Kanadamenn hætta brátt að borga reikninginn vegna öryggisgæslunnar Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2020 08:02 Þau Harry og Meghan munu formlega hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar síðasta dag marsmánaðar. Getty Kanadamenn munu brátt hætta að borga fyrir þá öryggisgæslu sem fylgir veru hertogans og hertogaynjunnar af Sussex í landinu. Stjórnvöld í Kanada greindu frá því í gær að yfirvöld þar í landi muni senn hætta að sjá þeim Harry og Meghan fyrir öryggisgæslu í takt við breytt hlutverk þeirra. Kanadamenn hafa séð þeim og greitt fyrir öryggisgæslu frá því að hjónin fluttu til landsins í nóvember síðastliðinn, en þegar greint var frá ákvörðun þeirra að hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar í janúar síðastliðinn vöknuðu spurningar um hverjir myndu sjá þeim fyrir öryggisgæslu. Hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, verið þráspurður af fjölmiðlum um hvernig málum verði háttað. Harry og Meghan munu formlega láta af stöðu sinni í framlínu konungsfjölskyldunnar síðasta dag marsmánaðar. Munu þau þá hætta að sinna verkefnum í nafni hennar hátignar, en fyrirkomulagið verður endurskoðað að ári. Í frétt BBC segir að ekki sé ljóst á þessu stigi hvernig fyrirkomulagið verður varðandi öryggisgæslu þeirra hjóna. Harry og Meghan hafa sagst ætla að verja tíma sínum bæði í Bretlandi og Norður-Ameríku en þau stefna að því að koma á fót góðgerðarstofnun í sínu nafni. Hafa deilur staðið um hvort að þau megi nota orðið „royal“ (í. konunglegur) í markaðssetningu og á samfélagsmiðlum. Þau Harry og Meghan hafa notast við vörumerkið „SussexRoyal“ á samfélagsmiðlum, en má nú ljóst vera að þau munu losa sig við orðið sem deilurnar standa um. Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan munu hætta að nota vörumerkið SussexRoyal Hertoginn og hertogaynjan af Sussex munu hætta að notast við vörumerkið "SussexRoyal“ á vordögum. 22. febrúar 2020 09:22 Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21 Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35 Vill bara vera kallaður Harry hér eftir Harry Bretaprins bað gesti á ferðaþjónusturáðstefnu í Edinborg í Skotlandi í gær að kalla sig „bara Harry“. 27. febrúar 2020 07:37 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Kanadamenn munu brátt hætta að borga fyrir þá öryggisgæslu sem fylgir veru hertogans og hertogaynjunnar af Sussex í landinu. Stjórnvöld í Kanada greindu frá því í gær að yfirvöld þar í landi muni senn hætta að sjá þeim Harry og Meghan fyrir öryggisgæslu í takt við breytt hlutverk þeirra. Kanadamenn hafa séð þeim og greitt fyrir öryggisgæslu frá því að hjónin fluttu til landsins í nóvember síðastliðinn, en þegar greint var frá ákvörðun þeirra að hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar í janúar síðastliðinn vöknuðu spurningar um hverjir myndu sjá þeim fyrir öryggisgæslu. Hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, verið þráspurður af fjölmiðlum um hvernig málum verði háttað. Harry og Meghan munu formlega láta af stöðu sinni í framlínu konungsfjölskyldunnar síðasta dag marsmánaðar. Munu þau þá hætta að sinna verkefnum í nafni hennar hátignar, en fyrirkomulagið verður endurskoðað að ári. Í frétt BBC segir að ekki sé ljóst á þessu stigi hvernig fyrirkomulagið verður varðandi öryggisgæslu þeirra hjóna. Harry og Meghan hafa sagst ætla að verja tíma sínum bæði í Bretlandi og Norður-Ameríku en þau stefna að því að koma á fót góðgerðarstofnun í sínu nafni. Hafa deilur staðið um hvort að þau megi nota orðið „royal“ (í. konunglegur) í markaðssetningu og á samfélagsmiðlum. Þau Harry og Meghan hafa notast við vörumerkið „SussexRoyal“ á samfélagsmiðlum, en má nú ljóst vera að þau munu losa sig við orðið sem deilurnar standa um.
Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan munu hætta að nota vörumerkið SussexRoyal Hertoginn og hertogaynjan af Sussex munu hætta að notast við vörumerkið "SussexRoyal“ á vordögum. 22. febrúar 2020 09:22 Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21 Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35 Vill bara vera kallaður Harry hér eftir Harry Bretaprins bað gesti á ferðaþjónusturáðstefnu í Edinborg í Skotlandi í gær að kalla sig „bara Harry“. 27. febrúar 2020 07:37 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Harry og Meghan munu hætta að nota vörumerkið SussexRoyal Hertoginn og hertogaynjan af Sussex munu hætta að notast við vörumerkið "SussexRoyal“ á vordögum. 22. febrúar 2020 09:22
Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21
Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35
Vill bara vera kallaður Harry hér eftir Harry Bretaprins bað gesti á ferðaþjónusturáðstefnu í Edinborg í Skotlandi í gær að kalla sig „bara Harry“. 27. febrúar 2020 07:37