Undanfarnir dagar aðeins „upphitun fyrir mjög langt hlaup“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2020 14:34 Tuttugu og fjögur sýni eru nú til rannsóknar. Vísir/vilhelm Aðgerðir almannavarna undanfarnar vikur vegna kórónuveirunnar eru aðeins upphitun fyrir langhlaup. Þá verður faraldur veirunnar að öllum líkindum ekki genginn yfir innan fárra vikna, líkt og margir hafa vonast til. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra á upplýsingafundi almannavarna í dag. Fram kom á fundinum að vel yfir hundrað sýni hafa nú verið tekin vegna veirunnar og rúmlega 300 manns eru í sóttkví. Líkt og áður hefur komið fram eru tíu af ellefu tilfellum rakin til Ítalíu en hið ellefta til Austurríkis. Öll staðfest smit eru enn bundin við höfuðborgarsvæðið. Tuttugu og fjögur sýni eru nú til rannsóknar. Sjá einnig: Össur hættir við árshátíð um helgina Víðir vakti máls á því á fundinum að þegar hættumat af völdum veirunnar á heimsvísu væri skoðað væri oft talað um að svona faraldur gengi yfir á einhverjum vikum; átta, tólf, fjórtán eða hvað það nú væri. Það væri jafnframt mikilvægur hluti af vinnu almannavarna nú að horfa fram í tímann. Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Víðir kvaðst þó vilja vekja athygli á því að þrátt fyrir að almannavarnir væru á fullri ferð, og hefðu verið það undanfarnar vikur, væri aðeins um að ræða „upphitun fyrir mjög langt hlaup“. Almannavarnir eigi eftir að vera til taks, tala saman og fara yfir hlutina í einhverja mánuði. Víðir sagðist einnig hafa fengið fjölda SMS-skilaboða frá fólki sem spurði hann hvort veiran yrði ekki gengin yfir eftir tvær vikur. Víðir sagði að fólk þyrfti að vera undirbúið undir það að svo yrði ekki. Allar áætlanir almannavarna og heilbrigðisyfirvalda miði að því að unnið verði að þessu verkefni næstu mánuði. „Staðreyndin er sú að faraldur sem við erum ekki með neinar varnir gegn, hann tekur töluverðan tíma að ganga yfir,“ segir Víðir. „Við verðum að vera vakandi fyrir því að við erum rétt að byrja í einhverju ferðalagi. Við vitum sirka hvernig það mun vera en vitum ekki hvað það varir í langan tíma.“ Hér að neðan má sjá upplýsingafundinn í heild sinni. Klippa: Útbreiðsla kórónuveiru - Fimmti blaðamannafundur Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Aðgerðir almannavarna undanfarnar vikur vegna kórónuveirunnar eru aðeins upphitun fyrir langhlaup. Þá verður faraldur veirunnar að öllum líkindum ekki genginn yfir innan fárra vikna, líkt og margir hafa vonast til. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra á upplýsingafundi almannavarna í dag. Fram kom á fundinum að vel yfir hundrað sýni hafa nú verið tekin vegna veirunnar og rúmlega 300 manns eru í sóttkví. Líkt og áður hefur komið fram eru tíu af ellefu tilfellum rakin til Ítalíu en hið ellefta til Austurríkis. Öll staðfest smit eru enn bundin við höfuðborgarsvæðið. Tuttugu og fjögur sýni eru nú til rannsóknar. Sjá einnig: Össur hættir við árshátíð um helgina Víðir vakti máls á því á fundinum að þegar hættumat af völdum veirunnar á heimsvísu væri skoðað væri oft talað um að svona faraldur gengi yfir á einhverjum vikum; átta, tólf, fjórtán eða hvað það nú væri. Það væri jafnframt mikilvægur hluti af vinnu almannavarna nú að horfa fram í tímann. Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Víðir kvaðst þó vilja vekja athygli á því að þrátt fyrir að almannavarnir væru á fullri ferð, og hefðu verið það undanfarnar vikur, væri aðeins um að ræða „upphitun fyrir mjög langt hlaup“. Almannavarnir eigi eftir að vera til taks, tala saman og fara yfir hlutina í einhverja mánuði. Víðir sagðist einnig hafa fengið fjölda SMS-skilaboða frá fólki sem spurði hann hvort veiran yrði ekki gengin yfir eftir tvær vikur. Víðir sagði að fólk þyrfti að vera undirbúið undir það að svo yrði ekki. Allar áætlanir almannavarna og heilbrigðisyfirvalda miði að því að unnið verði að þessu verkefni næstu mánuði. „Staðreyndin er sú að faraldur sem við erum ekki með neinar varnir gegn, hann tekur töluverðan tíma að ganga yfir,“ segir Víðir. „Við verðum að vera vakandi fyrir því að við erum rétt að byrja í einhverju ferðalagi. Við vitum sirka hvernig það mun vera en vitum ekki hvað það varir í langan tíma.“ Hér að neðan má sjá upplýsingafundinn í heild sinni. Klippa: Útbreiðsla kórónuveiru - Fimmti blaðamannafundur
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11
Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05
Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28