Í Hrafnistuheimilunum átta, sem staðsett eru í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ hefur verið tekin sú ákvörðun að stöðva allar heimsóknir til íbúa frá og með morgundeginum, 7. mars.
Fram kemur í tilkynningu að aldrei í 60 ára sögu Hrafnistu hafi viðlíka ákvörðun verið tekin en ástæða hennar er smithætta vegna kórónuveirunnar sem dreifist nú um heimsbyggðina.
Hættustig almannavarna var fyrr í dag hækkað upp í neyðarstig. Hjúkrunarrými Hrafnistuheimilanna eru um 800 og starfa um 1500 manns hjá heimilunum. Því er ljóst að ákvörðunin mun hafa áhrif á þúsundir Íslendinga.
Í tilkynningunni segir að ákvörðunin sé stjórnendum Hrafnistu þungbær enda sé ljóst að gæti reynst mörgum heimilismönnum erfitt að fá ekki heimsóknir ættingja.
Stöðva heimsóknir til íbúa Hrafnistuheimilanna
Andri Eysteinsson skrifar
