Braut á þrettán ára stúlku í tjaldi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2020 10:30 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Rakel Ósk Héraðsdómur Reykjavíkur hefur frestað ákvörðun refsingar gagnvart karlmanni sem sakfelldur var fyrir brot gegn þrettán ára stúlki í tjaldi. Maðurinn var á sautjánda aldursári þegar brotið var framið. Refsingin fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins. Umrætt brot var framið í ágúst árið 2013 á ótilgreindu tjaldsvæði en maðurinn var ákærður fyrir brotið á síðasta ári, sex árum eftir að það var framið. Var manninum gefið að sök að hafa afhent stúlkunni áfengi, látið hana hafa munnmök við sig og stungið fingri í leggöng hennar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að rannsókn málsins hafi hafist árið 2017 þegar stúlkan greindi félagsráðgjafa frá tveimur kynferðisbrotum sem hún hafði mátt þola, þar af því sem er til umfjöllunar hér. Deilt um hvort að hann hafi vitað aldur stúlkunnar Málavextir voru þannig að hinn sakfelldi var með félögum sínum á tjaldsvæðinu þegar þeir hittu hóp af stelpum, þar með talið brotaþolann. Sátu drengirnir við drykkju og æxluðust mál þannig að hann og stúlkan enduðu saman í tjaldi. Greindi þeim á hvað gerðist í tjaldinu. Stúlkan sagði hann hafa látið hana hafa munnmök við sig gegn vilja hennar, hún hafi frosið og ekki þorað að segja neitt. Hann hafi svo stungið einum fingri í leggöng hennar. Þegar sími hennar hringdi hafi hún hlaupið út úr tjaldinu. Maðurinn vildi hins vegar meina að það sem hefði gerst í tjaldinu hafi verið með hennar vilja. Hann hafi hins vegar hætt þegar félagi hans kallaði inn í tjaldið hvort að hann vissi hvað stúlkan væri gömul. Hann hafði talið að hún væri ári yngri en hann. Fyrir dómi var framburður vitna í málinu metin svo að maðurinn hafi vitað hvað stúlkan var gömul, áður en að þau fóru saman inn í tjaldið. Því væri framburður hans um annað ekki metinn trúverðugur. Var það álit dómsins að manninum hafi hlotið að vera ljóst að stúlkan væri á fjórtánda aldursári, eða í það minnsta látið sér það í léttu rúmi liggja og var hann því sakfelldur fyrir að brotið gegn stúlkunni. Var hann þó sýknaður af því að hafa gefið henni áfengi. Margt metið til refsilækkunar Við ákvörðun refsingar leit héraðsdómur til þess að svipað þroskastig hafi verið með þeim þegar brotið var framið en drengurinn var sem fyrr segir á sautjánda aldursári. Var það, ásamt ungum aldri hans þegar brotið var framið, metið honum til refsilækkunar. Auk þess var litið til þess að langur tími leið frá því að brotið var framið þangað til að ákæra var gefin út, eða sex ár. Ákvað Héraðsdómur því að fresta ákvörðun refsingar haldi maðurinn almennt skilorð næstu tvö árin. Þá þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 400.000 krónur í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur frestað ákvörðun refsingar gagnvart karlmanni sem sakfelldur var fyrir brot gegn þrettán ára stúlki í tjaldi. Maðurinn var á sautjánda aldursári þegar brotið var framið. Refsingin fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins. Umrætt brot var framið í ágúst árið 2013 á ótilgreindu tjaldsvæði en maðurinn var ákærður fyrir brotið á síðasta ári, sex árum eftir að það var framið. Var manninum gefið að sök að hafa afhent stúlkunni áfengi, látið hana hafa munnmök við sig og stungið fingri í leggöng hennar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að rannsókn málsins hafi hafist árið 2017 þegar stúlkan greindi félagsráðgjafa frá tveimur kynferðisbrotum sem hún hafði mátt þola, þar af því sem er til umfjöllunar hér. Deilt um hvort að hann hafi vitað aldur stúlkunnar Málavextir voru þannig að hinn sakfelldi var með félögum sínum á tjaldsvæðinu þegar þeir hittu hóp af stelpum, þar með talið brotaþolann. Sátu drengirnir við drykkju og æxluðust mál þannig að hann og stúlkan enduðu saman í tjaldi. Greindi þeim á hvað gerðist í tjaldinu. Stúlkan sagði hann hafa látið hana hafa munnmök við sig gegn vilja hennar, hún hafi frosið og ekki þorað að segja neitt. Hann hafi svo stungið einum fingri í leggöng hennar. Þegar sími hennar hringdi hafi hún hlaupið út úr tjaldinu. Maðurinn vildi hins vegar meina að það sem hefði gerst í tjaldinu hafi verið með hennar vilja. Hann hafi hins vegar hætt þegar félagi hans kallaði inn í tjaldið hvort að hann vissi hvað stúlkan væri gömul. Hann hafði talið að hún væri ári yngri en hann. Fyrir dómi var framburður vitna í málinu metin svo að maðurinn hafi vitað hvað stúlkan var gömul, áður en að þau fóru saman inn í tjaldið. Því væri framburður hans um annað ekki metinn trúverðugur. Var það álit dómsins að manninum hafi hlotið að vera ljóst að stúlkan væri á fjórtánda aldursári, eða í það minnsta látið sér það í léttu rúmi liggja og var hann því sakfelldur fyrir að brotið gegn stúlkunni. Var hann þó sýknaður af því að hafa gefið henni áfengi. Margt metið til refsilækkunar Við ákvörðun refsingar leit héraðsdómur til þess að svipað þroskastig hafi verið með þeim þegar brotið var framið en drengurinn var sem fyrr segir á sautjánda aldursári. Var það, ásamt ungum aldri hans þegar brotið var framið, metið honum til refsilækkunar. Auk þess var litið til þess að langur tími leið frá því að brotið var framið þangað til að ákæra var gefin út, eða sex ár. Ákvað Héraðsdómur því að fresta ákvörðun refsingar haldi maðurinn almennt skilorð næstu tvö árin. Þá þarf maðurinn að greiða fórnarlambinu 400.000 krónur í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?