Ungt fólk krefst bjartrar framtíðar án mengunar Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2020 18:45 Í dag er ár liðið frá því loftlagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð að fyrirmynd Gretu Thunberg. Vísir/Vilhelm Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. Mörg þeirra óttast framtíðina ef ekkert verði að gert en óska sér bjartrar framtíðar án mengunar. Í dag er ár liðið frá því loftlagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð að fyrirmynd Gretu Thunberg. Að þessu tilefni komu ungmenni saman við Hallgrímskirkju rétt fyrir hádegi í dag og héldu þaðan á Austurvöll þar sem flutt voru ávörp með kröfum um aðgerðir í loftslagsmálum. Námsmannahreyfingar grunn-, framhalds- og háskólanema stendur fyrir mótmælunum. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir þau hafa haft áhrif. „Já ég held að þetta hafi klárlega skilað einhverju. Það er kannski hvað helst almenningsumræðan og vitundarvakningin og við sýnum að ungt fólk er tilbúið til að taka málin í sínar hendur. Markmiðið var auðvitað að krefjast aukinna aðgerða frá stjornvöldum og við eigum eftir að sjá það. Þess vegna verðum við að halda áfram,“ sagði Jóna Þórey í upphafi göngunnar frá Hallgrímskirkju undir baráttukalli göngufólks. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Hvað viljum við? Við viljum aðgerðir. Hvenær? Núna.“ Þetta var fimmtugasti og annar föstudagurinn sem íslensk ungmenni krefjast aðgerða í loftlagsmálum hér á landi en hreyfingin Föstudagur til framtíðar hefur sprottið upp um allan heim. Mörg ungmenni eru skelkuð vegna framtíðarinnar. „Algerlega og við verðum vör við það sérstaklega hér í verkföllunum. En verkföllin eru líka leið fyrir þau til að fá útrás fyrir þennan ótta og sjá að þau eru ekki ein í þessu. Það séu fleiri sem vilji gera eitthvað í málunum,“ segir Jóna Þórey. Brynjar Einarsson nemandi í Háteigsskóla var alveg með það á hreinu hvers konar framtíð unga fólkið vill búa sér. „Við viljum bjarta framtíð. Framtíð sem er ekki menguð. Þar sem við getum lifað án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að við munum deyja af loftslagsbreytingum,“ sagði Brynjar. En þrettán ára félagi hans Jökull Jónsson sem tekið hefur þátt í föstudagsmótmælunum frá upphafi kannast við óttann við hvað framtíðin gæti borið í skauti sér. Hvernig líst þér á framtíðina? „Satt best að segja líst mér ekkert svakaleg vel á hana. Eru svartsýnn? Ég reyni að vera það ekki en það gerist.“ Hvar er stóra mengunin sem Íslendingar geta lagað? „Í rauninni þurfum við bara að reyna að koma kolefnissporinu okkar sem lengst niður og reyna að vera umhverfisvænni,“ segir Jökull Jónsson. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. Mörg þeirra óttast framtíðina ef ekkert verði að gert en óska sér bjartrar framtíðar án mengunar. Í dag er ár liðið frá því loftlagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð að fyrirmynd Gretu Thunberg. Að þessu tilefni komu ungmenni saman við Hallgrímskirkju rétt fyrir hádegi í dag og héldu þaðan á Austurvöll þar sem flutt voru ávörp með kröfum um aðgerðir í loftslagsmálum. Námsmannahreyfingar grunn-, framhalds- og háskólanema stendur fyrir mótmælunum. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir þau hafa haft áhrif. „Já ég held að þetta hafi klárlega skilað einhverju. Það er kannski hvað helst almenningsumræðan og vitundarvakningin og við sýnum að ungt fólk er tilbúið til að taka málin í sínar hendur. Markmiðið var auðvitað að krefjast aukinna aðgerða frá stjornvöldum og við eigum eftir að sjá það. Þess vegna verðum við að halda áfram,“ sagði Jóna Þórey í upphafi göngunnar frá Hallgrímskirkju undir baráttukalli göngufólks. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Hvað viljum við? Við viljum aðgerðir. Hvenær? Núna.“ Þetta var fimmtugasti og annar föstudagurinn sem íslensk ungmenni krefjast aðgerða í loftlagsmálum hér á landi en hreyfingin Föstudagur til framtíðar hefur sprottið upp um allan heim. Mörg ungmenni eru skelkuð vegna framtíðarinnar. „Algerlega og við verðum vör við það sérstaklega hér í verkföllunum. En verkföllin eru líka leið fyrir þau til að fá útrás fyrir þennan ótta og sjá að þau eru ekki ein í þessu. Það séu fleiri sem vilji gera eitthvað í málunum,“ segir Jóna Þórey. Brynjar Einarsson nemandi í Háteigsskóla var alveg með það á hreinu hvers konar framtíð unga fólkið vill búa sér. „Við viljum bjarta framtíð. Framtíð sem er ekki menguð. Þar sem við getum lifað án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að við munum deyja af loftslagsbreytingum,“ sagði Brynjar. En þrettán ára félagi hans Jökull Jónsson sem tekið hefur þátt í föstudagsmótmælunum frá upphafi kannast við óttann við hvað framtíðin gæti borið í skauti sér. Hvernig líst þér á framtíðina? „Satt best að segja líst mér ekkert svakaleg vel á hana. Eru svartsýnn? Ég reyni að vera það ekki en það gerist.“ Hvar er stóra mengunin sem Íslendingar geta lagað? „Í rauninni þurfum við bara að reyna að koma kolefnissporinu okkar sem lengst niður og reyna að vera umhverfisvænni,“ segir Jökull Jónsson.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira