Leik Berglindar frestað vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar á Ítalíu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. febrúar 2020 12:13 Berglind Björg Þorvaldsdóttir er markahrókur. vísir/Getty Íslensk knattspyrnukona sem leikur með ítalska liðinu AC Mílan segir að þungt sé yfir fólki vegna kórónaveirunnar Covid-19 . Leik sem liðið átti að spila í morgun var frestað vegna veirunnar en leikmenn mega ekki yfirgefa húsnæði sín í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur með ítalska liðinu AC Mílan. Í morgun var leik liðsins gegn Fiorentina frestað vegna kórónaveirunnar Covid-19. „Þegar við vöknuðum í morgun fengum við þau skilaboð að leik karlanna hafi verið aflýst og svo sömuleiðis okkar leik. Dagurinn byrjaði bara þannig,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Leikmenn hafa fengið þau skilaboð að halda sig innandyra í dag. „Við fengum plan sem við áttum að fylgja eftir. Við megum ekki fara út eða fara út að borða eða neitt. Við eigum að halda okkur innandyra í dag og svo verður talað betur við okkur á morgun,“ sagði Berglind. Hún segir þungt yfir fólki vegna ástandsins á Ítalíu. „Það voru allir frekar smeykir í morgun þegar við fengum þessar fréttir. Svo lásum við greinar á netinu um að tveir hafi látist á Ítalíu í gær vegna veirunnar þannig það er ekki létt yfir fólkinu en ekkert til að panikka yfir,“ sagði Berglind. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu til þessa. Forsætisráðherra landsins kynnti áætlunina í gærkvöldi eftir að staðfest var að 79 hafi smitast af veirunni í landinu og tveir látist. Ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Langbarða- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Íslendingar erlendis Ítalía Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Íslensk knattspyrnukona sem leikur með ítalska liðinu AC Mílan segir að þungt sé yfir fólki vegna kórónaveirunnar Covid-19 . Leik sem liðið átti að spila í morgun var frestað vegna veirunnar en leikmenn mega ekki yfirgefa húsnæði sín í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur með ítalska liðinu AC Mílan. Í morgun var leik liðsins gegn Fiorentina frestað vegna kórónaveirunnar Covid-19. „Þegar við vöknuðum í morgun fengum við þau skilaboð að leik karlanna hafi verið aflýst og svo sömuleiðis okkar leik. Dagurinn byrjaði bara þannig,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Leikmenn hafa fengið þau skilaboð að halda sig innandyra í dag. „Við fengum plan sem við áttum að fylgja eftir. Við megum ekki fara út eða fara út að borða eða neitt. Við eigum að halda okkur innandyra í dag og svo verður talað betur við okkur á morgun,“ sagði Berglind. Hún segir þungt yfir fólki vegna ástandsins á Ítalíu. „Það voru allir frekar smeykir í morgun þegar við fengum þessar fréttir. Svo lásum við greinar á netinu um að tveir hafi látist á Ítalíu í gær vegna veirunnar þannig það er ekki létt yfir fólkinu en ekkert til að panikka yfir,“ sagði Berglind. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu til þessa. Forsætisráðherra landsins kynnti áætlunina í gærkvöldi eftir að staðfest var að 79 hafi smitast af veirunni í landinu og tveir látist. Ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Langbarða- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima.
Íslendingar erlendis Ítalía Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46