Enn beðið eftir áliti hæfnisnefndar um stöðu ríkislögreglustjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2020 10:45 Stefnt er að því að setja í embætti ríkislögreglustjóra fljótlega. Vísir/Vilhelm Hæfnisnefnd hefur enn ekki skilað ráðherra áliti sínu um mat á umsækjendum um stöðu ríkislögreglustjóra. Eftir að Haraldur Johannessen lét af störfum var Kjartan Þorkelsson tímabundið settur ríkislögreglustjóri, upprunalega til 1. mars en setning hans var framlengd til 15. mars.Sjá einnig: Kjartan tímabundið áfram ríkislögreglustjóri Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu liggur enn ekki ljóst fyrir hvenær skipað verður í stöðuna enda hafi tillögur hæfnisnefndar enn ekki borist ráðherra svo óljóst er nákvæmlega hversu hratt verður hægt að ganga frá ráðningu. Þar sem hæfnisnefnd hefur ekki skilað áliti sínu getur ráðuneytið ekki veitt upplýsingar um hversu margir eða hvaða umsækjendur þykja hæfastir til að gegna stöðunni. Búist er þó við að tillögur hæfnisnefndar muni liggja fyrir á allra næstu dögum. Sjö umsækjendur voru um embætti ríkislögreglustjóra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol. Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Kristín Jóhannesdóttir, lögfræðingur, Logi Kjartansson, lögfræðingur og Arnar Ágústsson, öryggisvörður. Þegar niðurstöður hæfnisnefndar liggja fyrir mun dómsmálaráðherra í framhaldinu taka viðtal við umsækjendur áður en skipað verður í stöðuna. Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Ráðning í embætti ríkislögreglustjóra er í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. 18. febrúar 2020 17:45 Stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra tilbúin Úttekt Ríkisendurskoðunar um embætti ríkislögreglustjóra er lokið og hefur skýrsla verið send Alþingi til meðferðar. 3. mars 2020 18:02 Kjartan tímabundið áfram ríkislögreglustóri Kjartan Þorkelsson verður áfram settur ríkislögreglustjóri, fimmtán daga til viðbótar eða til 15. mars. Þetta hefur fengist staðfest frá dómsmálaráðneytinu. 28. febrúar 2020 08:32 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
Hæfnisnefnd hefur enn ekki skilað ráðherra áliti sínu um mat á umsækjendum um stöðu ríkislögreglustjóra. Eftir að Haraldur Johannessen lét af störfum var Kjartan Þorkelsson tímabundið settur ríkislögreglustjóri, upprunalega til 1. mars en setning hans var framlengd til 15. mars.Sjá einnig: Kjartan tímabundið áfram ríkislögreglustjóri Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu liggur enn ekki ljóst fyrir hvenær skipað verður í stöðuna enda hafi tillögur hæfnisnefndar enn ekki borist ráðherra svo óljóst er nákvæmlega hversu hratt verður hægt að ganga frá ráðningu. Þar sem hæfnisnefnd hefur ekki skilað áliti sínu getur ráðuneytið ekki veitt upplýsingar um hversu margir eða hvaða umsækjendur þykja hæfastir til að gegna stöðunni. Búist er þó við að tillögur hæfnisnefndar muni liggja fyrir á allra næstu dögum. Sjö umsækjendur voru um embætti ríkislögreglustjóra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol. Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Kristín Jóhannesdóttir, lögfræðingur, Logi Kjartansson, lögfræðingur og Arnar Ágústsson, öryggisvörður. Þegar niðurstöður hæfnisnefndar liggja fyrir mun dómsmálaráðherra í framhaldinu taka viðtal við umsækjendur áður en skipað verður í stöðuna.
Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Ráðning í embætti ríkislögreglustjóra er í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. 18. febrúar 2020 17:45 Stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra tilbúin Úttekt Ríkisendurskoðunar um embætti ríkislögreglustjóra er lokið og hefur skýrsla verið send Alþingi til meðferðar. 3. mars 2020 18:02 Kjartan tímabundið áfram ríkislögreglustóri Kjartan Þorkelsson verður áfram settur ríkislögreglustjóri, fimmtán daga til viðbótar eða til 15. mars. Þetta hefur fengist staðfest frá dómsmálaráðneytinu. 28. febrúar 2020 08:32 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Ráðning í embætti ríkislögreglustjóra er í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. 18. febrúar 2020 17:45
Stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra tilbúin Úttekt Ríkisendurskoðunar um embætti ríkislögreglustjóra er lokið og hefur skýrsla verið send Alþingi til meðferðar. 3. mars 2020 18:02
Kjartan tímabundið áfram ríkislögreglustóri Kjartan Þorkelsson verður áfram settur ríkislögreglustjóri, fimmtán daga til viðbótar eða til 15. mars. Þetta hefur fengist staðfest frá dómsmálaráðneytinu. 28. febrúar 2020 08:32