Meta fjárhagsleg áhrif samkomulags við Boeing á 35 milljarða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2020 10:02 Þrjár af þeim 737-MAX vélum sem Icelandair átti að fá frá Boeing hafa meðal annars verið geymdar á þessu bílastæði í grennd við verksmiðju Boeing við Seattle í Bandaríkjunum. Getty/David Rider Icelandair reiknar með að fjárhagsleg áhrif samkomulags við flugvélaframleiðandann Boeing vegna 737 MAX flugvélanna nemi um það bil 260 milljónum dollurum, 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Þetta kemur fram í kynningargögnum Icelandair vegna væntanlegs hlutafjárútboðs sem halda á í næsta mánuði. Icelandair birti gögnin í gærkvöldi. Félagið hefur að undanförnu unnið að því ná samkomulagi við Boeing um bætur vegna Boeing 737 Max vélanna, sem hafa verið í alþjóðlegu flugbanni eftir tvo mannskæð flugslys. Icelandair reiknar með að taka sex MAX-vélar inn í flugflota sinn til viðbótar, þrjár í vetur, og þrjár veturinn þar á eftir.Mynd/Icelandair Icelandair hafði pantað 16 slíkar flugvélar og fengið sex afhentar. Félagið hefur hins vegar lítið geta notað þær og verið í viðræðum um bætur við Boeing vegna þess. Fréttir hafa verið sagðar af því að nást hafi samkomulag á milli Icelandair og Boeing um bætur, án þess að miklar upplýsingar hafi verið gefnar um fjárhagsleg áhrif samkomulagsins. Í kynningargögnunum segir að samkomulagið við Boeing sé þríþætt. Það feli í sér greiðslu frá Boeing, Icelandair kaupi sex 737 MAX vélar til viðbótar í stað tíu og að Icelandair fái afslátt af kaupverði þeirra MAX-véla sem félagið á eftir að fá afhentar. Icelandair segist einnig hafa tryggt fjármögnun vegna kaupa á vélunum sex sem eftir standa. Í gögnunum segir að vænt áhrif þess á fjárhag Icelandair nemi alls 260 milljónum dollara, um 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Til samanburðar má geta þess að möguleg ríkisábyrgð vegna Icelandair sem tilkynnt var um í gær nemur allt að 16,5 milljörðum, auk þess sem að Icelandair ætlar sér að safna allt að 23 milljörðum í hlutafjárútboðinu. Í gögnunum segir einnig að félagið geri ráð fyrir að flugmálayfirvöld heimsins opni á það á síðasta ársfjórðungi ársins að MAX-vélarnar hefji sig til lofts á ný. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Icelandair sýnir spilin fyrir væntanlegt hlutafjárútboð Icelandair birti í gærkvöldi kynningargögn fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins sem haldið verður 14. til 15. september næstkomandi, fáist samþykki hluthafafundar þann 9. september. 19. ágúst 2020 08:43 Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. 18. ágúst 2020 20:15 Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Icelandair reiknar með að fjárhagsleg áhrif samkomulags við flugvélaframleiðandann Boeing vegna 737 MAX flugvélanna nemi um það bil 260 milljónum dollurum, 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Þetta kemur fram í kynningargögnum Icelandair vegna væntanlegs hlutafjárútboðs sem halda á í næsta mánuði. Icelandair birti gögnin í gærkvöldi. Félagið hefur að undanförnu unnið að því ná samkomulagi við Boeing um bætur vegna Boeing 737 Max vélanna, sem hafa verið í alþjóðlegu flugbanni eftir tvo mannskæð flugslys. Icelandair reiknar með að taka sex MAX-vélar inn í flugflota sinn til viðbótar, þrjár í vetur, og þrjár veturinn þar á eftir.Mynd/Icelandair Icelandair hafði pantað 16 slíkar flugvélar og fengið sex afhentar. Félagið hefur hins vegar lítið geta notað þær og verið í viðræðum um bætur við Boeing vegna þess. Fréttir hafa verið sagðar af því að nást hafi samkomulag á milli Icelandair og Boeing um bætur, án þess að miklar upplýsingar hafi verið gefnar um fjárhagsleg áhrif samkomulagsins. Í kynningargögnunum segir að samkomulagið við Boeing sé þríþætt. Það feli í sér greiðslu frá Boeing, Icelandair kaupi sex 737 MAX vélar til viðbótar í stað tíu og að Icelandair fái afslátt af kaupverði þeirra MAX-véla sem félagið á eftir að fá afhentar. Icelandair segist einnig hafa tryggt fjármögnun vegna kaupa á vélunum sex sem eftir standa. Í gögnunum segir að vænt áhrif þess á fjárhag Icelandair nemi alls 260 milljónum dollara, um 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Til samanburðar má geta þess að möguleg ríkisábyrgð vegna Icelandair sem tilkynnt var um í gær nemur allt að 16,5 milljörðum, auk þess sem að Icelandair ætlar sér að safna allt að 23 milljörðum í hlutafjárútboðinu. Í gögnunum segir einnig að félagið geri ráð fyrir að flugmálayfirvöld heimsins opni á það á síðasta ársfjórðungi ársins að MAX-vélarnar hefji sig til lofts á ný.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Icelandair sýnir spilin fyrir væntanlegt hlutafjárútboð Icelandair birti í gærkvöldi kynningargögn fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins sem haldið verður 14. til 15. september næstkomandi, fáist samþykki hluthafafundar þann 9. september. 19. ágúst 2020 08:43 Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. 18. ágúst 2020 20:15 Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Icelandair sýnir spilin fyrir væntanlegt hlutafjárútboð Icelandair birti í gærkvöldi kynningargögn fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins sem haldið verður 14. til 15. september næstkomandi, fáist samþykki hluthafafundar þann 9. september. 19. ágúst 2020 08:43
Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. 18. ágúst 2020 20:15
Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42