Minnihlutinn mótfallinn 600 milljóna viðbótarlántöku Sorpu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2020 13:27 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn samþykkti í gær erindi Sorpu bs. um heimild til tímabundinnar viðbótarlántöku upp á 600 milljónir til að mæta rekstrarvanda byggðasamlagsins. Erindið sendi stjórn Sorpu bs. á borgar- og bæjarráð allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þann 24. febrúar þar sem þess er farið á leit við sveitarstjórnir að þær samþykki tímabundna lántöku í formi yfirdráttarheimildar til loka þessa árs. Málið var til umfjöllunar á fundi borgarráðs 27. febrúar en tólf borgarfulltrúar meirihlutans samþykktu þann lið fundargerðar borgarráðs er málið varðar. Tíu borgarfulltrúar minnihluta greiddu atkvæði á móti og einn greiddi ekki atkvæði.Sjá einnig: Stjórn Sorpu samþykki 600 milljóna viðbótarlántöku „Ég óttast að hún verði nú ekki tímabundin og ekki sú síðasta. Við erum að sjá þetta í annað sinn sveitarfélögin hafa þurft að hlaupa undir „sorp-bagga“ Sorpu,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í umræðu um málið á fundi borgarstjórnar í gær. „Hér er enn og aftur verið að farið fram á að veðsetja útsvarstekjur Reykjavíkurborgar svo Sorpa geti fengið lán vegna framúrkeyrslu upp á einn og hálfan milljarð króna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast alfarið gegn því að veita veð í útsvarstekjum skattgreiðenda í Reykjavík vegna lausataka í rekstri byggðasamlagsins og greiða atkvæði gegn því,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.visir/vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lýsti jafnframt efasemdum í sinni bókun. „Borgarbúar munu bera hitann og þungann af greiðslu lána. Nú er beðið um 600 milljóna skammtímalán til viðbótar við 500 milljónir sem þegar er heimild fyrir. Heildarskuld er 4,1 milljarður. Stjórn ætlar að sitja áfram þrátt fyrir áfellisdóm sem lesa má í skýrslu innri endurskoðunar. Framkvæmdastjórinn rekinn en sagt að hann hafi ekkert saknæmt gert. Meðal bjargvætta eru stjórnarformaður Félagsbústaða og fyrrverandi fjármálastjóri. Flokkur fólksins veltir fyrir sér hæfi þeirra í þessu máli,“ segir í bókun Flokks fólksins. Þá sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, að nauðsynlegt væri að endurskoða uppsetningu og skipulag Sorpu í heild sinni. „Fyrirkomulag byggðasamlaga gerir það af verkum að ákvarðanataka er færð frá hinum lýðræðislega vettvangi sem nýtur beins aðhalds frá almenningi yfir á vettvang sem lýtur svipuðum lögmálum og einkarekin fyrirtæki,“ segir í bókun Sósíalista. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.Vísir/Vilhelm „Aðkoma sveitarfélaganna er þá líkari eigenda hlutafjár og skyldur stjórnarfólks líkari þeim sem stjórnir einkafyrirtækja hafa gagnvart eigendum sínum,“ segir ennfremur í bókuninni. Þetta hafi að mati sósíalista skaðað og grafið undan opinberri þjónustu. „Við eigum að vinda ofan af þessu og endurreisa mikilvægar stofnanir samfélagsins með því að fella þær aftur inn í verksvið hins lýðræðislega vettvangs. Við eigum að einblína á að setja þeim samfélagsleg markmið en ekki kröfur um hagræðingu sem eru líklegar til að bitna illa á þeim sem eiga í hlut.“ Borgarstjórn Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39 Stjórn Sorpu samþykki 600 milljóna viðbótarlántöku Stjórn Sorpu kynnti erfiða fjárhagsstöðu byggðasamlagsins og fyrirhugaðar aðgerðir til að bregðast við henni á fundi með kjörnum fulltrúum í morgun. 24. febrúar 2020 11:46 Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37 Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í gær erindi Sorpu bs. um heimild til tímabundinnar viðbótarlántöku upp á 600 milljónir til að mæta rekstrarvanda byggðasamlagsins. Erindið sendi stjórn Sorpu bs. á borgar- og bæjarráð allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þann 24. febrúar þar sem þess er farið á leit við sveitarstjórnir að þær samþykki tímabundna lántöku í formi yfirdráttarheimildar til loka þessa árs. Málið var til umfjöllunar á fundi borgarráðs 27. febrúar en tólf borgarfulltrúar meirihlutans samþykktu þann lið fundargerðar borgarráðs er málið varðar. Tíu borgarfulltrúar minnihluta greiddu atkvæði á móti og einn greiddi ekki atkvæði.Sjá einnig: Stjórn Sorpu samþykki 600 milljóna viðbótarlántöku „Ég óttast að hún verði nú ekki tímabundin og ekki sú síðasta. Við erum að sjá þetta í annað sinn sveitarfélögin hafa þurft að hlaupa undir „sorp-bagga“ Sorpu,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í umræðu um málið á fundi borgarstjórnar í gær. „Hér er enn og aftur verið að farið fram á að veðsetja útsvarstekjur Reykjavíkurborgar svo Sorpa geti fengið lán vegna framúrkeyrslu upp á einn og hálfan milljarð króna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast alfarið gegn því að veita veð í útsvarstekjum skattgreiðenda í Reykjavík vegna lausataka í rekstri byggðasamlagsins og greiða atkvæði gegn því,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.visir/vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lýsti jafnframt efasemdum í sinni bókun. „Borgarbúar munu bera hitann og þungann af greiðslu lána. Nú er beðið um 600 milljóna skammtímalán til viðbótar við 500 milljónir sem þegar er heimild fyrir. Heildarskuld er 4,1 milljarður. Stjórn ætlar að sitja áfram þrátt fyrir áfellisdóm sem lesa má í skýrslu innri endurskoðunar. Framkvæmdastjórinn rekinn en sagt að hann hafi ekkert saknæmt gert. Meðal bjargvætta eru stjórnarformaður Félagsbústaða og fyrrverandi fjármálastjóri. Flokkur fólksins veltir fyrir sér hæfi þeirra í þessu máli,“ segir í bókun Flokks fólksins. Þá sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, að nauðsynlegt væri að endurskoða uppsetningu og skipulag Sorpu í heild sinni. „Fyrirkomulag byggðasamlaga gerir það af verkum að ákvarðanataka er færð frá hinum lýðræðislega vettvangi sem nýtur beins aðhalds frá almenningi yfir á vettvang sem lýtur svipuðum lögmálum og einkarekin fyrirtæki,“ segir í bókun Sósíalista. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.Vísir/Vilhelm „Aðkoma sveitarfélaganna er þá líkari eigenda hlutafjár og skyldur stjórnarfólks líkari þeim sem stjórnir einkafyrirtækja hafa gagnvart eigendum sínum,“ segir ennfremur í bókuninni. Þetta hafi að mati sósíalista skaðað og grafið undan opinberri þjónustu. „Við eigum að vinda ofan af þessu og endurreisa mikilvægar stofnanir samfélagsins með því að fella þær aftur inn í verksvið hins lýðræðislega vettvangs. Við eigum að einblína á að setja þeim samfélagsleg markmið en ekki kröfur um hagræðingu sem eru líklegar til að bitna illa á þeim sem eiga í hlut.“
Borgarstjórn Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39 Stjórn Sorpu samþykki 600 milljóna viðbótarlántöku Stjórn Sorpu kynnti erfiða fjárhagsstöðu byggðasamlagsins og fyrirhugaðar aðgerðir til að bregðast við henni á fundi með kjörnum fulltrúum í morgun. 24. febrúar 2020 11:46 Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37 Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49
Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39
Stjórn Sorpu samþykki 600 milljóna viðbótarlántöku Stjórn Sorpu kynnti erfiða fjárhagsstöðu byggðasamlagsins og fyrirhugaðar aðgerðir til að bregðast við henni á fundi með kjörnum fulltrúum í morgun. 24. febrúar 2020 11:46
Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37
Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42