Ungum fíklum fækkað en vandi þeirra að aukast Kristín Ólafsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 22. febrúar 2020 22:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Vísir/baldur Ungmennum sem leita á Vog vegna vímuefnavanda hefur fækkað en neyslan verður stöðugt alvarlegri. Yfirlæknir á Vogi segir að grípa þurfi fyrr inn í aðstæður hjá áhættuhópum. Ef litið er á þróun innlagna á sjúkrahúsið vog má sjá að allt frá árinu 2000 hefur unglingum sem þangað leita fækkað umtalsvert og bera bráðabirgðatölur frá síðasta ári með sér að þeir hafa ekki verið færri síðan um miðjan níunda áratuginn. „Ég myndi svo sannarlega segja að það sé jákvæð þróun. Að minnsta kosti er vandinn minni í þessum stóra hópi, þó svo að í þessum litla hópi sem þarf að koma í meðferð, þá er hann alvarlegri. Og það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Unglingarnir neyti harðari efna. „Yfir þrjátíu prósent þeirra eru að sprauta vímuefnum í æð, til dæmis. Við sjáum meiri aukningu á örvandi efnum.“ Dauðsföllum unglinga vegna vímuefnaneyslu fer jafnframt fjölgandi „Og það höfum við séð síðustu árin og því miður, ef við skoðum bara þá sem hafa komið til okkar, þá eiga þeir stóran hluta af dauðsföllum þeirra sem deyja svona ungir. Þessi sjúkdómur sem við erum að meðhöndla er býsna alvarlegur.“ Stöð 2 Harðari neysla ungmenna sem leita á Vog kann að bera með sér þessi hópur búi við alvarlegri félaglegan eða geðrænan vanda „Auðvitað þýðir þetta það að við þurfum kannski að vera ákveðnari í að finna áhættuhópana og grípa inn í fyrr, í skólakerfinu, heilsugæslunni og beina sjónum okkar að þeim sem eru í áhættu fyrst og fremst.“ Hún leggur áherslu á að mikið sé gert fyrir ólögráða börn í vanda, á vettvangi Barnaverndarstofu og SÁÁ. „Og sérstaklega mikið við foreldra og yngri systkini, þetta skiptir allt mjög miklu máli. Við erum með stóran hóp af ungmennum sem koma í eftirfylgni í göngudeild, sem er mjög jákvætt, því það skiptir máli fyrir þau að endurhæfast félagslega líka.“ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Ungmennum sem leita á Vog vegna vímuefnavanda hefur fækkað en neyslan verður stöðugt alvarlegri. Yfirlæknir á Vogi segir að grípa þurfi fyrr inn í aðstæður hjá áhættuhópum. Ef litið er á þróun innlagna á sjúkrahúsið vog má sjá að allt frá árinu 2000 hefur unglingum sem þangað leita fækkað umtalsvert og bera bráðabirgðatölur frá síðasta ári með sér að þeir hafa ekki verið færri síðan um miðjan níunda áratuginn. „Ég myndi svo sannarlega segja að það sé jákvæð þróun. Að minnsta kosti er vandinn minni í þessum stóra hópi, þó svo að í þessum litla hópi sem þarf að koma í meðferð, þá er hann alvarlegri. Og það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Unglingarnir neyti harðari efna. „Yfir þrjátíu prósent þeirra eru að sprauta vímuefnum í æð, til dæmis. Við sjáum meiri aukningu á örvandi efnum.“ Dauðsföllum unglinga vegna vímuefnaneyslu fer jafnframt fjölgandi „Og það höfum við séð síðustu árin og því miður, ef við skoðum bara þá sem hafa komið til okkar, þá eiga þeir stóran hluta af dauðsföllum þeirra sem deyja svona ungir. Þessi sjúkdómur sem við erum að meðhöndla er býsna alvarlegur.“ Stöð 2 Harðari neysla ungmenna sem leita á Vog kann að bera með sér þessi hópur búi við alvarlegri félaglegan eða geðrænan vanda „Auðvitað þýðir þetta það að við þurfum kannski að vera ákveðnari í að finna áhættuhópana og grípa inn í fyrr, í skólakerfinu, heilsugæslunni og beina sjónum okkar að þeim sem eru í áhættu fyrst og fremst.“ Hún leggur áherslu á að mikið sé gert fyrir ólögráða börn í vanda, á vettvangi Barnaverndarstofu og SÁÁ. „Og sérstaklega mikið við foreldra og yngri systkini, þetta skiptir allt mjög miklu máli. Við erum með stóran hóp af ungmennum sem koma í eftirfylgni í göngudeild, sem er mjög jákvætt, því það skiptir máli fyrir þau að endurhæfast félagslega líka.“
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira