Viðar segir hljóð og mynd ekki fara saman í málflutningi Dags Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2020 10:30 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir borgarstjóra reyna að kaupa sig frá málinu með fagurgala. Vísir/Frosti Logason Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að hljóð og mynd færu ekki saman í umfjöllun Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um kjaradeiluna. Langt er liðið á aðra viku af ótímabundnum verkföllum félagsmanna Eflingar með tilheyrandi raski á leikskólastarfi og skertri þjónustu í borginni. Viðar var gestur í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi stöðu mála. Sakaði hann þar borgarstjóra um að handvelja tölur um hækkanir sem ná eingöngu til nokkurra starfsheita og fela síðan samninganefnd borgarinnar að flækja tilboðið með skilmálum sem borgarstjóri hefði ekki útlistað nánar í Kastljósviðtali. Hækkanir sem borgarstjóri vísaði til nái bara til eins starfsheitis af tíu. Kaupa sig frá málinu með fagurgala Viðar segir að sá leikur sem Reykjavíkurborg og borgarstjóri leika nú í raun vera mjög einfaldan. „Hann ætlar að gangast við því og viðurkenna það að jú, það þurfi að gera þessa leiðréttingu. Hann skilur að Reykjavíkurborg er búin að tapa þessari umræðu. Það er sátt um það í samfélaginu að það þurfi að leiðrétta laun þessa hóps. En hann ætlar að komast frá málinu, ætlar að kaupa sig frá því með fagurgala. Hann ætlar að koma fram í fjölmiðlum og handvelja einhverjar tölur sem ná eingöngu til einhverra handvalinna starfsheita. Hann ætlar að blása þetta upp. Láta þetta líta út eins og hér sé verið að gera eitthvert stórkostlegt kostaboð.“ Eigi örugglega eftir að stæra sig af málinu Viðar segir að á sama tíma eigi samninganefnd Reykjavíkurborgar að sjá til þess að þvæla og flækja umræðuna og skera allt niður við trog þannig að á endanum komi ekki út úr þessu nein raunveruleg launaleiðrétting fyrir langstærsta hópinn. „Kannski mögulega fyrir eitthvert eitt starfsheiti sem mun fá einhverja leiðréttingu. Svo mun borgarstjórnarmeirihlutinn að sjálfsögðu hrósa sér árum saman fyrir þetta og veita sjálfum sér einhverjar vottanir og verðlaun fyrir það að hafa staðið sig frábærlega í þessum málum,“ segir Viðar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Bítið Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Tilboð Reykjavíkurborgar gott ef rétt reynist Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram. 27. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að hljóð og mynd færu ekki saman í umfjöllun Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um kjaradeiluna. Langt er liðið á aðra viku af ótímabundnum verkföllum félagsmanna Eflingar með tilheyrandi raski á leikskólastarfi og skertri þjónustu í borginni. Viðar var gestur í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi stöðu mála. Sakaði hann þar borgarstjóra um að handvelja tölur um hækkanir sem ná eingöngu til nokkurra starfsheita og fela síðan samninganefnd borgarinnar að flækja tilboðið með skilmálum sem borgarstjóri hefði ekki útlistað nánar í Kastljósviðtali. Hækkanir sem borgarstjóri vísaði til nái bara til eins starfsheitis af tíu. Kaupa sig frá málinu með fagurgala Viðar segir að sá leikur sem Reykjavíkurborg og borgarstjóri leika nú í raun vera mjög einfaldan. „Hann ætlar að gangast við því og viðurkenna það að jú, það þurfi að gera þessa leiðréttingu. Hann skilur að Reykjavíkurborg er búin að tapa þessari umræðu. Það er sátt um það í samfélaginu að það þurfi að leiðrétta laun þessa hóps. En hann ætlar að komast frá málinu, ætlar að kaupa sig frá því með fagurgala. Hann ætlar að koma fram í fjölmiðlum og handvelja einhverjar tölur sem ná eingöngu til einhverra handvalinna starfsheita. Hann ætlar að blása þetta upp. Láta þetta líta út eins og hér sé verið að gera eitthvert stórkostlegt kostaboð.“ Eigi örugglega eftir að stæra sig af málinu Viðar segir að á sama tíma eigi samninganefnd Reykjavíkurborgar að sjá til þess að þvæla og flækja umræðuna og skera allt niður við trog þannig að á endanum komi ekki út úr þessu nein raunveruleg launaleiðrétting fyrir langstærsta hópinn. „Kannski mögulega fyrir eitthvert eitt starfsheiti sem mun fá einhverja leiðréttingu. Svo mun borgarstjórnarmeirihlutinn að sjálfsögðu hrósa sér árum saman fyrir þetta og veita sjálfum sér einhverjar vottanir og verðlaun fyrir það að hafa staðið sig frábærlega í þessum málum,“ segir Viðar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Bítið Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Tilboð Reykjavíkurborgar gott ef rétt reynist Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram. 27. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48
Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49
Tilboð Reykjavíkurborgar gott ef rétt reynist Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram. 27. febrúar 2020 19:30