Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2020 17:30 Töluverðar breytingar verða gerðar á lögum um mannanöfn nái frumvarpið fram að ganga. Vísir/Vilhelm Halldór Ármann Sigurðsson, fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Það sé mikið fagnaðarefni og framfaraskref verði frumvarpið að lögum. Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur segir núgildandi lög um mannanöfn fela í sér mannréttindabrot. Þetta kemur fram í umsögnum Halldórs og Eiríks um frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda en umsagnafrestur rennur út í dag. Auk þess að hafa gegnt formennsku í mannanafnanefnd átti Halldór jafnframt sæti í nefnd sem samdi frumvarp að núgildandi lögum um mannanöfn sem samþykkt voru árið 1996. „Það er löngu kominn tími til að gerbreyta lögunum, eins og nú er lagt til. Við sem áttum sæti í frumvarpsnefndinni 1994–1996 lögðumst gegn ættarnöfnum, töldum þau vera ógn við íslenska kenninafnasiðinn. En þetta var missýn,“ skrifar Halldór meðal annars í umsögn sinni. „Það er ótækt í nútímaþjóðfélagi að stjórna nöfnum, þar með töldum ættarnöfnum, með lagaboði nema að ákaflega takmörkuðu leyti,“ skrifar Halldór ennfremur en meðal þess sem boðað er í frumvarpinu er að ættarnöfn verði leyfð að nýju. Halldór kveðst þeirrar skoðunar að best og einfaldast værir „að hafa engar hömlur á ættarnöfnum en treysta þess í stað á dómgreind og smekkvísi almennings.“ Frestur til að skila inn umsögn í samráðsgátt um frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um mannanöfn rennur út í dag.Vísir/Vilhelm Þá tekur hann undir með Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, sem einnig hefur sent inn umsögn um frumvarpið, að ekki verði betur séð en að takmarkanir á notkun ættarnafna feli í sér brot á 65. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir meðal annars að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits, meðal annars, til ætternis. Í umsögn sinni segir Eiríkur frumvarpið vera verulega réttarbót sem „afnemur þá mismunun sem felst í gildandi lögum og er í raun mannréttindabrot.“ Ensk nöfn geti haft „ófyrirséðar afleiðingar“ fyrir tungumálið Ármann Jakobsson, prófessor í íslensku og formaður Íslenskrar málnefndar, er ekki jafn sannfærður um ágæti frumvarpsins. Í umsögn sinni segir hann frumvarpið þó vera ótvíræða framför frá fyrri frumvörpum af svipuðum toga. Til að mynda sé með þessu frumvarpi gert ráð fyrir meiri ráðgjöf um nöfn en í fyrri frumvörpum. Þá sé gengið út frá íslensku hvað varðar stafsetningu nafna. „Á hinn bóginn dregur frumvarpið úr lögvörn fyrir íslensku sem er þó þjóðtunga og opinbert mál á landinu samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu,“ skrifar Ármann meðal annars í sinni umsögn. „Þó að alloft geti orkað tvímælis hvort einstök nöfn falli að íslensku málkerfi veitti það þó ákveðna viðspyrnu að nefnd sérfróðra úrskurðaði um málið. Nú er gert ráð fyrir að leyft verði að skrá ýmis erlend nöfn sem íslensk og þar með í sjálfu sér ekkert sem hindrar að t.d. ensk nöfn fari að tíðkast hér með ófyrirséðum afleiðingum fyrir tungumálið sjálft,“ segir einnig í umsögn Ármanns. Veltir hann því fyrir sér hvort eðlilegra væri að áfram yrði til mannanafnanefnd eða önnur stjórnvaldsstofnun sem myndi annast ráðgjöf um nafngiftir, þótt lögum yrði breytt. „Þannig verði gengið út frá því að foreldrar vilji helst velja börnum sínum góð og gild íslensk nöfn og að hið opinbera bjóði upp á aðstoð við það enda fjölmargir sérfræðingar til sem geta veitt hana,“ skrifar Ármann um leið og hann segir eðlilegt að frelsi í nafngiftum sé eins mikið og kostur er. Alls hafa borist sex umsagnir um frumvarpið þegar þetta er skrifað, flestar jákvæðar hvað varðar efni frumvarpsins þótt nokkuð sé um athugasemdir hvað varðar einstaka greinar frumvarpsins. Alþingi Mannanöfn Stjórnsýsla Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Halldór Ármann Sigurðsson, fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Það sé mikið fagnaðarefni og framfaraskref verði frumvarpið að lögum. Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur segir núgildandi lög um mannanöfn fela í sér mannréttindabrot. Þetta kemur fram í umsögnum Halldórs og Eiríks um frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda en umsagnafrestur rennur út í dag. Auk þess að hafa gegnt formennsku í mannanafnanefnd átti Halldór jafnframt sæti í nefnd sem samdi frumvarp að núgildandi lögum um mannanöfn sem samþykkt voru árið 1996. „Það er löngu kominn tími til að gerbreyta lögunum, eins og nú er lagt til. Við sem áttum sæti í frumvarpsnefndinni 1994–1996 lögðumst gegn ættarnöfnum, töldum þau vera ógn við íslenska kenninafnasiðinn. En þetta var missýn,“ skrifar Halldór meðal annars í umsögn sinni. „Það er ótækt í nútímaþjóðfélagi að stjórna nöfnum, þar með töldum ættarnöfnum, með lagaboði nema að ákaflega takmörkuðu leyti,“ skrifar Halldór ennfremur en meðal þess sem boðað er í frumvarpinu er að ættarnöfn verði leyfð að nýju. Halldór kveðst þeirrar skoðunar að best og einfaldast værir „að hafa engar hömlur á ættarnöfnum en treysta þess í stað á dómgreind og smekkvísi almennings.“ Frestur til að skila inn umsögn í samráðsgátt um frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um mannanöfn rennur út í dag.Vísir/Vilhelm Þá tekur hann undir með Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, sem einnig hefur sent inn umsögn um frumvarpið, að ekki verði betur séð en að takmarkanir á notkun ættarnafna feli í sér brot á 65. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir meðal annars að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits, meðal annars, til ætternis. Í umsögn sinni segir Eiríkur frumvarpið vera verulega réttarbót sem „afnemur þá mismunun sem felst í gildandi lögum og er í raun mannréttindabrot.“ Ensk nöfn geti haft „ófyrirséðar afleiðingar“ fyrir tungumálið Ármann Jakobsson, prófessor í íslensku og formaður Íslenskrar málnefndar, er ekki jafn sannfærður um ágæti frumvarpsins. Í umsögn sinni segir hann frumvarpið þó vera ótvíræða framför frá fyrri frumvörpum af svipuðum toga. Til að mynda sé með þessu frumvarpi gert ráð fyrir meiri ráðgjöf um nöfn en í fyrri frumvörpum. Þá sé gengið út frá íslensku hvað varðar stafsetningu nafna. „Á hinn bóginn dregur frumvarpið úr lögvörn fyrir íslensku sem er þó þjóðtunga og opinbert mál á landinu samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu,“ skrifar Ármann meðal annars í sinni umsögn. „Þó að alloft geti orkað tvímælis hvort einstök nöfn falli að íslensku málkerfi veitti það þó ákveðna viðspyrnu að nefnd sérfróðra úrskurðaði um málið. Nú er gert ráð fyrir að leyft verði að skrá ýmis erlend nöfn sem íslensk og þar með í sjálfu sér ekkert sem hindrar að t.d. ensk nöfn fari að tíðkast hér með ófyrirséðum afleiðingum fyrir tungumálið sjálft,“ segir einnig í umsögn Ármanns. Veltir hann því fyrir sér hvort eðlilegra væri að áfram yrði til mannanafnanefnd eða önnur stjórnvaldsstofnun sem myndi annast ráðgjöf um nafngiftir, þótt lögum yrði breytt. „Þannig verði gengið út frá því að foreldrar vilji helst velja börnum sínum góð og gild íslensk nöfn og að hið opinbera bjóði upp á aðstoð við það enda fjölmargir sérfræðingar til sem geta veitt hana,“ skrifar Ármann um leið og hann segir eðlilegt að frelsi í nafngiftum sé eins mikið og kostur er. Alls hafa borist sex umsagnir um frumvarpið þegar þetta er skrifað, flestar jákvæðar hvað varðar efni frumvarpsins þótt nokkuð sé um athugasemdir hvað varðar einstaka greinar frumvarpsins.
Alþingi Mannanöfn Stjórnsýsla Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira