentisemi og maður gat allt eins búið við því að röðin væri komin að einhverjum öðrum. En þetta var frábært,“ segir Guðni. Hann segist vinna hér á landi og því fylgjast með vegferð Hildar úr nokkurri fjarlægð. „En við erum í góðu sambandi. Hún er með þessi tvö stóru verkefni á árinu og eins og þetta sé eðlilegt framhald af því, þegar bransinn fer að klóra sér, kemur í ljós að hún er með svo falleg og stór verkefni sem fleyta henni áfram í þetta. “ Sterkur karakter sé á tónlist Hildar. Guðni Franzson, annar frá vinstri, veitti Bjartsýnisverðlaunum viðtöku fyrir hönd Hildar í janúar. Með honum á myndinni eru Vigdís Finnbogadóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Sigurður Þór Ásgeirsson.ISAL „Hennar tónlist þekkist vel, stingur alltaf út. Það má segja að hún sé fulltrúi sinnar kynslóðar. Lína sem hefur verið að vaxa síðustu ár. Hún kemur úr noisinu og bróminu og öllu þessu, en samt lírísk og tilfinningarík. Ég upplifi að það sé svolítið 21. öldin að taka yfir. Það tekur tíma að ganga inn í öldina og nú er kominn einhver svona 21. aldar tónn og Hildur á fallegar línur á þessari öld, sem verða alltaf hennar og eru mjög skýr höfundareinkenni.“ Baðherbergissenan í Jókernum er líklega sú sem flestir tengja við en þar leikur sellóið stórt hlutverk. „Selló hefur alltaf verið hennar rödd. Stundum felur hún það, í Tjernóbyl notar hún eiginlega ekkert selló, en þetta er eiginlega hennar hljóð - hennar rödd. Leiðir Jókerinn svolítið áfram. Verður svona leiðarstef. Svolítið framhald af henni. Joaquin Phoenix - það er eins og hann falli inn í hennar rödd. Það er mjög sterkt og kannski það akkurat sem setur þetta á þennan stall - heldur en það sem hinir strákarnir hafa verið að gera. Hvort sem það er Williams eða annað þá er það kannski ekki jafndjúpt persónulegt eins og hún gerði.“ Guðni bendir á að Hildur nálgist verkefni sín á mjög persónulegan hátt og sé nú að uppskera. „Það er kannski nýtt sjónarhorn á kvikmyndatónlist. Hún fer mjög persónulega að þessu í stað þess að fara svona iðnaðarleiðina eins og er gjarnan gert. Það er kannski nýr tónn í þessu öllu saman.“
Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira