Smitum fækkar hratt í Kína Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2020 07:39 Fjörutíu ný smit hafa verið staðfest í Kína síðasta sólarhringinn. Vísir/getty Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna. Þetta eru stóru línurnar í þróun útbreiðslunnar á síðasta sólarhring. Alls hafa yfir 110 þúsund tilfelli nú verið staðfest á heimsvísu. Tilfellum í Bandaríkjunum hefur fjölgað talsvert á síðasta sólarhring en staðfest smit eru nú 565. Veiran hefur dregið minnst tuttugu og einn til dauða þar vestra. New York og Kalifornía hafa farið verst út úr faraldrinum en að minnsta kosti átta ríki hafa lýst yfir neyðastigi. Tveir þingmenn repúblikanaflokksins, Ted Cruz og Paul Gosar, eru í sóttkví eftir að hafa báðir umgengist einstakling sem reyndist sýktur. Betri fréttir fást aftur á móti frá Kína þar sem tilfellum hefur loks tekið að fækka. Fjörutíu ný smit hafa verið staðfest í landinu síðasta sólarhringinn sem er lægsta tala sem kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið frá sér á innan við sólarhring síðan yfirvöld hófu að birta tölur yfir smit í janúar. Ítalía hefur sem kunnugt er farið verst út úr faraldrinum en 7.300 hafa greinst með veiruna og 366 látið lífið. Forsætisráðherra Ítalíu tilkynnti ítölsku þjóðinni árla sunnudags að um það bil fjórðungur þjóðarinnar yrði settur í sóttkví en strangt ferðabann hefur verið tekið í gildi í Langbarðalandi auk fjórtán annarra sýsla í mið- og norðurhluta landsins. Frönsk stjórnvöld hafa nú bannað samkomur þar sem fleiri en þúsund manns eða fleiri koma saman. Þetta tilkynnti Olivier Véran heilbrigðisráðherra landsins í dag. Stjórnvöld höfðu áður bannað samkomur þar sem fimm þúsund eða fleiri komu saman innandyra. Tólf hundruð og níu tilfelli hafa verið staðfest í Frakklandi og nítján dauðsföll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna. Þetta eru stóru línurnar í þróun útbreiðslunnar á síðasta sólarhring. Alls hafa yfir 110 þúsund tilfelli nú verið staðfest á heimsvísu. Tilfellum í Bandaríkjunum hefur fjölgað talsvert á síðasta sólarhring en staðfest smit eru nú 565. Veiran hefur dregið minnst tuttugu og einn til dauða þar vestra. New York og Kalifornía hafa farið verst út úr faraldrinum en að minnsta kosti átta ríki hafa lýst yfir neyðastigi. Tveir þingmenn repúblikanaflokksins, Ted Cruz og Paul Gosar, eru í sóttkví eftir að hafa báðir umgengist einstakling sem reyndist sýktur. Betri fréttir fást aftur á móti frá Kína þar sem tilfellum hefur loks tekið að fækka. Fjörutíu ný smit hafa verið staðfest í landinu síðasta sólarhringinn sem er lægsta tala sem kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið frá sér á innan við sólarhring síðan yfirvöld hófu að birta tölur yfir smit í janúar. Ítalía hefur sem kunnugt er farið verst út úr faraldrinum en 7.300 hafa greinst með veiruna og 366 látið lífið. Forsætisráðherra Ítalíu tilkynnti ítölsku þjóðinni árla sunnudags að um það bil fjórðungur þjóðarinnar yrði settur í sóttkví en strangt ferðabann hefur verið tekið í gildi í Langbarðalandi auk fjórtán annarra sýsla í mið- og norðurhluta landsins. Frönsk stjórnvöld hafa nú bannað samkomur þar sem fleiri en þúsund manns eða fleiri koma saman. Þetta tilkynnti Olivier Véran heilbrigðisráðherra landsins í dag. Stjórnvöld höfðu áður bannað samkomur þar sem fimm þúsund eða fleiri komu saman innandyra. Tólf hundruð og níu tilfelli hafa verið staðfest í Frakklandi og nítján dauðsföll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira