Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Stefán Ó. Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 23. febrúar 2020 15:45 Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku. Vísir/vilhelm Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku vegna yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Í fjölda grunnskóla borgarinnar einkenndist síðasta vika af lokunum og svokölluðu veltukerfi, þar sem hluti skólabarna þurfti að sitja heima meðan skólastofur þeirra voru ekki þrifnar. Örn Halldórsson er skólastjóri Grandaskóla, en þar koma bekkjardeildir í skólann tvo daga í hverri skorpu. Börnunum býðst þó áfram að hreyfa sig. Reglulega sund- og íþróttakennsla fer fram samkvæmt stundatöflu, án þess þó að gerð sé krafa um mætingu. „Það er bara samkvæmt stundatöflunni þeirra. Ef að þú áttir tíma klukkan 10:10 þá kannski getur þú komið í íþróttatíma og átt þar 70 mínútur og svo þarftu bara að fara heim aftur.“ Þá er hætt við að Öskudagurinn næstkomandi miðvikudag sé í uppnámi, sem Örn segir börnin hafa miklar áhyggjur af. „Það er mikill tilbreytingardagur í skólastarfinu en það er hætt við að það sé í miklu uppnámi, við jafnvel sjáum ekki fyrir það að geta haldið því úti. Það verða bara hefðbundnir skóladagar fyrir þá sem mæta þann dag.“ Fleiri skólar standa frammi fyrir röskun á skólastarfi í næstu viku. Þannig mun aðeins 10. bekkur Réttarholtsskóla mæta í skólann mánudag fram á miðvikudag og þá sjá stjórnendur Hamraskóla og Vogaskóla einnig fram á að þurfa að taka upp veltukerfi frá og með þriðjudegi. Þá eru ótalin áhrif verkfallsins á starfsemi allra 63 leikskóla borgarinnar. Sumum þeirra hefur verið lokað á meðan aðrir geta aðeins haldið úti lágmarksþjónustu. Fjölmörg foreldrafélög á leikskólum hafa sent frá sér áskoranir á Eflingu og borgina að leysa deiluna, en þeim hefur ekki orðið að ósk sinni. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni, en samninganefndirnar funduðu síðast á miðvikudag. Örn segist vona að deilan leysist sem fyrst. „Heitt og innilega, við þurfum ekki að hugsa til þess,“ segir Örn Halldórsson, skólastjóri Grandaskóla. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Efling sleit viðræðunum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær . 22. febrúar 2020 14:16 Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku vegna yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Í fjölda grunnskóla borgarinnar einkenndist síðasta vika af lokunum og svokölluðu veltukerfi, þar sem hluti skólabarna þurfti að sitja heima meðan skólastofur þeirra voru ekki þrifnar. Örn Halldórsson er skólastjóri Grandaskóla, en þar koma bekkjardeildir í skólann tvo daga í hverri skorpu. Börnunum býðst þó áfram að hreyfa sig. Reglulega sund- og íþróttakennsla fer fram samkvæmt stundatöflu, án þess þó að gerð sé krafa um mætingu. „Það er bara samkvæmt stundatöflunni þeirra. Ef að þú áttir tíma klukkan 10:10 þá kannski getur þú komið í íþróttatíma og átt þar 70 mínútur og svo þarftu bara að fara heim aftur.“ Þá er hætt við að Öskudagurinn næstkomandi miðvikudag sé í uppnámi, sem Örn segir börnin hafa miklar áhyggjur af. „Það er mikill tilbreytingardagur í skólastarfinu en það er hætt við að það sé í miklu uppnámi, við jafnvel sjáum ekki fyrir það að geta haldið því úti. Það verða bara hefðbundnir skóladagar fyrir þá sem mæta þann dag.“ Fleiri skólar standa frammi fyrir röskun á skólastarfi í næstu viku. Þannig mun aðeins 10. bekkur Réttarholtsskóla mæta í skólann mánudag fram á miðvikudag og þá sjá stjórnendur Hamraskóla og Vogaskóla einnig fram á að þurfa að taka upp veltukerfi frá og með þriðjudegi. Þá eru ótalin áhrif verkfallsins á starfsemi allra 63 leikskóla borgarinnar. Sumum þeirra hefur verið lokað á meðan aðrir geta aðeins haldið úti lágmarksþjónustu. Fjölmörg foreldrafélög á leikskólum hafa sent frá sér áskoranir á Eflingu og borgina að leysa deiluna, en þeim hefur ekki orðið að ósk sinni. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni, en samninganefndirnar funduðu síðast á miðvikudag. Örn segist vona að deilan leysist sem fyrst. „Heitt og innilega, við þurfum ekki að hugsa til þess,“ segir Örn Halldórsson, skólastjóri Grandaskóla.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Efling sleit viðræðunum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær . 22. febrúar 2020 14:16 Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Efling sleit viðræðunum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær . 22. febrúar 2020 14:16
Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11
Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15
Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent