Handbolti

Stefán: Þegar að Gústi klárar lagið, þá er frábært að hlusta á hann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stefán var aðeins glaðlegri á svip eftir leik kvöldsins.
Stefán var aðeins glaðlegri á svip eftir leik kvöldsins. Vísir/Bára

Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var eðlilega sáttur eftir fjögurra marka sigur Fram á Val í uppgjöri toppliðanna í Olís deild kvenna. Lauk leiknum með 28-24 sigri Safamýrastúlkna sem eru nú komnar með níu fingur á deildarmeistaratitilinn.

„Ég er bara ótrúlega ánægður. Okkar markmið er að vinna þessa deild, það er markmið númer eitt og nú þurfum við eitt stig í næstu þrem leikjum þannig að ég er mjög ánægður að vera kominn í þessa stöðu,“ sagði Stefán brattur eftir sigurinn í dag.

Stefán talaði svo um hvað það var sem að skóp þennan sigur í dag.

„Við spiluðum heilt yfir mjög vel, góður varnarleikur hjá okkur og markvarslan kom þegar fór að líða á leikinn. Sóknarleikurinn var bara vel upp settur og ég er bara virkilega ánægður með þennan leik hjá okkur á móti mjög sterku Valsliði.“

Stefán var ekki alveg sammála Ágústi um að deildarmeistaratitillinn væri í höfn.

„Við erum komin í góða stöðu en eins og Gústi veit, því að Gústi er góður söngvari, þá verður hann að klára lagið. Þegar að Gústi klárar lagið, þá er frábært að hlusta á hann og ég vona að okkur takist að klára þetta,“ sagði Stefán léttur.


Tengdar fréttir

Loks sigur hjá Haukum | HK styrkti stöðu sína í 4. sæti

Þremur leikjum í Olís deild kvenna í dag er nú lokið. Haukar unnu sinn fyrsta sigur síðan 23. janúar er liðið lagði vann 27-22 sigur á KA/Þór að Ásvöllum í Hafnafirði. Þá vann HK góðan tveggja marka sigur, 27-25, á ÍBV. Þá náði Afturelding í sitt fyrsta stig á leiktíðinni þegar liðið náði 25-25 jafntefli gegn Stjörnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×