Umferð dregst saman á höfuðborgarsvæðinu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 10. mars 2020 07:00 Frá Reykjanesbraut. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 0,9% í febrúar í ár miðað við febrúar í fyrra skv. mælingum Vegagerðarinnar. Leita þarf aftur til febrúar 2011 til að finna meiri samdrátt á sama árstíma. Samdráttur í umferð mældist mestur á mælistað á Hafnarfjarðarvegi sunnan Kópavogslækjar, þar varð samdrátturinn 3%. Aukning varð á umferð á mælistað á Vesturlandsvegi fyrir ofan Ártúnsbrekku. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.Umferðin á hringveginum jókst örlítið en aukningin varð þó eingöngu við höfuðborgarsvæðið.Vísir/VegagerðinVikudagar Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mest á mánudögum eða um 1,9% en umferðin hefur einnig aukist á þriðjudögum. Samdráttur varð í umferð alla hina dagana og mestur á föstudögum eða um 8,5%. Verkföll hafa sett svip á daglegt líf á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur og því ekki útilokað að þau hafi haft áhrif á þessa þróun.Hringvegurinn Umferð á hringveginum jókst um 0,4% í febrúar samanborið við sama mánuð í fyrra. Aukningin varð eingöngu við höfuðborgarsvæðið, þar varð aukningin 5,7%. Samdrátturinn á hringveginum varð mestur á milli ára á Norðurlandi, rúm 10%. Veðurfar kann að skýra að einhverju leyti samdráttinn. Bílar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent
Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 0,9% í febrúar í ár miðað við febrúar í fyrra skv. mælingum Vegagerðarinnar. Leita þarf aftur til febrúar 2011 til að finna meiri samdrátt á sama árstíma. Samdráttur í umferð mældist mestur á mælistað á Hafnarfjarðarvegi sunnan Kópavogslækjar, þar varð samdrátturinn 3%. Aukning varð á umferð á mælistað á Vesturlandsvegi fyrir ofan Ártúnsbrekku. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.Umferðin á hringveginum jókst örlítið en aukningin varð þó eingöngu við höfuðborgarsvæðið.Vísir/VegagerðinVikudagar Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mest á mánudögum eða um 1,9% en umferðin hefur einnig aukist á þriðjudögum. Samdráttur varð í umferð alla hina dagana og mestur á föstudögum eða um 8,5%. Verkföll hafa sett svip á daglegt líf á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur og því ekki útilokað að þau hafi haft áhrif á þessa þróun.Hringvegurinn Umferð á hringveginum jókst um 0,4% í febrúar samanborið við sama mánuð í fyrra. Aukningin varð eingöngu við höfuðborgarsvæðið, þar varð aukningin 5,7%. Samdrátturinn á hringveginum varð mestur á milli ára á Norðurlandi, rúm 10%. Veðurfar kann að skýra að einhverju leyti samdráttinn.
Bílar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent