Íslensku landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson, sem báðir leika sem atvinnumenn á Ítalíu, þurfa að fara að koma sér til landsins ef þeir eiga að geta tekið þátt í umspilsleiknum mikilvæga gegn Rúmeníu í lok mánaðarins.
Þetta segir Víðir Reynisson í kvöldfréttum RÚV í kvöld.
Víðir gegnir starfi öryggisstjóra KSÍ líkt og undanfarin ár en er einnig yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra og hefur því verið áberandi vegna fréttaflutnings af kórónaveirunni Covid-19 undanfarnar vikur.
Það er einmitt vegna hennar sem þeir Emil og Birkir þyrftu að koma til landsins sem fyrst þar sem þeir þurfa að vera í 14 daga í sóttkví hér á landi áður en þeir geta tekið þátt í leiknum. Víðir segir í samtali við RÚV að knattspyrnumenn geti ekki hlotið neina sérmeðferð í þessari stöðu.
Einnig var rætt við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem fram kom að knattspyrnusambandið væri að skoða möguleikann á því að fá Birki og Emil fyrr til landsins. Hefur KSÍ verið í samskiptum við félög þeirra Emils og Birkis vegna þessa.
„Já, við erum að þreifa fyrir okkur með það. En það er heldur ekkert kjörstaða að vera með landsliðsleikmann hálfan mánuð í sóttkví og ekki að æfa. Það eru svo sem engir góðir kostir í þessu en við erum að reyna að skoða hvað kemur til greina, bæði læknisfræðilega og þetta með sóttkvína. Svo er það spurningin hvort það breytist eitthvað staðan á Ítalíu.“ segir Klara í samtali við RÚV.
Leikur Íslands og Rúmeníu fer fram á Laugardalsvelli þann 26.mars næstkomandi.
Þetta segir Víðir Reynisson í kvöldfréttum RÚV í kvöld.
Víðir gegnir starfi öryggisstjóra KSÍ líkt og undanfarin ár en er einnig yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra og hefur því verið áberandi vegna fréttaflutnings af kórónaveirunni Covid-19 undanfarnar vikur.
Það er einmitt vegna hennar sem þeir Emil og Birkir þyrftu að koma til landsins sem fyrst þar sem þeir þurfa að vera í 14 daga í sóttkví hér á landi áður en þeir geta tekið þátt í leiknum. Víðir segir í samtali við RÚV að knattspyrnumenn geti ekki hlotið neina sérmeðferð í þessari stöðu.
Einnig var rætt við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem fram kom að knattspyrnusambandið væri að skoða möguleikann á því að fá Birki og Emil fyrr til landsins. Hefur KSÍ verið í samskiptum við félög þeirra Emils og Birkis vegna þessa.
„Já, við erum að þreifa fyrir okkur með það. En það er heldur ekkert kjörstaða að vera með landsliðsleikmann hálfan mánuð í sóttkví og ekki að æfa. Það eru svo sem engir góðir kostir í þessu en við erum að reyna að skoða hvað kemur til greina, bæði læknisfræðilega og þetta með sóttkvína. Svo er það spurningin hvort það breytist eitthvað staðan á Ítalíu.“ segir Klara í samtali við RÚV.
Leikur Íslands og Rúmeníu fer fram á Laugardalsvelli þann 26.mars næstkomandi.