Forsætisráðherra segir "algjörlega ótímabært“ að ræða lagasetningu á verkföll Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 12:00 Mótmælendur á vegum Eflingar stilltu sér upp í Silfurbergi Hörpu á meðan forsætisráðherra flutti opnunarávarp jafnréttisþings 2020 Vísir/Elín Mótmælendur Eflingar létu vel í sér heyra þegar jafnréttisþing 2020 var sett í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setti þingið en hún segir algjörlega ótímabært að ræða það hvort komi til greina að setja lög á verkföll. Sjá einnig: Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Katrín sagði í opnunarávarpi sínu að mikið hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni á Íslandi á Íslandi á kjörtímabilinu. „Ég tók auðvitað lögin um jafnlaunavottun í arf frá síðustu ríkisstjórn og hef unnið að innleiðingu þeirra og það er ánægjulegt að segja frá því að nú ná þau til 51% launafólks af þeim sem heyra undir lögin. Þetta hefur farið að ganga mun hraðar núna á síðustu misserum og við eigum enn tíma eftir til að ljúka innleiðingu þannig að við erum orðin töluvert bjartsýn á að það muni takast,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti opnunarávarp jafnréttisþings 2020.Vísir/Sigurjón Þá nefnir hún lög um þungunarrof og um kynrænt sjálfræði einnig sem dæmi. Enn blasi þó við stór verkefni sem þurfi að takast á við í jafnréttisbaráttunni. „Það er annars vegar endurskoðun jafnréttislaganna og síðan stór viðfangsefni sem er verið að skýra frá í skýrslu minni um jafnréttismál sem tengjast ekki síst þessum kynjaskipta vinnumarkaði sem við höfum á Íslandi,“ segir Katrín. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór fremst í flokki mótmælenda sem létu í sér heyra eftir að forsætisráðherra hafði lokið máli sínu. „Hvað viljum við? -leiðréttingu, Hvenær? -Strax,“ heyrðust mótmælendur meðal annars kallast á. Forsætisráðherra kveðst binda vonir við að farsæl lausn náist í deilunni og ítrekar það sem hún hefur áður sagt um að hún telji rétt að lífskjarasamningarnir verði hafðir að leiðarljósi, enda miði þeir að því að hækka lægstu launin. Spurð hvort til greina komi að beita lagasetningu til að stöðva verkföll svarar Katrín: „Það tel ég algjörlega ótímabæra umræðu og ég sé það ekki fyrir mér á þessu stigi.“ Klippa: Mótmælendur hrópa slagorð á jafnréttisþingi Jafnréttismál Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Mótmælendur Eflingar létu vel í sér heyra þegar jafnréttisþing 2020 var sett í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setti þingið en hún segir algjörlega ótímabært að ræða það hvort komi til greina að setja lög á verkföll. Sjá einnig: Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Katrín sagði í opnunarávarpi sínu að mikið hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni á Íslandi á Íslandi á kjörtímabilinu. „Ég tók auðvitað lögin um jafnlaunavottun í arf frá síðustu ríkisstjórn og hef unnið að innleiðingu þeirra og það er ánægjulegt að segja frá því að nú ná þau til 51% launafólks af þeim sem heyra undir lögin. Þetta hefur farið að ganga mun hraðar núna á síðustu misserum og við eigum enn tíma eftir til að ljúka innleiðingu þannig að við erum orðin töluvert bjartsýn á að það muni takast,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti opnunarávarp jafnréttisþings 2020.Vísir/Sigurjón Þá nefnir hún lög um þungunarrof og um kynrænt sjálfræði einnig sem dæmi. Enn blasi þó við stór verkefni sem þurfi að takast á við í jafnréttisbaráttunni. „Það er annars vegar endurskoðun jafnréttislaganna og síðan stór viðfangsefni sem er verið að skýra frá í skýrslu minni um jafnréttismál sem tengjast ekki síst þessum kynjaskipta vinnumarkaði sem við höfum á Íslandi,“ segir Katrín. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór fremst í flokki mótmælenda sem létu í sér heyra eftir að forsætisráðherra hafði lokið máli sínu. „Hvað viljum við? -leiðréttingu, Hvenær? -Strax,“ heyrðust mótmælendur meðal annars kallast á. Forsætisráðherra kveðst binda vonir við að farsæl lausn náist í deilunni og ítrekar það sem hún hefur áður sagt um að hún telji rétt að lífskjarasamningarnir verði hafðir að leiðarljósi, enda miði þeir að því að hækka lægstu launin. Spurð hvort til greina komi að beita lagasetningu til að stöðva verkföll svarar Katrín: „Það tel ég algjörlega ótímabæra umræðu og ég sé það ekki fyrir mér á þessu stigi.“ Klippa: Mótmælendur hrópa slagorð á jafnréttisþingi
Jafnréttismál Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira