Gengu í það heilaga á Bókasafni Kópavogs: „Okkur líður vel í kringum bækur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2020 11:30 Einstök athöfn í Kópavoginum. „Við trúum augljóslega ekki á guð en okkur langaði að gifta okkur á stað sem er skemmtilegur,“ segir Ragnheiður Ásta Karlsdóttir sem gekk að eiga Viktor Alex Brynjarsson á Bókasafni Kópavogs á laugardaginn. Helga Einarsdóttir athafnastjóri hjá Siðmennt gaf brúðhjónin saman en hún er einnig starfsmaður bókasafnsins. „Okkur datt þessi staðsetning í hug og með tímanum urðum við alltaf meira og meira skotin í þessari hugmynd. Við prófuðum að senda þeim tölvupóst og þeim leist rosalega vel á þetta. Af öllum stöðunum sem okkar datt í hug var þetta svona besta hugmyndin. Okkur líður vel í kringum bækur, erum bæði úr Kópavoginum og ég var rosalega mikið á bókasafninu þegar ég var lítil. Þetta var líka bara aðeins öðruvísi.“ Ragnheiður er heldur betur sátt við þessa ákvörðun þeirra hjóna. „Þetta var betra en við gátum ímyndað okkur og var bara allt sem við vildum og meira. Við sjáum ekki eftir þessari ákvörðun í eitt augnablik og þetta var það besta sem við gátum gert.“ Óboðinn gestur grét Hjónin létu pússa sig saman á 1. hæð bókasafnsins og voru 130 gestir mættir í athöfnina. „Það voru svona 110 á okkar vegum og síðan voru þarna bara venjulegir gestir bókasafnsins. Þegar við gengum út eftir athöfnina kom strax til okkar fólk og var að segja að þetta hefði verið svo fallegt og flott athöfn. Ein stelpa sagðist hafa verið upp á svölum að hlusta og hafi farið að gráta. Hún sagði að þetta hafi verið fyrsta brúðkaupið sem hún hafi verið viðstödd í og henni hafi ekki einu sinni verið boðið.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem óskað hefur verið eftir því að fá að gifta sig á bókasafninu en brúðhjónin eru bæði tölvunarfræðingar og voru mikið á safninu þegar þau voru yngri. Kópavogur Tímamót Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Sjá meira
„Við trúum augljóslega ekki á guð en okkur langaði að gifta okkur á stað sem er skemmtilegur,“ segir Ragnheiður Ásta Karlsdóttir sem gekk að eiga Viktor Alex Brynjarsson á Bókasafni Kópavogs á laugardaginn. Helga Einarsdóttir athafnastjóri hjá Siðmennt gaf brúðhjónin saman en hún er einnig starfsmaður bókasafnsins. „Okkur datt þessi staðsetning í hug og með tímanum urðum við alltaf meira og meira skotin í þessari hugmynd. Við prófuðum að senda þeim tölvupóst og þeim leist rosalega vel á þetta. Af öllum stöðunum sem okkar datt í hug var þetta svona besta hugmyndin. Okkur líður vel í kringum bækur, erum bæði úr Kópavoginum og ég var rosalega mikið á bókasafninu þegar ég var lítil. Þetta var líka bara aðeins öðruvísi.“ Ragnheiður er heldur betur sátt við þessa ákvörðun þeirra hjóna. „Þetta var betra en við gátum ímyndað okkur og var bara allt sem við vildum og meira. Við sjáum ekki eftir þessari ákvörðun í eitt augnablik og þetta var það besta sem við gátum gert.“ Óboðinn gestur grét Hjónin létu pússa sig saman á 1. hæð bókasafnsins og voru 130 gestir mættir í athöfnina. „Það voru svona 110 á okkar vegum og síðan voru þarna bara venjulegir gestir bókasafnsins. Þegar við gengum út eftir athöfnina kom strax til okkar fólk og var að segja að þetta hefði verið svo fallegt og flott athöfn. Ein stelpa sagðist hafa verið upp á svölum að hlusta og hafi farið að gráta. Hún sagði að þetta hafi verið fyrsta brúðkaupið sem hún hafi verið viðstödd í og henni hafi ekki einu sinni verið boðið.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem óskað hefur verið eftir því að fá að gifta sig á bókasafninu en brúðhjónin eru bæði tölvunarfræðingar og voru mikið á safninu þegar þau voru yngri.
Kópavogur Tímamót Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Sjá meira