Akfeit ugla send í megrun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2020 10:54 Uglan bústna. Mynd/Uglusetur Suffolk. Það getur verið erfitt að standast freistingar og svo virðist sem það eigi ekki síður við uglur en menn ef marka má nýlegt dæmi frá Bretlandi. Þar fannst ugla í skurði sem átti erfitt með að hefja sig á loft. Þeir sem fundu ugluna töldu hana vera slasaða en uglan var blaut og hrakin. Var henni í snarhasti komið til uglusetursins í Suffolk í austurhluta Englands. Eftir búið var að hlúa að uglunni, þurrka hana og hugsa vel um kom í ljós að henni gekk afar illa að fljúga. Því næst var athugað hvort uglan hafi verið gæludýr en svo reyndist ekki vera, í það minnsta fúlsaði hún við þekktum fuglamat sem gæludýrum í fljúgandi formi er jafnan gefið. „Við rannsökuðum hana í bak og fyrir og komumst að því að það var ekkert að henni nema það að hún var alveg í einstakri yfirvigt. Hín var mjög, mjög bústin og blaut,“ sagði Rufus Samkin í samtali við CNN sem fjallaði um raunir hinnar akfeitu uglu. Sagði hann að þekkt væri að uglur ættu erfitt með að fljúga væru þær of blautar en að þessi tiltekna hafi ekki getað flogið, óháð því hvort hún væri blaut eða þurr. „Hún var þriðjungi þyngri en hin venjulega ugla sem kemur hingað, þannig að hún var umtalsvert stærri,“ að sögn Samkin sem bætti við að mikil fita hafði safnast saman á kvið uglunnar og á læri hennar. En hvað var það sem olli því að uglan var svona bústin? „Þegar við könnuðum málið nánar þá kom í ljós að þar sem hún fannst var allt morandi í villtum músum. Þetta hefur verið gott ár fyrir ránfugla og þannig að ég tel að að hún hafi bara einfaldlega látið of mikið eftir sér, orðið mjög feit þannig að hún festist í skurðinumi og gat ekki flogið,“ sagði Samkin. Allt er þó gott sem endar vel. Uglan var sett á tveggja vikna megrunarkúr áður en að henni var sleppt á nýjan leik. Bretland Dýr Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Það getur verið erfitt að standast freistingar og svo virðist sem það eigi ekki síður við uglur en menn ef marka má nýlegt dæmi frá Bretlandi. Þar fannst ugla í skurði sem átti erfitt með að hefja sig á loft. Þeir sem fundu ugluna töldu hana vera slasaða en uglan var blaut og hrakin. Var henni í snarhasti komið til uglusetursins í Suffolk í austurhluta Englands. Eftir búið var að hlúa að uglunni, þurrka hana og hugsa vel um kom í ljós að henni gekk afar illa að fljúga. Því næst var athugað hvort uglan hafi verið gæludýr en svo reyndist ekki vera, í það minnsta fúlsaði hún við þekktum fuglamat sem gæludýrum í fljúgandi formi er jafnan gefið. „Við rannsökuðum hana í bak og fyrir og komumst að því að það var ekkert að henni nema það að hún var alveg í einstakri yfirvigt. Hín var mjög, mjög bústin og blaut,“ sagði Rufus Samkin í samtali við CNN sem fjallaði um raunir hinnar akfeitu uglu. Sagði hann að þekkt væri að uglur ættu erfitt með að fljúga væru þær of blautar en að þessi tiltekna hafi ekki getað flogið, óháð því hvort hún væri blaut eða þurr. „Hún var þriðjungi þyngri en hin venjulega ugla sem kemur hingað, þannig að hún var umtalsvert stærri,“ að sögn Samkin sem bætti við að mikil fita hafði safnast saman á kvið uglunnar og á læri hennar. En hvað var það sem olli því að uglan var svona bústin? „Þegar við könnuðum málið nánar þá kom í ljós að þar sem hún fannst var allt morandi í villtum músum. Þetta hefur verið gott ár fyrir ránfugla og þannig að ég tel að að hún hafi bara einfaldlega látið of mikið eftir sér, orðið mjög feit þannig að hún festist í skurðinumi og gat ekki flogið,“ sagði Samkin. Allt er þó gott sem endar vel. Uglan var sett á tveggja vikna megrunarkúr áður en að henni var sleppt á nýjan leik.
Bretland Dýr Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira