„Við erum ekki að fara að vísa neinum á götuna í Reykjavík“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 19:42 Heiða Björg Himisdóttir er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkur. Vísir/Egill Það er ekki val að lenda á götunni heldur rothögg segir hópur kvenna sem býr við heimilisleysi. Þær hafi lent á götunni í kjölfar áfalla og ofbeldis sem þær hafi orðið fyrir en á götunni snúist allt um að lifa af. Þær kalla eftir varanlegu úrræði fyrir heimilislausar konur. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir markmiðið vera að öllum muni standa varanlegt húsnæði til boða. „Það á enginn að vera heimilislaus. Sorglega staðreyndin er sú að það þurfti heimsfaraldur til að aðeins færri yrðu heimilislausir á Íslandi.“ Svo segir meðal annars í yfirlýsingu sem hópur kvenna sendi frá sér í morgun en allar eru þær heimilislausar. Þar er vísað til neyðarúrræðis sem komið var á fót í apríl á vegum Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins til að mæta þörfum heimilislausra kvenna. Úrræðið var tímabundið og átti að renna sitt skeið þann 1. september. Í kjölfar yfirlýsingar kvennanna barst yfirlýsing frá borginni um að ákveðið hafi verið að framlengja úrræðinu, aftur tímabundið. „Að þessu sinni erum við að tala um þrjá mánuði. Við erum komin með fjármagn í það en ef það reynist ekki nóg þá finnum við aðrar lausnir. Við erum ekki að fara að vísa neinum á götuna í Reykjavík,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Í yfirlýsingunni lýsa konurnar erfiðri reynslu sinni af því að búa á götunni. Það sé ekki val heldur rothögg. Enginn lendi mjúklega á götunni en þar snúist baráttan um að lifa af. Í slíkum kringumstæðum þurfi að gera hluti sem geti leitt af sér enn fleiri áföll og enn meira ofbeldi. Heiða kveðst afar ánægð með að konurnar hafi stigið fram og sent frá sér yfirlýsinguna. „Ég varð eiginlega bara mjög stolt af þeim og ánægð með þær. Að taka sér pláss og senda frá sér þessa sterku yfirlýsingu sem að ég tek bara heilshugar undir,“ segir Heiða. Lengra viðtal við Heiðu um málefni heimilislausra kvenna má finna í spilaranum hér að neðan. Húsnæðismál Mannréttindi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Það er ekki val að lenda á götunni heldur rothögg segir hópur kvenna sem býr við heimilisleysi. Þær hafi lent á götunni í kjölfar áfalla og ofbeldis sem þær hafi orðið fyrir en á götunni snúist allt um að lifa af. Þær kalla eftir varanlegu úrræði fyrir heimilislausar konur. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir markmiðið vera að öllum muni standa varanlegt húsnæði til boða. „Það á enginn að vera heimilislaus. Sorglega staðreyndin er sú að það þurfti heimsfaraldur til að aðeins færri yrðu heimilislausir á Íslandi.“ Svo segir meðal annars í yfirlýsingu sem hópur kvenna sendi frá sér í morgun en allar eru þær heimilislausar. Þar er vísað til neyðarúrræðis sem komið var á fót í apríl á vegum Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins til að mæta þörfum heimilislausra kvenna. Úrræðið var tímabundið og átti að renna sitt skeið þann 1. september. Í kjölfar yfirlýsingar kvennanna barst yfirlýsing frá borginni um að ákveðið hafi verið að framlengja úrræðinu, aftur tímabundið. „Að þessu sinni erum við að tala um þrjá mánuði. Við erum komin með fjármagn í það en ef það reynist ekki nóg þá finnum við aðrar lausnir. Við erum ekki að fara að vísa neinum á götuna í Reykjavík,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Í yfirlýsingunni lýsa konurnar erfiðri reynslu sinni af því að búa á götunni. Það sé ekki val heldur rothögg. Enginn lendi mjúklega á götunni en þar snúist baráttan um að lifa af. Í slíkum kringumstæðum þurfi að gera hluti sem geti leitt af sér enn fleiri áföll og enn meira ofbeldi. Heiða kveðst afar ánægð með að konurnar hafi stigið fram og sent frá sér yfirlýsinguna. „Ég varð eiginlega bara mjög stolt af þeim og ánægð með þær. Að taka sér pláss og senda frá sér þessa sterku yfirlýsingu sem að ég tek bara heilshugar undir,“ segir Heiða. Lengra viðtal við Heiðu um málefni heimilislausra kvenna má finna í spilaranum hér að neðan.
Húsnæðismál Mannréttindi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira