Segir enga fá betri afslátt á raforku en garðyrkjubændur Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2020 10:30 Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, var gestur Bítismanna í morgun. RARIK/GETTY Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir garðyrkjubændur búa við bestu kjör á rafmagni sem í boði eru og búa við mikla niðurgreiðslu frá hinu opinbera. Tryggvi Þór var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi stöðu garðyrkjubænda sem hafa kvartað yfir erfiðu rekstarumhverfi. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, mætti í Bítið í gærmorgun þar sem hann sagði garðyrkjubændur ekki ná að anna eftirspurn. Rekstrarkostnaður væri einfaldlega of hár og beina bændur þar sérstaklega sjónum að raforkuverði og flutningskostnaði rafmagns. Íslenskir garðyrkjubændur hafi ekki náð að anna eftirspurn eftir til dæmis gúrkum og tómötum. Mikil niðurgreiðsla Tryggvi Þór ræddi raforkuna og sölu og flutning hennar til garðyrkjubænda í viðtalinu. „Garðyrkjubændur eru að greiða annars vegar fyrir orkuna sem þeir kaupa á frjálsum markaði. Það er samkeppni um orkusölu. Og hins vegar eru þeir að greiða fyrir flutnings- og dreifikostnað þar sem þeir eru. Flutnings- og dreifikostnaður er misdýr í dreifikerfi RARIK eftir því hvort þú ert í dreifbýli eða þéttbýli. Sjá einnig: Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Varðandi garðyrkubændur hins vegar þá hafa stjórnvöld gert það nokkuð lengi að greiða niður langstærstan hluta af flutnings- og dreifikostnaði. Var hann lengi milli 88 og 92 prósent. Það breyttist á árinu 2018, þegar komu fleiri stórir aðilar þar inn og fjármagnið sem var til ráðstöfunar dugði ekki með sama hætti. Þannig að að á árinu 2019 fóru stjórnvöld í það og RARIK kom að því, að fara yfir þetta og breyta. Áður var niðurgreitt á orkuna og aflgjaldið, en nú er niðurgreitt á orkuna, aflgjaldið og fastagjaldið. Og staðan er þá núna sú að með garðyrkubændur að þeir greiða, hvort sem þeir eru í dreifbýli eða þéttbýli, að ríkið greiðir niður 82 prósent af fastagjaldinu, aflgjaldinu og orkugjaldinu í þéttbýli og 86 prósent í dreifbýli.“ Er einhver annar með svona mikinn afslátt? „Nei, nei,“ segir Tryggvi Þór. Hlusta má á viðtalið við Tryggva Þór í heild sinni í spilaranum að neðan. Byggðamál Garðyrkja Orkumál Tengdar fréttir Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Neytendur hafa orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana að undanförnu. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna eftir raforkuverð of hátt. 19. febrúar 2020 10:43 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir garðyrkjubændur búa við bestu kjör á rafmagni sem í boði eru og búa við mikla niðurgreiðslu frá hinu opinbera. Tryggvi Þór var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi stöðu garðyrkjubænda sem hafa kvartað yfir erfiðu rekstarumhverfi. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, mætti í Bítið í gærmorgun þar sem hann sagði garðyrkjubændur ekki ná að anna eftirspurn. Rekstrarkostnaður væri einfaldlega of hár og beina bændur þar sérstaklega sjónum að raforkuverði og flutningskostnaði rafmagns. Íslenskir garðyrkjubændur hafi ekki náð að anna eftirspurn eftir til dæmis gúrkum og tómötum. Mikil niðurgreiðsla Tryggvi Þór ræddi raforkuna og sölu og flutning hennar til garðyrkjubænda í viðtalinu. „Garðyrkjubændur eru að greiða annars vegar fyrir orkuna sem þeir kaupa á frjálsum markaði. Það er samkeppni um orkusölu. Og hins vegar eru þeir að greiða fyrir flutnings- og dreifikostnað þar sem þeir eru. Flutnings- og dreifikostnaður er misdýr í dreifikerfi RARIK eftir því hvort þú ert í dreifbýli eða þéttbýli. Sjá einnig: Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Varðandi garðyrkubændur hins vegar þá hafa stjórnvöld gert það nokkuð lengi að greiða niður langstærstan hluta af flutnings- og dreifikostnaði. Var hann lengi milli 88 og 92 prósent. Það breyttist á árinu 2018, þegar komu fleiri stórir aðilar þar inn og fjármagnið sem var til ráðstöfunar dugði ekki með sama hætti. Þannig að að á árinu 2019 fóru stjórnvöld í það og RARIK kom að því, að fara yfir þetta og breyta. Áður var niðurgreitt á orkuna og aflgjaldið, en nú er niðurgreitt á orkuna, aflgjaldið og fastagjaldið. Og staðan er þá núna sú að með garðyrkubændur að þeir greiða, hvort sem þeir eru í dreifbýli eða þéttbýli, að ríkið greiðir niður 82 prósent af fastagjaldinu, aflgjaldinu og orkugjaldinu í þéttbýli og 86 prósent í dreifbýli.“ Er einhver annar með svona mikinn afslátt? „Nei, nei,“ segir Tryggvi Þór. Hlusta má á viðtalið við Tryggva Þór í heild sinni í spilaranum að neðan.
Byggðamál Garðyrkja Orkumál Tengdar fréttir Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Neytendur hafa orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana að undanförnu. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna eftir raforkuverð of hátt. 19. febrúar 2020 10:43 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Neytendur hafa orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana að undanförnu. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna eftir raforkuverð of hátt. 19. febrúar 2020 10:43