27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 10:00 Eiður Smári Guðjohsen og Adrian Mutu. Samsett/Getty Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. 12. ágúst 2003 borgaði Chelsea ítalska félaginu Parma 22,5 milljónir evra fyrir rúmenska framherjann Adrian Mutu og hann gerði fimm ára samning við Chelsea. Rússinn Roman Abramovich var nýbúinn að eignast Chelsea og dældi strax peningum inn í félagið. Adrian Mutu byrjaði frábærlega með Chelsea liðinu, skoraði sigurmark í fyrsta leik og alls fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Chelsea. Eiður Smári hafði skorað tíu deildarmörk tímabilið á undan en var kominn á bekkinn í fyrsta leik Mutu. Eiður Smári var aðeins fjórum sinnum í byrjunarliðinu í nítján deildarleikjum fram að áramótum. Adrian Mutu skoraði hins vegar aðeins 2 mörk í síðustu 22 leikjum sínum á leiktíðinni og var orðin algjör aukaleikari undir loka tímabilsins. Á sama tíma var Eiður Smári aftur orðinn fastagestur í Chelsea liðinu. Eiði Smára tókst að standast samkeppnina og gott betur. Adrian Mutu og Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Chelsra á móti Arsenal.Getty/Mike Egerton Mótlætið fór greinilega illa í Adrian Mutu og í september 2004 þá var hann dæmdur í sjö mánaða bann eftir að kókaín fannst í blóði hans í lyfjaprófi. Mutu lenti síðan upp á kant við knattspyrnustjórann Jose Mourinho og Chelsea sagði á endanum upp samningnum við hann eftir að upp komst um kókaíneysluna. Adrian Mutu fór til Juventus og þaðan til Fiorentina þar sem hann átti sín bestu ár. Adrian Mutu lék einnig stórt hlutverk með rúmenska landsliðinu og er markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi ásamt Gheorghe Hagi. Eiður Smári Guðjohnsen upplifði aftur á móti sína skemmtilegustu tíma á Brúnni eftir þetta því hann varð tvisvar sinnum enskur meistari með Chelsea áður en félagið seldi hann til spænska stórliðsins Barcelona haustið 2006. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. Adrian Mutu fagnar Eiði Smári Guðjohnsen.Getty/ Tony Marshall EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira
Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. 12. ágúst 2003 borgaði Chelsea ítalska félaginu Parma 22,5 milljónir evra fyrir rúmenska framherjann Adrian Mutu og hann gerði fimm ára samning við Chelsea. Rússinn Roman Abramovich var nýbúinn að eignast Chelsea og dældi strax peningum inn í félagið. Adrian Mutu byrjaði frábærlega með Chelsea liðinu, skoraði sigurmark í fyrsta leik og alls fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Chelsea. Eiður Smári hafði skorað tíu deildarmörk tímabilið á undan en var kominn á bekkinn í fyrsta leik Mutu. Eiður Smári var aðeins fjórum sinnum í byrjunarliðinu í nítján deildarleikjum fram að áramótum. Adrian Mutu skoraði hins vegar aðeins 2 mörk í síðustu 22 leikjum sínum á leiktíðinni og var orðin algjör aukaleikari undir loka tímabilsins. Á sama tíma var Eiður Smári aftur orðinn fastagestur í Chelsea liðinu. Eiði Smára tókst að standast samkeppnina og gott betur. Adrian Mutu og Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Chelsra á móti Arsenal.Getty/Mike Egerton Mótlætið fór greinilega illa í Adrian Mutu og í september 2004 þá var hann dæmdur í sjö mánaða bann eftir að kókaín fannst í blóði hans í lyfjaprófi. Mutu lenti síðan upp á kant við knattspyrnustjórann Jose Mourinho og Chelsea sagði á endanum upp samningnum við hann eftir að upp komst um kókaíneysluna. Adrian Mutu fór til Juventus og þaðan til Fiorentina þar sem hann átti sín bestu ár. Adrian Mutu lék einnig stórt hlutverk með rúmenska landsliðinu og er markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi ásamt Gheorghe Hagi. Eiður Smári Guðjohnsen upplifði aftur á móti sína skemmtilegustu tíma á Brúnni eftir þetta því hann varð tvisvar sinnum enskur meistari með Chelsea áður en félagið seldi hann til spænska stórliðsins Barcelona haustið 2006. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. Adrian Mutu fagnar Eiði Smári Guðjohnsen.Getty/ Tony Marshall
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira
29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00
28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00