Enginn viðbúnaður í Veróna vegna Íslendingahópsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 7. mars 2020 12:00 Við komu hópsins til landsins verði gætt að því að fólki sé ekki í samneyti við aðra farþega á Keflavíkurflugvelli. Aðsend Miklar varúðarráðstafanir verða gerðar á Keflavíkurflugvelli þegar hópur Íslendinga kemur frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag. Maður sem var að innrita sig í flugið á Garda flugvellinum í Veróna í morgun sagði að litlar sem engar ráðstafanir væru gerðar vegna hópsins þar úti. Samkvæmt upplýsingum almannavarna er engin í hópnum veikur af kórónuveirunni. Ríflega sjötíu manns fljúga með Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands í dag. Hluti hópsins var á vegum ferðaskrifstofanna Úrval Útsýn og Vita og hefur fólkið meðal annars verið á skíðum í Madonna. Öll Ítalía er nú skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hér á landi vegna komu hópsins. Meðal annars verður áhöfnin um borð í hlífðarbúningum og flugfreyjurnar eru allar með hjúkrunarfræðimenntun. Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, segir að fyrst og fremst sé um varúðarráðstafanir að ræða en engin í hópnum hafi veikst af kórónuveirunni. Hann segir að við komu hópsins til landsins verði gætt að því að fólki sé ekki í samneyti við aðra farþega á Keflavíkurflugvelli. Sérstök salerni verða aðeins ætluð fyrir fólkið. Þeim verður svo lokað og þrifin sérstaklega á eftir. Sérstakt sjúkraherbergi er á vellinum fyrir fólkið ef það er með einkenni svo hægt sé að taka sýni. Þá verður fólk sem er ekki á einkabílum á vellinum boðið að ferðast heim í sóttvarnarútu. Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim sem kemur með fluginu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. Hann segir að fólkið hafi fengið ítarlegar upplýsingar frá heilbrigðisyfirvöldum hér. „Við erum búin að fá tölvupóst um hvað verður gert á Keflavíkurflugvelli og hvernig flugið okkar verður þannig að þetta er eins og súrrealísk bíómynd bara.” „Þegar við komum um borð þá fáum við grænmetissamloku og fáum svo grímur og hanska í vélinni og verður komið fyrir samkvæmt ákveðnu skipulagi. Það er búið að sækja bílana okkar í Keflavík og þar förum við í gegnum sérstakt öryggishlið.“Eru einhverjar varúðarráðstafanir þarna úti? „Ekki neinar varúðarráðstafanir hér.“ „Af öllu fólkinu sem ég horfi á núna þá er kannski eitt prósent með grímu og hér eru bara mjög margir.“ Haraldur segir að fólkið í hópnum sé mjög rólegt og að engin sé veikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Miklar varúðarráðstafanir verða gerðar á Keflavíkurflugvelli þegar hópur Íslendinga kemur frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag. Maður sem var að innrita sig í flugið á Garda flugvellinum í Veróna í morgun sagði að litlar sem engar ráðstafanir væru gerðar vegna hópsins þar úti. Samkvæmt upplýsingum almannavarna er engin í hópnum veikur af kórónuveirunni. Ríflega sjötíu manns fljúga með Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands í dag. Hluti hópsins var á vegum ferðaskrifstofanna Úrval Útsýn og Vita og hefur fólkið meðal annars verið á skíðum í Madonna. Öll Ítalía er nú skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hér á landi vegna komu hópsins. Meðal annars verður áhöfnin um borð í hlífðarbúningum og flugfreyjurnar eru allar með hjúkrunarfræðimenntun. Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, segir að fyrst og fremst sé um varúðarráðstafanir að ræða en engin í hópnum hafi veikst af kórónuveirunni. Hann segir að við komu hópsins til landsins verði gætt að því að fólki sé ekki í samneyti við aðra farþega á Keflavíkurflugvelli. Sérstök salerni verða aðeins ætluð fyrir fólkið. Þeim verður svo lokað og þrifin sérstaklega á eftir. Sérstakt sjúkraherbergi er á vellinum fyrir fólkið ef það er með einkenni svo hægt sé að taka sýni. Þá verður fólk sem er ekki á einkabílum á vellinum boðið að ferðast heim í sóttvarnarútu. Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim sem kemur með fluginu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. Hann segir að fólkið hafi fengið ítarlegar upplýsingar frá heilbrigðisyfirvöldum hér. „Við erum búin að fá tölvupóst um hvað verður gert á Keflavíkurflugvelli og hvernig flugið okkar verður þannig að þetta er eins og súrrealísk bíómynd bara.” „Þegar við komum um borð þá fáum við grænmetissamloku og fáum svo grímur og hanska í vélinni og verður komið fyrir samkvæmt ákveðnu skipulagi. Það er búið að sækja bílana okkar í Keflavík og þar förum við í gegnum sérstakt öryggishlið.“Eru einhverjar varúðarráðstafanir þarna úti? „Ekki neinar varúðarráðstafanir hér.“ „Af öllu fólkinu sem ég horfi á núna þá er kannski eitt prósent með grímu og hér eru bara mjög margir.“ Haraldur segir að fólkið í hópnum sé mjög rólegt og að engin sé veikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira