Assad kveðst hissa á afstöðu Tyrkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. mars 2020 19:00 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. Vísir/AP Vopnahlé tók gildi í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Átökin á svæðinu höfðu verið afar hörð en sýrlenski stjórnarherinn hefur sótt að Idlib, síðasta stóra vígi uppreisnarmanna. Tyrkir hafa barist við hlið uppreisnarmanna undanfarnar vikur á meðan Rússar eru helstu bandamenn ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti áttu því maraþonfund í Moskvu í gær þar sem þeir sammældust um vopnahlé og sex kílómetra breitt öryggissvæði. „Á meðan þessu stendur áskilja Tyrkir sér rétt til þess að hefna allra árása Sýrlandsstjórnar af fullum krafti,“ sagði Erdogan þó á blaðamannafundi. Assad tjáði sig um stöðu mála í viðtali við rússneska ríkismiðilinn RTR og sagðist forviða á því hvers vegna Tyrkir styddu ekki Sýrlandsstjórn heldur tækju sér stöðu með uppreisnarmönnum, sem Assad kallaði hryðjuverkamenn. „Vitaskuld álítum við Tyrki bræðraþjóð okkar. Ég spyr Tyrki því: Hvers vegna stofnið þið til átaka við Sýrland? Hvers vegna eru tyrkneskir ríkisborgarar að deyja? Hvað gerðu Sýrlendingar Tyrkjum, fyrir stríð eða á meðan því stendur? Ekkert. Það gerðist ekkert.“ Assad gagnrýndi Tyrki jafnframt fyrir þá ákvörðun að hindra ekki lengur för flóttamanna til Grikklands. Sagði að með því væru Tyrkir að reyna að þvinga Evrópusambandið til að skerast í leikinn í Sýrlandi. Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Vopnahlé tók gildi í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Átökin á svæðinu höfðu verið afar hörð en sýrlenski stjórnarherinn hefur sótt að Idlib, síðasta stóra vígi uppreisnarmanna. Tyrkir hafa barist við hlið uppreisnarmanna undanfarnar vikur á meðan Rússar eru helstu bandamenn ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti áttu því maraþonfund í Moskvu í gær þar sem þeir sammældust um vopnahlé og sex kílómetra breitt öryggissvæði. „Á meðan þessu stendur áskilja Tyrkir sér rétt til þess að hefna allra árása Sýrlandsstjórnar af fullum krafti,“ sagði Erdogan þó á blaðamannafundi. Assad tjáði sig um stöðu mála í viðtali við rússneska ríkismiðilinn RTR og sagðist forviða á því hvers vegna Tyrkir styddu ekki Sýrlandsstjórn heldur tækju sér stöðu með uppreisnarmönnum, sem Assad kallaði hryðjuverkamenn. „Vitaskuld álítum við Tyrki bræðraþjóð okkar. Ég spyr Tyrki því: Hvers vegna stofnið þið til átaka við Sýrland? Hvers vegna eru tyrkneskir ríkisborgarar að deyja? Hvað gerðu Sýrlendingar Tyrkjum, fyrir stríð eða á meðan því stendur? Ekkert. Það gerðist ekkert.“ Assad gagnrýndi Tyrki jafnframt fyrir þá ákvörðun að hindra ekki lengur för flóttamanna til Grikklands. Sagði að með því væru Tyrkir að reyna að þvinga Evrópusambandið til að skerast í leikinn í Sýrlandi.
Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira