85 manns í sóttkví vegna kórónuveirunnar: „Hann er hitalaus og ekki hóstandi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. febrúar 2020 18:45 85 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar. Öll sýni sem tekin voru úr fólki sem tengdust fyrsta greinda tilfellinu hérlendis, hafa reynst neikvæðar. Samstarfsmenn mannsins, sem greindur var með veiruna, gagnrýna vinnubrögð yfirvalda harðlega. Greint var frá því í gær að fyrsta tilfelli kórónuveiru sem veldur Covid-19 sjúkdómi hafi greinist á Íslandi. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem var á ferðalagi í Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. 49 manns, sem höfðu átt í miklum samskiptum við manninn, voru beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga. Öll sýni, alls 24, sem tekin voru í gær reyndust neikvæð. „Þannig það var mjög ánægjulegt fyrir okkur að fá þær fréttir í dag,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Fólkið verði þó áfram í sóttkví en alls eru 85 Íslendingar í sóttkví sem stendur. „Vegna þess að það þýðir bara það að fólkið hafi ekki smitast ennþá en við viljum halda þeim áfram í sóttkví þrátt fyrir það að þessi sýni hafi reynst neikvæð,“ segir Víðir. Nokkur sýni hafi verið tekin í dag og niðurstöðu sé að vænta á morgun. Hinn smitaði er nú í einangrun á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Yfirlæknir segir líðan mannsins vera góða. „Hann er í raun ekki veikur. Hitalaus og ber sig vel miðað við aðstæður, ekki hóstandi og með góð lífsmörk,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Búið hafi verið að ákveða að leggja þann fyrsta sem greindist inn á deildina til þess að geta fylgst með. Sýni sem tekið var úr eiginkonu mannsins í gær reyndist neikvætt. Fjölskylda mannsins er í heimasóttkví og í samtali við fréttastofu segir hún þau hafa það ágætt miðað við aðstæður. Hinn smitaði vinnur um það bil tuttugu manna vinnustað. Hann mætti til vinnu á mánudag og þriðjudag í síðustu viku og fór slappur heim úr vinnu um hádegisbil á miðvikudag. Hann var greindur með veiruna tveimur dögum síðar. Stjórnandi vinnustaðarins segir í samtali við fréttastofu að hann sé afar gagnrýnin á vinnubrögð yfirvalda. Eftir að samstarfsmenn hafi frétt af því að maðurinn væri smitaður um klukkan tvö í gær hafi enginn náð sambandi við síma 1700. Þá hafi það verið með krókaleiðum sem starfsmenn náðu sambandi við starfsmann embættis landlæknis um hálf sex leytið. Eftir það hafi viðbragðsaðilar mætt og tekið sýni úr samstarfsfólki mannsins. Stjórnandinn segir að sér hafi blöskrað að ekki hafi verið haft samband að fyrra bragði. Víðir segir að draga megi lærdóm af gagnrýninni. „Við erum í dag búin að vera rýna þessa punkta og við erum búin að breyta ákveðnum þáttum og gera þá skarpari í verkferlunum og stytta þennan tíma frá því við fáum jákvætt sýni þar til við erum búin að upplýsa alla þá sem við þurfum að gera,“ segir Víðir. Þá segir stjórnandi vinnustaðarins að starfsfólk hafi ekki fengið nægilegar skýrar upplýsingar um það hvort það ætti að vera í sóttkví eða ekki. Í raun hafi þau formlega frétt af því í fjölmiðlum í dag. „Það er bara aftur greinilegt að við höfum ekki verið nægilega skýr í upplýsingagjöfinni þannig við erum búin að setja það inn í okkar ferli að það sé mjög skýrt sagt við fólkið að það eigi að vera í sóttkví,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira
85 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar. Öll sýni sem tekin voru úr fólki sem tengdust fyrsta greinda tilfellinu hérlendis, hafa reynst neikvæðar. Samstarfsmenn mannsins, sem greindur var með veiruna, gagnrýna vinnubrögð yfirvalda harðlega. Greint var frá því í gær að fyrsta tilfelli kórónuveiru sem veldur Covid-19 sjúkdómi hafi greinist á Íslandi. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem var á ferðalagi í Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. 49 manns, sem höfðu átt í miklum samskiptum við manninn, voru beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga. Öll sýni, alls 24, sem tekin voru í gær reyndust neikvæð. „Þannig það var mjög ánægjulegt fyrir okkur að fá þær fréttir í dag,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Fólkið verði þó áfram í sóttkví en alls eru 85 Íslendingar í sóttkví sem stendur. „Vegna þess að það þýðir bara það að fólkið hafi ekki smitast ennþá en við viljum halda þeim áfram í sóttkví þrátt fyrir það að þessi sýni hafi reynst neikvæð,“ segir Víðir. Nokkur sýni hafi verið tekin í dag og niðurstöðu sé að vænta á morgun. Hinn smitaði er nú í einangrun á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Yfirlæknir segir líðan mannsins vera góða. „Hann er í raun ekki veikur. Hitalaus og ber sig vel miðað við aðstæður, ekki hóstandi og með góð lífsmörk,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Búið hafi verið að ákveða að leggja þann fyrsta sem greindist inn á deildina til þess að geta fylgst með. Sýni sem tekið var úr eiginkonu mannsins í gær reyndist neikvætt. Fjölskylda mannsins er í heimasóttkví og í samtali við fréttastofu segir hún þau hafa það ágætt miðað við aðstæður. Hinn smitaði vinnur um það bil tuttugu manna vinnustað. Hann mætti til vinnu á mánudag og þriðjudag í síðustu viku og fór slappur heim úr vinnu um hádegisbil á miðvikudag. Hann var greindur með veiruna tveimur dögum síðar. Stjórnandi vinnustaðarins segir í samtali við fréttastofu að hann sé afar gagnrýnin á vinnubrögð yfirvalda. Eftir að samstarfsmenn hafi frétt af því að maðurinn væri smitaður um klukkan tvö í gær hafi enginn náð sambandi við síma 1700. Þá hafi það verið með krókaleiðum sem starfsmenn náðu sambandi við starfsmann embættis landlæknis um hálf sex leytið. Eftir það hafi viðbragðsaðilar mætt og tekið sýni úr samstarfsfólki mannsins. Stjórnandinn segir að sér hafi blöskrað að ekki hafi verið haft samband að fyrra bragði. Víðir segir að draga megi lærdóm af gagnrýninni. „Við erum í dag búin að vera rýna þessa punkta og við erum búin að breyta ákveðnum þáttum og gera þá skarpari í verkferlunum og stytta þennan tíma frá því við fáum jákvætt sýni þar til við erum búin að upplýsa alla þá sem við þurfum að gera,“ segir Víðir. Þá segir stjórnandi vinnustaðarins að starfsfólk hafi ekki fengið nægilegar skýrar upplýsingar um það hvort það ætti að vera í sóttkví eða ekki. Í raun hafi þau formlega frétt af því í fjölmiðlum í dag. „Það er bara aftur greinilegt að við höfum ekki verið nægilega skýr í upplýsingagjöfinni þannig við erum búin að setja það inn í okkar ferli að það sé mjög skýrt sagt við fólkið að það eigi að vera í sóttkví,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira