Arnór með sitt fyrsta mark síðan í september Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2020 13:08 Arnór Sigurðsson er kominn með þrjú deildarmörk á tímabilinu. Getty/Epsilon Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson var á skotskónum í rússnesku deildinni í dag þegar hann skoraði fyrir CSKA Moskvu í 3-2 tapi á móti Rostov á útivelli Þetta var barátta á milli liða sem voru jöfn að stigum í fjórða og fimmta sæti deildarinnar og tapið því sárt fyrir CSKA liðið sem mátti þola mikið mótlæti í þessum leik. CSKA Moskva spilaði með níu menn síðustu 40 mínútur leiksins og var manni færri frá tuttugustu mínútu. Það var því sannarlega á brattann að sækja í leiknum. CSKA klikkaði líka á vítaspyrnu. Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir í byrjunarliði CSKA og spiluðu allar 90 mínúturnar í leiknum. Arnór var fremstur en Hörður Björgvin í þriggja manna vörn. Arnór fékk gult spjald í uppbótartíma og var þá sjöundi leikmaður liðsins til að fá spjald, gult eða rautt, í þessum leik. Arnór kom CSKA Moskvu í 1-0 á 25. mínútu eða fjórum mínútur eftir að liðið missti Ilzat Akhmetov af velli með rautt spjald. Akhmetov gaf líka víti en Rostov menn klikkuðu á því. Rostov jafnaði aftur á móti metin á 31. mínútu og komst síðan yfir í 2-1 úr annarri vítaspyrnu á 53. mínútu. Vadim Karpov fékk rautt spjald þegar hann gaf hana og á augabragði þá var CSKA bæði tveimur mönnum færra og marki undir. Rostov bætti síðan við marki á 63. mínútu og var þar með komið í 3-1. CSKA Moskva gafst ekki upp og náði að minnka muninn tveimur mönnum færri en markið var sjálfsmark leikmanns Rostov á 77. mínútu. CSKA Moskva fékk kjörið tækifæri til að jafna metin en Fedor Chalov klúðraði þá vítaspyrnu á 86. mínútu. Hörður Björgvin Magnússon reyndi að setja frákastið í markið en skaut yfir. Þetta var fyrsta mark Arnórs í rússnesku deildinni síðan 29. september þegar hann skoraði 3-0 sigri á Ural. Arnór hefur alls skorað 3 mörk í 15 leikjum á tímabilinu en skoraði 5 mörk í 21 leik á tímabilinu í fyrra. Rússneski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Sjá meira
Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson var á skotskónum í rússnesku deildinni í dag þegar hann skoraði fyrir CSKA Moskvu í 3-2 tapi á móti Rostov á útivelli Þetta var barátta á milli liða sem voru jöfn að stigum í fjórða og fimmta sæti deildarinnar og tapið því sárt fyrir CSKA liðið sem mátti þola mikið mótlæti í þessum leik. CSKA Moskva spilaði með níu menn síðustu 40 mínútur leiksins og var manni færri frá tuttugustu mínútu. Það var því sannarlega á brattann að sækja í leiknum. CSKA klikkaði líka á vítaspyrnu. Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir í byrjunarliði CSKA og spiluðu allar 90 mínúturnar í leiknum. Arnór var fremstur en Hörður Björgvin í þriggja manna vörn. Arnór fékk gult spjald í uppbótartíma og var þá sjöundi leikmaður liðsins til að fá spjald, gult eða rautt, í þessum leik. Arnór kom CSKA Moskvu í 1-0 á 25. mínútu eða fjórum mínútur eftir að liðið missti Ilzat Akhmetov af velli með rautt spjald. Akhmetov gaf líka víti en Rostov menn klikkuðu á því. Rostov jafnaði aftur á móti metin á 31. mínútu og komst síðan yfir í 2-1 úr annarri vítaspyrnu á 53. mínútu. Vadim Karpov fékk rautt spjald þegar hann gaf hana og á augabragði þá var CSKA bæði tveimur mönnum færra og marki undir. Rostov bætti síðan við marki á 63. mínútu og var þar með komið í 3-1. CSKA Moskva gafst ekki upp og náði að minnka muninn tveimur mönnum færri en markið var sjálfsmark leikmanns Rostov á 77. mínútu. CSKA Moskva fékk kjörið tækifæri til að jafna metin en Fedor Chalov klúðraði þá vítaspyrnu á 86. mínútu. Hörður Björgvin Magnússon reyndi að setja frákastið í markið en skaut yfir. Þetta var fyrsta mark Arnórs í rússnesku deildinni síðan 29. september þegar hann skoraði 3-0 sigri á Ural. Arnór hefur alls skorað 3 mörk í 15 leikjum á tímabilinu en skoraði 5 mörk í 21 leik á tímabilinu í fyrra.
Rússneski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Sjá meira