Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2020 07:57 Frá upplýsingafundi almannavarna. Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sitja fyrir miðju. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. Biðlað er til hlutaðeigandi aðila að afstýra verkföllunum vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta hefur Morgunblaðið upp úr minnisblaði sem áðurnefnd embætti skrifuðu undir. Þjónusta fjölda opinberra stofnana, þar af margra innan heilbrigðiskerfisins, mun skerðast verulega með verkfallsaðgerðum BSRB sem boðað hefur verið til í næstu viku. Þá hefur verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni einnig haft veruleg áhrif á sambærilega þjónustu en þó hafa verið veittar undanþágur frá verkfallsaðgerðum á velferðarsviði Reykjavíkurborgar vegna kórónuveirunnar. Hættustig almannavarna er nú í gildi á landinu vegna veirunnar. 26 smit hafa greinst hér, sem öll má rekja til utanlandsferða. Í minnisblaðinu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Kjartan Þorkelsson settur ríkislögreglustjóri skrifa undir segir m.a. að þegar unnið sé eftir viðbragðsáætlun sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sé „hver einasti hlekkur í keðjunni mikilvægur“. Ríkir almannahagsmunir standi til þess að störf á heilbrigðisstofnunum, hjúkrunarheimilum, hjá viðbragðsaðilum og öðrum stofnunum verði með sem eðlilegustum hætti. Því sé biðlað til hlutaðeigandi aðila að afstýra yfirstandandi og fyrirhuguðum verkföllum. Þegar hafa forstöðumenn í heilbrigðisgeiranum lýst yfir áhyggjum af verkfallsaðgerðunum. Forstjóri heilsugæslunnar og framkvæmdastjóri Landspítalans telja yfirvofandi verkföll BSRB hættuleg ofan í kórónuveirufaraldur. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15 Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. Biðlað er til hlutaðeigandi aðila að afstýra verkföllunum vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta hefur Morgunblaðið upp úr minnisblaði sem áðurnefnd embætti skrifuðu undir. Þjónusta fjölda opinberra stofnana, þar af margra innan heilbrigðiskerfisins, mun skerðast verulega með verkfallsaðgerðum BSRB sem boðað hefur verið til í næstu viku. Þá hefur verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni einnig haft veruleg áhrif á sambærilega þjónustu en þó hafa verið veittar undanþágur frá verkfallsaðgerðum á velferðarsviði Reykjavíkurborgar vegna kórónuveirunnar. Hættustig almannavarna er nú í gildi á landinu vegna veirunnar. 26 smit hafa greinst hér, sem öll má rekja til utanlandsferða. Í minnisblaðinu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Kjartan Þorkelsson settur ríkislögreglustjóri skrifa undir segir m.a. að þegar unnið sé eftir viðbragðsáætlun sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sé „hver einasti hlekkur í keðjunni mikilvægur“. Ríkir almannahagsmunir standi til þess að störf á heilbrigðisstofnunum, hjúkrunarheimilum, hjá viðbragðsaðilum og öðrum stofnunum verði með sem eðlilegustum hætti. Því sé biðlað til hlutaðeigandi aðila að afstýra yfirstandandi og fyrirhuguðum verkföllum. Þegar hafa forstöðumenn í heilbrigðisgeiranum lýst yfir áhyggjum af verkfallsaðgerðunum. Forstjóri heilsugæslunnar og framkvæmdastjóri Landspítalans telja yfirvofandi verkföll BSRB hættuleg ofan í kórónuveirufaraldur.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15 Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15
Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30
Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24
Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45