Forsætisráðherra sakaður um morð mætti ekki í réttarsal og lögregla stendur á gati Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2020 10:24 Forsætisráðherrann Thomas Thabane mætti ekki í kvöld og eru getgátur uppi að hann hafi flúið land. Það hefur ekki fengist staðfest. vísir/getty Thomas Thabane, forsætisráðherra Lesótó sem sakaður er um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína, mætti ekki í dómssal í morgun. Lögregla segist ekki vita hvar Thabane sé niðurkominn. New York Times greinir frá. Núverandi eiginkona forsætisráðherrans hefur þegar verið ákærð fyrir morðið og fram kom í gær að Thabane yrði ákærður fyrir aðild að málinu. Sjálfur segist hann ætla að segja af sér sökum aldurs í sumars en hefur ekki tjáð sig um morðið. Thabane átti að mæta í dómssal klukkan níu í morgun að staðartíma. Klukkan ellefu var hann ekki enn mættur. Lögregla segist ekki ná í hann og ekki vita hvort hann sé væntanlegur eða ekki. Lipolelo Thabane var skotin til bana á stuttu færi við moldarveg þegar hún var á leið til heimaþorps síns fyrir utan höfuðborgina Maseru tveimur dögum áður en eiginmaður hennar varð forsætisráðherra árið 2017. Hún var þá 58 ára gömul. Þau Thabane höfðu staðið í hörðum skilnaði og bjó verðandi forsætisráðherrann þá með annarri konu, sem nú er eiginkona hans, eins og þau væru gift. Deilur höfðu staðið um hvor konan yrði viðurkennd sem forsætisráðherrafrú landsins og vann Lipolelo mál þess efnis fyrir dómstólum. Maesaiah, núverandi eiginkona Thabane, fylgdi honum á embættistökuna eftir morðið á Lipolelo. Málið hefur skekið samfélagið í smáríkinu Lesótó sem er landlukt í Suður-Afríku. Thabane fordæmdi morðið en er nú sjálfur sakaður um aðild að því. Paseka Mokete, varalögreglustjóri, sagði í dag að Thabane yrði líklega ákærður þegar á morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Það yrði í fyrsta skipti sem afrískur þjóðarleiðtogi er ákærður fyrir morð í nánu sambandi á meðan hann er í embætti. Thabane sagði í útvarpsviðtali að hann ætlaði að stíga til hliðar í júlí þar sem hann væri búinn að missa starfsorkuna. Hann er áttræður. Núverandi eiginkona hans var ákærð fyrir morðið á Lipolelo í byrjun þessa mánaðar en gengur laus gegn tryggingu. Lesótó Tengdar fréttir Eiginkona forsætisráðherrans ákærð fyrir morð Maesaiah Thabane, eiginkona forsætsiráðherra Lesótó, Thomas Thabane, verður ákærð fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu ráðherrans. 4. febrúar 2020 19:03 Forsætisráðherra verður ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni Thomas Thabane stóð í erfiðum skilnaði við þáverandi eiginkonu sína þegar hún var skotin til bana tveimur dögum fyrir embættistöku hans árið 2017. Hann er nú grunaður um að hafa átt þátt í dauða hennar. 20. febrúar 2020 18:51 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Thomas Thabane, forsætisráðherra Lesótó sem sakaður er um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína, mætti ekki í dómssal í morgun. Lögregla segist ekki vita hvar Thabane sé niðurkominn. New York Times greinir frá. Núverandi eiginkona forsætisráðherrans hefur þegar verið ákærð fyrir morðið og fram kom í gær að Thabane yrði ákærður fyrir aðild að málinu. Sjálfur segist hann ætla að segja af sér sökum aldurs í sumars en hefur ekki tjáð sig um morðið. Thabane átti að mæta í dómssal klukkan níu í morgun að staðartíma. Klukkan ellefu var hann ekki enn mættur. Lögregla segist ekki ná í hann og ekki vita hvort hann sé væntanlegur eða ekki. Lipolelo Thabane var skotin til bana á stuttu færi við moldarveg þegar hún var á leið til heimaþorps síns fyrir utan höfuðborgina Maseru tveimur dögum áður en eiginmaður hennar varð forsætisráðherra árið 2017. Hún var þá 58 ára gömul. Þau Thabane höfðu staðið í hörðum skilnaði og bjó verðandi forsætisráðherrann þá með annarri konu, sem nú er eiginkona hans, eins og þau væru gift. Deilur höfðu staðið um hvor konan yrði viðurkennd sem forsætisráðherrafrú landsins og vann Lipolelo mál þess efnis fyrir dómstólum. Maesaiah, núverandi eiginkona Thabane, fylgdi honum á embættistökuna eftir morðið á Lipolelo. Málið hefur skekið samfélagið í smáríkinu Lesótó sem er landlukt í Suður-Afríku. Thabane fordæmdi morðið en er nú sjálfur sakaður um aðild að því. Paseka Mokete, varalögreglustjóri, sagði í dag að Thabane yrði líklega ákærður þegar á morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Það yrði í fyrsta skipti sem afrískur þjóðarleiðtogi er ákærður fyrir morð í nánu sambandi á meðan hann er í embætti. Thabane sagði í útvarpsviðtali að hann ætlaði að stíga til hliðar í júlí þar sem hann væri búinn að missa starfsorkuna. Hann er áttræður. Núverandi eiginkona hans var ákærð fyrir morðið á Lipolelo í byrjun þessa mánaðar en gengur laus gegn tryggingu.
Lesótó Tengdar fréttir Eiginkona forsætisráðherrans ákærð fyrir morð Maesaiah Thabane, eiginkona forsætsiráðherra Lesótó, Thomas Thabane, verður ákærð fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu ráðherrans. 4. febrúar 2020 19:03 Forsætisráðherra verður ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni Thomas Thabane stóð í erfiðum skilnaði við þáverandi eiginkonu sína þegar hún var skotin til bana tveimur dögum fyrir embættistöku hans árið 2017. Hann er nú grunaður um að hafa átt þátt í dauða hennar. 20. febrúar 2020 18:51 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Eiginkona forsætisráðherrans ákærð fyrir morð Maesaiah Thabane, eiginkona forsætsiráðherra Lesótó, Thomas Thabane, verður ákærð fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu ráðherrans. 4. febrúar 2020 19:03
Forsætisráðherra verður ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni Thomas Thabane stóð í erfiðum skilnaði við þáverandi eiginkonu sína þegar hún var skotin til bana tveimur dögum fyrir embættistöku hans árið 2017. Hann er nú grunaður um að hafa átt þátt í dauða hennar. 20. febrúar 2020 18:51
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent