Stjórn Sorpu samþykki 600 milljóna viðbótarlántöku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 11:46 Ýmsar athugasemdir voru gerðar við stjórnarhætti Sorpu í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Vísir/vilhelm Stjórn Sorpu kynnti erfiða fjárhagsstöðu byggðasamlagsins og fyrirhugaðar aðgerðir til að bregðast við henni á fundi með kjörnum fulltrúum í morgun. Sérfræðingar sem unnið hafa að greiningu á fjárhag fyrirtækisins hafa varpað ljósi á uppsafnaðan fjármögnunarvanda vegna yfirstandandi stórframkvæmda sem stjórn hafði ekki áður verið kunnugt um. Líkt og kunnugt er var framkvæmdastjóra Sorpu sagt upp eftir að í ljós kom eftir athugun innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar að kostnaður við gerð nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar hafi verið stórlega vanáætlaður.Sjá einnig: Björn rekinn frá Sorpu Helgi Þór Ingason var ráðinn tímabundið í starf framkvæmdastjóra og honum falið að leiða endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins. Kjörnum fulltrúum allra þeirra sveitarfélaga sem mynda eigendahóp Sorpu var boðið á til fundar í morgun þar sem fyrirhugaðar aðgerðir voru kynntar. „Það er lagt til að stjórnin samþykki viðauka við fjárhagsáætlun sem feli í sér heimild til lántöku, skammtímalántöku, upp á 600 milljónir til viðbótar við þessar 500 milljónir sem þegar er heimild fyrir,“ segir Helgi Þór. Þetta sé gert til þess að bregðast við sjóðstreymisvanda sem að uppi er á næstu vikum. Hann kveðst ekki eiga von á öðru en að sveitarfélögin samþykki að verða við þessari bón. „Ég gat ekki fundið annað en góðan skilning og góða samstöðu á þessum fundi þannig að ég á von á því já,“ segir Helgi Þór. Þá verður ráðist í heildarendurskoðun á rekstri og fjármögnun fyrirtækisins og er stefnt að því að áætlanir þar að lútandi muni liggja fyrir í lok maí. „Stóra málið hér er að fyrirtækið er að glíma við afskaplega stór og mikil verkefni sem að eru nýbreytni í starfsemi þessa félags og það hefur komið á daginn að það var ekki búið að loka fjármögnun þeirra að fullu,“ segir Helgi Þór. Þá hyggst stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skipa starfshóp sem falið verður að gera ítarlega úttekt til að varpa ljósi á hvað kann að skýra þá stöðu sem upp er komin. Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. 26. janúar 2020 13:30 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39 Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37 Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Sjá meira
Stjórn Sorpu kynnti erfiða fjárhagsstöðu byggðasamlagsins og fyrirhugaðar aðgerðir til að bregðast við henni á fundi með kjörnum fulltrúum í morgun. Sérfræðingar sem unnið hafa að greiningu á fjárhag fyrirtækisins hafa varpað ljósi á uppsafnaðan fjármögnunarvanda vegna yfirstandandi stórframkvæmda sem stjórn hafði ekki áður verið kunnugt um. Líkt og kunnugt er var framkvæmdastjóra Sorpu sagt upp eftir að í ljós kom eftir athugun innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar að kostnaður við gerð nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar hafi verið stórlega vanáætlaður.Sjá einnig: Björn rekinn frá Sorpu Helgi Þór Ingason var ráðinn tímabundið í starf framkvæmdastjóra og honum falið að leiða endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins. Kjörnum fulltrúum allra þeirra sveitarfélaga sem mynda eigendahóp Sorpu var boðið á til fundar í morgun þar sem fyrirhugaðar aðgerðir voru kynntar. „Það er lagt til að stjórnin samþykki viðauka við fjárhagsáætlun sem feli í sér heimild til lántöku, skammtímalántöku, upp á 600 milljónir til viðbótar við þessar 500 milljónir sem þegar er heimild fyrir,“ segir Helgi Þór. Þetta sé gert til þess að bregðast við sjóðstreymisvanda sem að uppi er á næstu vikum. Hann kveðst ekki eiga von á öðru en að sveitarfélögin samþykki að verða við þessari bón. „Ég gat ekki fundið annað en góðan skilning og góða samstöðu á þessum fundi þannig að ég á von á því já,“ segir Helgi Þór. Þá verður ráðist í heildarendurskoðun á rekstri og fjármögnun fyrirtækisins og er stefnt að því að áætlanir þar að lútandi muni liggja fyrir í lok maí. „Stóra málið hér er að fyrirtækið er að glíma við afskaplega stór og mikil verkefni sem að eru nýbreytni í starfsemi þessa félags og það hefur komið á daginn að það var ekki búið að loka fjármögnun þeirra að fullu,“ segir Helgi Þór. Þá hyggst stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skipa starfshóp sem falið verður að gera ítarlega úttekt til að varpa ljósi á hvað kann að skýra þá stöðu sem upp er komin.
Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. 26. janúar 2020 13:30 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39 Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37 Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Sjá meira
Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. 26. janúar 2020 13:30
Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49
Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39
Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37
Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42