Aukafjármagn til þrifa vegna kórónuveirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2020 11:02 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs. Vísir/Vilhelm Borgarráð hyggst leggja til fjármagn til aukinna þrifa í stofnunum borgarinnar vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19-sjúkdómnum. Þetta var samþykkt á borgarráðsfundi í morgun. Í tilkynningu segir að sérstök áhersla verði lögð á aukin þrif í stofnunum og starfsstöðum sem þjónusta og vista heilsufarslega viðkvæma einstaklinga. „Fagsviðum og stofnunum þeirra er falið að gera aðgerðaráætlanir um hvernig staðið verði að auknum þrifum og að leggja mat á áætlaðan viðbótarkostnað vegna þessa. Fjármála- og áhættustýringarsviði er falið að halda með heildstæðum hætti utan um kostnaðarmatið,“ segir í tilkynningu. Neyðarstjórn Reykjavíkur virkjaði viðbragðsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir hættustig almannavarna á föstudaginn í kjölfar fyrsta staðfesta kórónuveirusmitsins. Neyðarstjórn hefur fundað daglega síðan. Unnið hefur verið að því að koma nauðsynlegum upplýsingum sem fyrst til starfsfólks borgarinnar í nánu samstarfi við almannavarnir. Í tilkynningu segir að neyðarstjórn búi m.a. að því að fyrir tæpum mánuði var haldin æfing vegna heimsfaraldurs inflúensu og viðbragðsáætlanir uppfærðar. Borgarráð hvetur jafnframt starfsfólk borgarinnar til að fylgjast vel með fyrirmælum landlæknis og heilbrigðisstarfsfólks m.a. um sóttvarnir, almenna umgengni og þrif. „Yfirstandandi verkfall í borginni gerir þessa stöðu sérstaklega alvarlega þar sem fyrir liggur að almennum þrifum er nú þegar ábótavant á vissum stöðum auk þess sem sorp er farið að safnast fyrir bæði við heimili fólks og í borgarlandinu. Reykjavíkurborg leggur nú allt kapp á að vinna það upp á undanþágum sem hafa fengist vegna sorphirðu og heimaþjónustu velferðarsviðs. Sorphirða í Breiðholti hófst í morgun,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 09:39 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Borgarráð hyggst leggja til fjármagn til aukinna þrifa í stofnunum borgarinnar vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19-sjúkdómnum. Þetta var samþykkt á borgarráðsfundi í morgun. Í tilkynningu segir að sérstök áhersla verði lögð á aukin þrif í stofnunum og starfsstöðum sem þjónusta og vista heilsufarslega viðkvæma einstaklinga. „Fagsviðum og stofnunum þeirra er falið að gera aðgerðaráætlanir um hvernig staðið verði að auknum þrifum og að leggja mat á áætlaðan viðbótarkostnað vegna þessa. Fjármála- og áhættustýringarsviði er falið að halda með heildstæðum hætti utan um kostnaðarmatið,“ segir í tilkynningu. Neyðarstjórn Reykjavíkur virkjaði viðbragðsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir hættustig almannavarna á föstudaginn í kjölfar fyrsta staðfesta kórónuveirusmitsins. Neyðarstjórn hefur fundað daglega síðan. Unnið hefur verið að því að koma nauðsynlegum upplýsingum sem fyrst til starfsfólks borgarinnar í nánu samstarfi við almannavarnir. Í tilkynningu segir að neyðarstjórn búi m.a. að því að fyrir tæpum mánuði var haldin æfing vegna heimsfaraldurs inflúensu og viðbragðsáætlanir uppfærðar. Borgarráð hvetur jafnframt starfsfólk borgarinnar til að fylgjast vel með fyrirmælum landlæknis og heilbrigðisstarfsfólks m.a. um sóttvarnir, almenna umgengni og þrif. „Yfirstandandi verkfall í borginni gerir þessa stöðu sérstaklega alvarlega þar sem fyrir liggur að almennum þrifum er nú þegar ábótavant á vissum stöðum auk þess sem sorp er farið að safnast fyrir bæði við heimili fólks og í borgarlandinu. Reykjavíkurborg leggur nú allt kapp á að vinna það upp á undanþágum sem hafa fengist vegna sorphirðu og heimaþjónustu velferðarsviðs. Sorphirða í Breiðholti hófst í morgun,“ segir í tilkynningu borgarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 09:39 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 09:39
Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55