Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. mars 2020 19:30 Netflix segist ekki vilja tjá sig um slúður og getgátur í sambandi við tengsl Daða Freys og Netflixmyndarinnar Eurovision. getty/chesnot/skjáskot Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrell um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. „Við munum ekki tjá okkur um slúður eða getgátur,“ stóð í svari streymisveitunnar við tísti @jrawson. Sá birti í gær mynd af meintu skjali frá Netflix þar sem fram kemur markaðsáætlun fyrir kvikmyndina Eurovision sem grínistinn Will Ferrell skrifaði og leikur í. Taka skal þó fram að textinn í skjalinu er þannig upp settur að hann virðist vera vangaveltur og frekar grín „samsæriskenningasmiðsins“ frekar en nokkuð annað. Við deilinguna skrifar hann: „Einhver frá @netflix lak þessu. Þetta er risastórt. Útskýrir allt.“ We will not comment on rumour or speculation. https://t.co/z8PVWtfnWd— Netflix UK & Ireland (@NetflixUK) March 3, 2020 Skjalið er merkt Netflix og kvikmyndinni Eurovision og kemur fram þar að þetta sé markaðsáætlun fyrir myndina. Þá virðist stimpill í hægra horni sem á stendur að skjalið sé trúnaðargögn. „29. febrúar 2020 – Tryggja að Daði verði fyrir tækniörðugleikum í íslensku lokakeppninni, sem tryggir honum vorkunnaratkvæði og að lokum sigur,“ stendur í skjalinu. Fyrsta skrefið í þessari „áætlun“ á þó að hafa verið tekið árið 2014 með stofnun Twitter-aðgangsins @robholley og á tilgangur þess að hafa verið sá að fjalla um Eurovision fyrir nokkra stóra miðla í nokkur ár áður en hann deildi myndbandi af lagi Daða. Þá hafi næsta skref í þessari áætlun verið að fá Russell Crowe, Rylan Clark-Neal og Robert Peston til að deila laginu í skiptum fyrir eigin Netflix seríur. Aðrir áætlunarliðir eru meðal annars að fá Gretu Thunberg til að dansa dansinn við Think About Things á blaðamannafundi hjá Sameinuðu þjóðunum ásamt Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og Jimmy Carter, stjórnmálamanni, og að Meghan Markle og Harry Bretaprins skyldu tilkynna að þau ættu von á öðrum dreng og hann skyldi nefndur Daði. Þetta á, samkvæmt plagginu, að vera auglýsingaherferðin fyrir Eurovision kvikmyndina. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Netflix Tengdar fréttir Daði ætlar sér ekki að breyta atriðinu "Núna er bara að fara af stað svaka prógram,“ segir Daði Freyr Pétursson í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Daði og Gagnamagnið unnið Söngvakeppnina á laugardaginn með laginu Think about things sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 3. mars 2020 16:33 Dara Ó Briain sjúkur í Daða og Gagnamagnið Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 2. mars 2020 12:00 Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 23:54 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrell um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. „Við munum ekki tjá okkur um slúður eða getgátur,“ stóð í svari streymisveitunnar við tísti @jrawson. Sá birti í gær mynd af meintu skjali frá Netflix þar sem fram kemur markaðsáætlun fyrir kvikmyndina Eurovision sem grínistinn Will Ferrell skrifaði og leikur í. Taka skal þó fram að textinn í skjalinu er þannig upp settur að hann virðist vera vangaveltur og frekar grín „samsæriskenningasmiðsins“ frekar en nokkuð annað. Við deilinguna skrifar hann: „Einhver frá @netflix lak þessu. Þetta er risastórt. Útskýrir allt.“ We will not comment on rumour or speculation. https://t.co/z8PVWtfnWd— Netflix UK & Ireland (@NetflixUK) March 3, 2020 Skjalið er merkt Netflix og kvikmyndinni Eurovision og kemur fram þar að þetta sé markaðsáætlun fyrir myndina. Þá virðist stimpill í hægra horni sem á stendur að skjalið sé trúnaðargögn. „29. febrúar 2020 – Tryggja að Daði verði fyrir tækniörðugleikum í íslensku lokakeppninni, sem tryggir honum vorkunnaratkvæði og að lokum sigur,“ stendur í skjalinu. Fyrsta skrefið í þessari „áætlun“ á þó að hafa verið tekið árið 2014 með stofnun Twitter-aðgangsins @robholley og á tilgangur þess að hafa verið sá að fjalla um Eurovision fyrir nokkra stóra miðla í nokkur ár áður en hann deildi myndbandi af lagi Daða. Þá hafi næsta skref í þessari áætlun verið að fá Russell Crowe, Rylan Clark-Neal og Robert Peston til að deila laginu í skiptum fyrir eigin Netflix seríur. Aðrir áætlunarliðir eru meðal annars að fá Gretu Thunberg til að dansa dansinn við Think About Things á blaðamannafundi hjá Sameinuðu þjóðunum ásamt Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og Jimmy Carter, stjórnmálamanni, og að Meghan Markle og Harry Bretaprins skyldu tilkynna að þau ættu von á öðrum dreng og hann skyldi nefndur Daði. Þetta á, samkvæmt plagginu, að vera auglýsingaherferðin fyrir Eurovision kvikmyndina.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Netflix Tengdar fréttir Daði ætlar sér ekki að breyta atriðinu "Núna er bara að fara af stað svaka prógram,“ segir Daði Freyr Pétursson í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Daði og Gagnamagnið unnið Söngvakeppnina á laugardaginn með laginu Think about things sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 3. mars 2020 16:33 Dara Ó Briain sjúkur í Daða og Gagnamagnið Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 2. mars 2020 12:00 Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 23:54 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Daði ætlar sér ekki að breyta atriðinu "Núna er bara að fara af stað svaka prógram,“ segir Daði Freyr Pétursson í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Daði og Gagnamagnið unnið Söngvakeppnina á laugardaginn með laginu Think about things sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 3. mars 2020 16:33
Dara Ó Briain sjúkur í Daða og Gagnamagnið Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 2. mars 2020 12:00
Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 23:54