Tvær síðustu landsliðsferðir afdrifaríkar fyrir Kolbein Sigþórsson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 12:15 Kolbeinn Sigþórsson í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Jean Catuffe/ Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur lítið getað æft með sænska liðinu AIK á þessu undirbúningstímabili og þar er tveimur landsliðsferðum um að kenna. Rikard Norling, knattspyrnustjóri AIK, sagði frá stöðunni á Kolbeini í viðtali viðFotbollskanalen en það er ljóst að Kolbeinn er orðinn tæpur að koma sér í alvöru form fyrir næsta landsliðsverkefni sem eru umspilsleikir í mars. „Kolbeinn er ekki að æfa á fullu með liðinu og kemur því ekki til greina í bikarleikinn,“ sagði Rikard Norling um næsta verkefni liðsins. Kolbeinn hefur verið einstaklega óheppinn á sínum ferli og tvær síðustu landsliðsferðir hafa verið afdrifaríkar fyrir hann. Kolbeinn meiddist fyrst á ökkla í leik á móti Moldóvu í undankeppni EM 2020 en hann varð þá að fara af velli í fyrri hálfleik. Þegar Kolbeinn var að fara á stað á ný þá var hann aftur kallaður til móts við íslenska landsliðið sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem spilaðir voru tveir leikir. Kolbeinn spilaði síðustu sextán mínúturnar í seinni leiknum á móti El Salvador en veiktist úti og kom veikur aftur til Svíþjóðar. Af þeim sökum hefur Kolbeinn ekkert náð að spila með liði AIK á þessu undirbúningstímabili. „Nei, hann hefur ekkert spilað með liðinu og varla getað æft með okkur. Þetta hefur verið rykkjótt undirbúningstímabil fyrir hann,“ sagði Rikard Norling. Kolbeinn skoraði 3 mörk í 17 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabilið með AIK í fyrra sumar. Hann kom sér þá aftur á stað eftir að hafa misst úr tvö heil ár vegna meiðsla. Kolbeinn Sigþórsson er nú markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi ásamt Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa báðir skorað 26 mörk fyrir íslenska A-landsliðið. Kolbeinn eignast því einn metið með næsta marki. EM 2020 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur lítið getað æft með sænska liðinu AIK á þessu undirbúningstímabili og þar er tveimur landsliðsferðum um að kenna. Rikard Norling, knattspyrnustjóri AIK, sagði frá stöðunni á Kolbeini í viðtali viðFotbollskanalen en það er ljóst að Kolbeinn er orðinn tæpur að koma sér í alvöru form fyrir næsta landsliðsverkefni sem eru umspilsleikir í mars. „Kolbeinn er ekki að æfa á fullu með liðinu og kemur því ekki til greina í bikarleikinn,“ sagði Rikard Norling um næsta verkefni liðsins. Kolbeinn hefur verið einstaklega óheppinn á sínum ferli og tvær síðustu landsliðsferðir hafa verið afdrifaríkar fyrir hann. Kolbeinn meiddist fyrst á ökkla í leik á móti Moldóvu í undankeppni EM 2020 en hann varð þá að fara af velli í fyrri hálfleik. Þegar Kolbeinn var að fara á stað á ný þá var hann aftur kallaður til móts við íslenska landsliðið sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem spilaðir voru tveir leikir. Kolbeinn spilaði síðustu sextán mínúturnar í seinni leiknum á móti El Salvador en veiktist úti og kom veikur aftur til Svíþjóðar. Af þeim sökum hefur Kolbeinn ekkert náð að spila með liði AIK á þessu undirbúningstímabili. „Nei, hann hefur ekkert spilað með liðinu og varla getað æft með okkur. Þetta hefur verið rykkjótt undirbúningstímabil fyrir hann,“ sagði Rikard Norling. Kolbeinn skoraði 3 mörk í 17 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabilið með AIK í fyrra sumar. Hann kom sér þá aftur á stað eftir að hafa misst úr tvö heil ár vegna meiðsla. Kolbeinn Sigþórsson er nú markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi ásamt Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa báðir skorað 26 mörk fyrir íslenska A-landsliðið. Kolbeinn eignast því einn metið með næsta marki.
EM 2020 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira