Leikarinn Ben Cross er látinn Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2020 07:27 Ben Cross í London árið 2010. Getty Enski leikarinn Ben Cross, sem þekktastur er fyrir að leika hlauparann Harold Abrahams í Óskarsverðlaunamyndinni Chariots of Fire, er látinn, 72 ára að aldri. BBC segir hann hafa andast „skyndilega“ eftir stutt veikindi. Hann lést í Vínarborg í Austurríki. Ben Cross í hlutverki Harold Abrahams í myndinni Chariots of Fire.Getty Dóttir Cross, Lauren, segir í færslu á Facebook að hún sé miður sín vegna andláts „elsku föður“ síns. Hann hafi verið veikur í nokkurn tíma, en að heilsu hans hafi svo hrakað mikið síðustu vikuna. Cross hafði nýverið lokið við tökur á hryllingsmyndinni The Devil‘s Light og þá mun hann birtast í einu aðalhlutverka rómantískrar myndar, Last Letter from Your Lover síðar á þessu ári. Cross nam leiklist í Royal Academy of Dramatic Arts (Rada) og tók að sér fyrsta kvikmyndahlutverk sitt í myndinni A Bridge Too Far árið 1977 eftir að hafa áður starfað mest í leikhúsi. Í þeirri mynd lék hann á móti Sir Sean Connery og Sir Michael Caine. Cross fór með hlutverk gyðingsins Harold Abrahams í Chariots of Fire sem frumsýnd var árið 1981 og fjallaði um sögu tveggja breskra hlaupara sem keppa á Ólympíuleikum árið 1924. Var myndin vala besta mynd ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni. Meðal annarra hlutverka Cross má nefna Malagant í myndinni First Knight frá árinu 1995 og Sarek í Star Trek árið 2009. Þá fór hann með hlutverk Rudolf Hess í framleiðslu BBC frá árinu 2006, Nuremberg: Nazis on Trial. Bíó og sjónvarp Bretland Andlát Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira
Enski leikarinn Ben Cross, sem þekktastur er fyrir að leika hlauparann Harold Abrahams í Óskarsverðlaunamyndinni Chariots of Fire, er látinn, 72 ára að aldri. BBC segir hann hafa andast „skyndilega“ eftir stutt veikindi. Hann lést í Vínarborg í Austurríki. Ben Cross í hlutverki Harold Abrahams í myndinni Chariots of Fire.Getty Dóttir Cross, Lauren, segir í færslu á Facebook að hún sé miður sín vegna andláts „elsku föður“ síns. Hann hafi verið veikur í nokkurn tíma, en að heilsu hans hafi svo hrakað mikið síðustu vikuna. Cross hafði nýverið lokið við tökur á hryllingsmyndinni The Devil‘s Light og þá mun hann birtast í einu aðalhlutverka rómantískrar myndar, Last Letter from Your Lover síðar á þessu ári. Cross nam leiklist í Royal Academy of Dramatic Arts (Rada) og tók að sér fyrsta kvikmyndahlutverk sitt í myndinni A Bridge Too Far árið 1977 eftir að hafa áður starfað mest í leikhúsi. Í þeirri mynd lék hann á móti Sir Sean Connery og Sir Michael Caine. Cross fór með hlutverk gyðingsins Harold Abrahams í Chariots of Fire sem frumsýnd var árið 1981 og fjallaði um sögu tveggja breskra hlaupara sem keppa á Ólympíuleikum árið 1924. Var myndin vala besta mynd ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni. Meðal annarra hlutverka Cross má nefna Malagant í myndinni First Knight frá árinu 1995 og Sarek í Star Trek árið 2009. Þá fór hann með hlutverk Rudolf Hess í framleiðslu BBC frá árinu 2006, Nuremberg: Nazis on Trial.
Bíó og sjónvarp Bretland Andlát Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira