Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 15:45 Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Alma Möller, landlæknir, sprittuðu hendur sínar á blaðamannafundi sem haldinn var í dag vegna veirunnar. Vísir/Vilhelm Hættustigi almannavarna hefur nú verið lýst yfir eftir að fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindist hér á landi. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítalanum eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir kórónuveirunni. Hingað til hefur óvissustig verið í gildi hér á landi vegna veirunnar en Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu í gær að þegar veiran myndi greinast hér á landi yrði viðbúnaður hækkaður upp í hættustig. Þá voru viðbragðsaðilar farnir að vinna samkvæmt hættustigi í einhverjum tilfellum þótt óvissustig væri í gildi enda hefur allur viðbúnaður miðast við að veiran greinist hér á landi. Skilgreiningin á hættustigi samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna vegna heimsfaraldurs er eftirfarandi:Umtalsverðar hópsýkingar brjótast út hjá mönnum en þær eru enn staðbundnar. Veiran aðlagast mönnum í vaxandi mæli og umtalsverð hætta er á heimsfaraldri. Sýking kann að hafa verið staðfest hér á landi en lýsa má hættustigi þó sýking hafi ekki borist til landsins. Þá er gripið til eftirfarandi ráðstafana samkvæmt viðbragðsáætluninni: • Vöktun farsóttar og farsóttagreining efld. • Áhættumat í stöðugri endurskoðun. • Aukið samráð/samstarf við mikilvæg innlend samtök og stofnanir. • Aukið samráð/samstarf við mikilvæg erlend samtök og stofnanir, WHO, ECDC, EMA og eftir atvikum aðrar stofnanir. • Endurskoða, útbúa og dreifa fræðsluefni til almennings og fagaðila í samræmi við áhættumat. • Fræðsluefni miðlað markvisst á vef embættis landlæknis. • Til greina kemur að beita takmörkunum á ferðafrelsi um hafnir og flugvelli. • Setja þá sem eru með/gætu verið með sýkingu af völdum veirunnar í einangrun. Heimasóttkví/afkvíun hugsanlega beitt gegn þeim sem eru einkennalausir en gætu hafa smitast af veirunni. • Til greina kemur að skip verði sett í sóttkví. • Virkjun samhæfingarstöðvar í Skógarhlíð. • Takmörkuð virkjun aðgerðastjórnar í umdæmum, reglulegir stöðufundir. Góð handhreinsun mikilvægasta ráðið Einnig er ekki úr vegi, nú þegar veiran hefur greinst hér á landi, að minna á leiðbeiningar sóttvarnalæknis til almennings varðandi það hvernig forðast má smit.Hvað get ég gert til að forðast smit?Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit. Handþvottur með vatni og sápu er æskilegastur ef hendur eru óhreinar, en hendur sem virðast hreinar en hafa komið við sameiginlega snertifleti svo sem hurðahúna, eða tekið við hlutum úr annarra höndum, til dæmis peningum eða greiðslukortum má hreinsa með handspritti. Rétt er að forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni, hnerra eða hósta.Grímur nýtast best þegar þeir sem eru veikir nota þær en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt, svo sem fyrir heilbrigðisstarfsmenn eða viðbragðsaðila í samfélaginu þegar þeir hlúa að veikum.Við þrif eftir aðra, til að mynda í veitingasölum eða á almenningssalernum ætti að nota einnota hanska en mikilvægt er að taka af sér hanska þegar slíkum verkum er lokið og þvo vel hendur. Sjá nánari upplýsingar hér. Þá segir þetta um sýkingavarnir fyrir almenning á vef landlæknis:Allt umhverfi okkar er þakið milljónum örvera, bakteríum, veirum og frumdýrum. Langflestar þessara örvera valda hvorki sýkingum né öðrum vandamálum en þó eru undantekningar þar á. Þar má telja inflúensuveirur og nóróveirur ásamt bakteríum eins og salmonellu, clostridium difficile og ónæmum bakteríum, s.s. MÓSA.Flestir sem fá slíkar sýkingar ná sér fljótt, en þeir sem eru mjög ungir eða gamlir eða með langvinna undirliggjandi sjúkdóma eru viðkvæmari en aðrir og eru því í aukinni hættu. Fyrir slíka einstaklinga geta þessar sýkingar haft alvarlegar afleiðingar.Sýkingakeðjan, sem sýnd er á mynd hér að ofan, skýrir hvernig smit getur borist milli manna og valdið sýkingu. Sýking getur borist um líkamann frá einum stað í annan og valdið veikindum eða frá öðru fólki, umhverfi, mat eða dýrum.Fólk getur sýkst ef smitefni er borið með beinni snertingu frá einum til annars, með því að anda smitefni inn um nef eða munn eða með því að gleypa smitefni með mat og drykk. Sýkingar geta líka komið í kjölfar ástungu á húð, um sár á húð eða með inniliggjandi áhöldum s.s. þvagleggjum.Að fyrirbyggja sýkingar þýðir að rjúfa sýkingakeðjuna þannig að komið sé í veg fyrir sýkingu. Í daglegu lífi er hægt er að gera það með einföldum aðgerðum:• Vandaðri handhreinsun• Gæta hreinlætis við matargerð• Nota hanska og svuntu ef unnið er með mengað efni• Með vönduðum þrifum áhalda og umhverfisAllar upplýsingar um kórónuveiruna má nálgast á vef landlæknis. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Hættustigi almannavarna hefur nú verið lýst yfir eftir að fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 greindist hér á landi. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítalanum eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir kórónuveirunni. Hingað til hefur óvissustig verið í gildi hér á landi vegna veirunnar en Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu í gær að þegar veiran myndi greinast hér á landi yrði viðbúnaður hækkaður upp í hættustig. Þá voru viðbragðsaðilar farnir að vinna samkvæmt hættustigi í einhverjum tilfellum þótt óvissustig væri í gildi enda hefur allur viðbúnaður miðast við að veiran greinist hér á landi. Skilgreiningin á hættustigi samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna vegna heimsfaraldurs er eftirfarandi:Umtalsverðar hópsýkingar brjótast út hjá mönnum en þær eru enn staðbundnar. Veiran aðlagast mönnum í vaxandi mæli og umtalsverð hætta er á heimsfaraldri. Sýking kann að hafa verið staðfest hér á landi en lýsa má hættustigi þó sýking hafi ekki borist til landsins. Þá er gripið til eftirfarandi ráðstafana samkvæmt viðbragðsáætluninni: • Vöktun farsóttar og farsóttagreining efld. • Áhættumat í stöðugri endurskoðun. • Aukið samráð/samstarf við mikilvæg innlend samtök og stofnanir. • Aukið samráð/samstarf við mikilvæg erlend samtök og stofnanir, WHO, ECDC, EMA og eftir atvikum aðrar stofnanir. • Endurskoða, útbúa og dreifa fræðsluefni til almennings og fagaðila í samræmi við áhættumat. • Fræðsluefni miðlað markvisst á vef embættis landlæknis. • Til greina kemur að beita takmörkunum á ferðafrelsi um hafnir og flugvelli. • Setja þá sem eru með/gætu verið með sýkingu af völdum veirunnar í einangrun. Heimasóttkví/afkvíun hugsanlega beitt gegn þeim sem eru einkennalausir en gætu hafa smitast af veirunni. • Til greina kemur að skip verði sett í sóttkví. • Virkjun samhæfingarstöðvar í Skógarhlíð. • Takmörkuð virkjun aðgerðastjórnar í umdæmum, reglulegir stöðufundir. Góð handhreinsun mikilvægasta ráðið Einnig er ekki úr vegi, nú þegar veiran hefur greinst hér á landi, að minna á leiðbeiningar sóttvarnalæknis til almennings varðandi það hvernig forðast má smit.Hvað get ég gert til að forðast smit?Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit. Handþvottur með vatni og sápu er æskilegastur ef hendur eru óhreinar, en hendur sem virðast hreinar en hafa komið við sameiginlega snertifleti svo sem hurðahúna, eða tekið við hlutum úr annarra höndum, til dæmis peningum eða greiðslukortum má hreinsa með handspritti. Rétt er að forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni, hnerra eða hósta.Grímur nýtast best þegar þeir sem eru veikir nota þær en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt, svo sem fyrir heilbrigðisstarfsmenn eða viðbragðsaðila í samfélaginu þegar þeir hlúa að veikum.Við þrif eftir aðra, til að mynda í veitingasölum eða á almenningssalernum ætti að nota einnota hanska en mikilvægt er að taka af sér hanska þegar slíkum verkum er lokið og þvo vel hendur. Sjá nánari upplýsingar hér. Þá segir þetta um sýkingavarnir fyrir almenning á vef landlæknis:Allt umhverfi okkar er þakið milljónum örvera, bakteríum, veirum og frumdýrum. Langflestar þessara örvera valda hvorki sýkingum né öðrum vandamálum en þó eru undantekningar þar á. Þar má telja inflúensuveirur og nóróveirur ásamt bakteríum eins og salmonellu, clostridium difficile og ónæmum bakteríum, s.s. MÓSA.Flestir sem fá slíkar sýkingar ná sér fljótt, en þeir sem eru mjög ungir eða gamlir eða með langvinna undirliggjandi sjúkdóma eru viðkvæmari en aðrir og eru því í aukinni hættu. Fyrir slíka einstaklinga geta þessar sýkingar haft alvarlegar afleiðingar.Sýkingakeðjan, sem sýnd er á mynd hér að ofan, skýrir hvernig smit getur borist milli manna og valdið sýkingu. Sýking getur borist um líkamann frá einum stað í annan og valdið veikindum eða frá öðru fólki, umhverfi, mat eða dýrum.Fólk getur sýkst ef smitefni er borið með beinni snertingu frá einum til annars, með því að anda smitefni inn um nef eða munn eða með því að gleypa smitefni með mat og drykk. Sýkingar geta líka komið í kjölfar ástungu á húð, um sár á húð eða með inniliggjandi áhöldum s.s. þvagleggjum.Að fyrirbyggja sýkingar þýðir að rjúfa sýkingakeðjuna þannig að komið sé í veg fyrir sýkingu. Í daglegu lífi er hægt er að gera það með einföldum aðgerðum:• Vandaðri handhreinsun• Gæta hreinlætis við matargerð• Nota hanska og svuntu ef unnið er með mengað efni• Með vönduðum þrifum áhalda og umhverfisAllar upplýsingar um kórónuveiruna má nálgast á vef landlæknis.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira