Mun meira vitað um veiruna en fyrir nokkrum mánuðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. ágúst 2020 17:54 Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum. Vísir/Bjarni Einarsson Sérnámslæknir í lyflækningum segir að mun meira sé vitað um kórónuveiruna SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, heldur en fyrir sex mánuðum síðan. Þannig hafi til að mynda verið rannsakað hvernig veiran berst á milli manna, en í upphafi faraldurs hennar í lok síðasta árs, var margt á huldu um smitleiðir veirunnar. „Þetta hefur talsvert verið rannsakað og það sem flækir aðeins myndina er hversu erfitt það getur verið að rannsaka akkúrat þetta, hvernig veiran dreifist. Það er ekki svo einfalt að „veiran er þarna, þar af leiðandi smitast hún þaðan.“ Það er því miður ekki alveg svo þægilegt. Það þarf tvennt að fara saman; veiran þarf að finnast í tilteknum vökva eða öðrum hlut og þetta þarf að vera veira sem er smitandi, eða virk, eins og það er kallað,“ segir Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum hjá Landspítalanum. Hann var til viðtals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Jón Magnús segir að miðað við fyrirliggjandi gögn sé ljóst að veiran dreifist fyrst og fremst með dropa- og snertismiti. Það þýðir að veiran dreifist með vökva frá efri og neðri öndunarfærum og berist beint milli fólks með dropum sem það gefur frá sér þegar það talar og hnerrar, eða óbeint þegar sömu dropar lenda á einhverjum fleti, annað fólk kemst í tæri við dropana og ber þá síðan, óafvitandi, að andlitinu á sér. Hann segir þá að veiran virðist þannig ekki dreifast í gegn um svita, hægðum, þvagi eða öðrum líkamsvessum. Til að mynda smitist veiran ekki með líkamsvessum í kynlífi, þó að nándin sem skapast við kynlíf geti vissulega aukið smithættu. „Þetta eru aðallega þessir dropar frá öndunarfærum. En það sem það þýðir er að aðstæður þar sem við erum að gefa mikið frá okkur, úða og dropa frá öndunarfærum, eins og til dæmis í ræktinni þar sem við erum að anda hraðar og gefum frá okkur meira af þessum dropum, það samt sem áður getur verið smitandi. En það er ekki svitinn og það eru ekki tárin og það eru ekki þessar leiðir sem eru ráðandi í dreifingu Covid-19.“ Handþvotturinn mikilvægur sem fyrr Jón Magnús segir að rannsóknir hafi einnig leitt í ljós að kórónuveiran sé afar lífseig á ýmiskonar snertiflötum, svo sem viðar- og plastyfirborði, samanborið við margar aðrar veirur. Veiran sé þó jafn viðkvæm fyrir sótthreinsandi efnum, eins og spritti, og flestar aðrar veirur. „Bæði handþvottur og spritt leiða til þess að við óvirkjum veiruna og gerum hana ekki smitandi.“ Hann segir að aðalatriði í handþvotti sé að nudda hendurnar vel með sápu og þá í allra minnst 15 sekúndur. Hvað spritt varðar þá segir hann þumalputtaregluna vera þá að hendur skuli bleyttar algerlega með spritti, sótthreinsandi geli eða öðru sambærilegu efni. Að því loknu þurfi að leyfa efninu að þorna á höndunum. „Þegar það er búið, þá er veiran óvirk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sérnámslæknir í lyflækningum segir að mun meira sé vitað um kórónuveiruna SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, heldur en fyrir sex mánuðum síðan. Þannig hafi til að mynda verið rannsakað hvernig veiran berst á milli manna, en í upphafi faraldurs hennar í lok síðasta árs, var margt á huldu um smitleiðir veirunnar. „Þetta hefur talsvert verið rannsakað og það sem flækir aðeins myndina er hversu erfitt það getur verið að rannsaka akkúrat þetta, hvernig veiran dreifist. Það er ekki svo einfalt að „veiran er þarna, þar af leiðandi smitast hún þaðan.“ Það er því miður ekki alveg svo þægilegt. Það þarf tvennt að fara saman; veiran þarf að finnast í tilteknum vökva eða öðrum hlut og þetta þarf að vera veira sem er smitandi, eða virk, eins og það er kallað,“ segir Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum hjá Landspítalanum. Hann var til viðtals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Jón Magnús segir að miðað við fyrirliggjandi gögn sé ljóst að veiran dreifist fyrst og fremst með dropa- og snertismiti. Það þýðir að veiran dreifist með vökva frá efri og neðri öndunarfærum og berist beint milli fólks með dropum sem það gefur frá sér þegar það talar og hnerrar, eða óbeint þegar sömu dropar lenda á einhverjum fleti, annað fólk kemst í tæri við dropana og ber þá síðan, óafvitandi, að andlitinu á sér. Hann segir þá að veiran virðist þannig ekki dreifast í gegn um svita, hægðum, þvagi eða öðrum líkamsvessum. Til að mynda smitist veiran ekki með líkamsvessum í kynlífi, þó að nándin sem skapast við kynlíf geti vissulega aukið smithættu. „Þetta eru aðallega þessir dropar frá öndunarfærum. En það sem það þýðir er að aðstæður þar sem við erum að gefa mikið frá okkur, úða og dropa frá öndunarfærum, eins og til dæmis í ræktinni þar sem við erum að anda hraðar og gefum frá okkur meira af þessum dropum, það samt sem áður getur verið smitandi. En það er ekki svitinn og það eru ekki tárin og það eru ekki þessar leiðir sem eru ráðandi í dreifingu Covid-19.“ Handþvotturinn mikilvægur sem fyrr Jón Magnús segir að rannsóknir hafi einnig leitt í ljós að kórónuveiran sé afar lífseig á ýmiskonar snertiflötum, svo sem viðar- og plastyfirborði, samanborið við margar aðrar veirur. Veiran sé þó jafn viðkvæm fyrir sótthreinsandi efnum, eins og spritti, og flestar aðrar veirur. „Bæði handþvottur og spritt leiða til þess að við óvirkjum veiruna og gerum hana ekki smitandi.“ Hann segir að aðalatriði í handþvotti sé að nudda hendurnar vel með sápu og þá í allra minnst 15 sekúndur. Hvað spritt varðar þá segir hann þumalputtaregluna vera þá að hendur skuli bleyttar algerlega með spritti, sótthreinsandi geli eða öðru sambærilegu efni. Að því loknu þurfi að leyfa efninu að þorna á höndunum. „Þegar það er búið, þá er veiran óvirk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira