Flugfreyjur verða í hlífðarfötum í flugi frá Veróna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. mars 2020 19:26 Bæði Icelandair og Isavia hafa gripið til umfangsmikilla aðgerða til að reyna að sporna við að kórónuveirusmit dreifi sér. Til að mynda hafa þrif verið aukinn verulega. Icelandair reynir nú líkt og flugfélög um allan heim að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. „Við erum búin að vera að bæta við hreinlæti. Það er að segja betri þrif. Almennt eru flugvélarnar mjög vel þrifnar á milli fluga en við höfum bætt sérstaklega í. Við erum að þrífa sérstaklega þá snertifleti sem eru líklegir til þess að bera smit á milli farþega. Við erum búin að bæta við grímum fyrir bæði farþega og flugáhafnir, sótthreinsandi efni, hönskum,“ segir Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair.Þá segir Haukur reynt að skipta ört um alla bæklinga sem eru um borð í flugvélunum. Hann segir farþega ekki þurfa að hafa áhyggjur af loftgæðum. „Loftskipti um borð í flugvélum eru mun betri heldur en í þessu almenna umhverfi í kringum okkur. Það eru tíu sinnum hraðari loftskipti um borð í flugvélum heldur en í þessu umhverfi sem við stöndum í í dag,“ segir Haukur.Isavia hefur einnig breytt sínu verklagi og aukið þrif á Keflavíkurflugvelli. „Það er áhersla á þessa almennu snertifleti sem að heilbrigðisyfirvöld hafa talað um. Það er að segja eins og hurðarhúna og handrið og annað slíkt. Þannig að það er lögð áhersla á að þrífa þessa staði og þessi svæði sérstaklega vel,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia. Á laugardaginn flýgur Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands með ríflega sjötíu Íslendinga. Svæði er skilgreint sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og þarf því að grípa til ýmissa ráðstafana. Meðal annars verður áhöfnin um borð í hlífðarbúningum. „Við erum með sjö áhafnarmeðlimi í þessu. Það eru tveir flugmenn og einn flugvirki og fjórar flugfreyjur, þær eru allar hjúkrunarfræðingar. Við teljum þetta vera ábyrgustu leiðina og öruggustu leiðina til þess að koma þessu fólki heim til sín. Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Sjá meira
Bæði Icelandair og Isavia hafa gripið til umfangsmikilla aðgerða til að reyna að sporna við að kórónuveirusmit dreifi sér. Til að mynda hafa þrif verið aukinn verulega. Icelandair reynir nú líkt og flugfélög um allan heim að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. „Við erum búin að vera að bæta við hreinlæti. Það er að segja betri þrif. Almennt eru flugvélarnar mjög vel þrifnar á milli fluga en við höfum bætt sérstaklega í. Við erum að þrífa sérstaklega þá snertifleti sem eru líklegir til þess að bera smit á milli farþega. Við erum búin að bæta við grímum fyrir bæði farþega og flugáhafnir, sótthreinsandi efni, hönskum,“ segir Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair.Þá segir Haukur reynt að skipta ört um alla bæklinga sem eru um borð í flugvélunum. Hann segir farþega ekki þurfa að hafa áhyggjur af loftgæðum. „Loftskipti um borð í flugvélum eru mun betri heldur en í þessu almenna umhverfi í kringum okkur. Það eru tíu sinnum hraðari loftskipti um borð í flugvélum heldur en í þessu umhverfi sem við stöndum í í dag,“ segir Haukur.Isavia hefur einnig breytt sínu verklagi og aukið þrif á Keflavíkurflugvelli. „Það er áhersla á þessa almennu snertifleti sem að heilbrigðisyfirvöld hafa talað um. Það er að segja eins og hurðarhúna og handrið og annað slíkt. Þannig að það er lögð áhersla á að þrífa þessa staði og þessi svæði sérstaklega vel,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia. Á laugardaginn flýgur Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands með ríflega sjötíu Íslendinga. Svæði er skilgreint sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og þarf því að grípa til ýmissa ráðstafana. Meðal annars verður áhöfnin um borð í hlífðarbúningum. „Við erum með sjö áhafnarmeðlimi í þessu. Það eru tveir flugmenn og einn flugvirki og fjórar flugfreyjur, þær eru allar hjúkrunarfræðingar. Við teljum þetta vera ábyrgustu leiðina og öruggustu leiðina til þess að koma þessu fólki heim til sín. Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Sjá meira