Trúarleiðtogi í Suður-Kóreu ásakaður um morð vegna kórónuveirudauðsfalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2020 15:51 Flest kórónuveirusmit hafa greinst í Suður-Kóreu á eftir Kína. getty/Seung-il Ryu Yfirvöld í Suður-Kóreu hyggjast hefja rannsókn á leiðtoga trúarhóps þar í landi en hann er sagður bera ábyrgð á þó nokkrum kórónuveirudauðsföllum. Borgaryfirvöld í Seoul, höfuðborg landsins, hafa óskað eftir því að Lee Man-hee, stofnandi og leiðtogi Shincheonji kirkjunnar, auk ellefu undirmanna hans verði ákærð fyrir morð. Þau eru sökuð um að hafa haldið persónuupplýsingum safnaðarmeðlima frá yfirvöldum þegar reynt var að hafa uppi á mögulegum smitberum áður en veiran breiddist út af einhverju viti í landinu. Þar hafa komið upp flest kórónuveirusmit utan Kína. Tilkynnt hefur verið um 3.730 tilfelli af kórónuveirusmiti og 21 hafa látið lífið. Meira en helmingur sýktra eru meðlimir í Shincheonji kirkju Jesú, sem er kristinn trúarhópur. Yfirvöld segja að meðlimir Shincheonji hafi smitað hvorn annan þegar þeir komu saman í borginni Daegu í síðasta mánuði. Eftir samkomuna hafi svo smitaðir meðlimir kirkjunnar farið aftur til sinna heimahaga og smitað þar. Í dag, sunnudag, sendu borgaryfirvöld í Seoul saksóknurum formlega kvörtun vegna tólf leiðtoga kirkjunnar. Þeir eru sakaðir um morð, að hafa valdið skaða og fleira. Laura Bicker, fréttaritari breska ríkisútvarpsins í Seoul, telur kvörtunina var birtingarmynd á því hve almenningur sé orðinn þreyttur á trúarhópnum og reiður í hans garð. Leiðtogi hópsins, Lee Man-hee, er þekktur fyrir að halda því fram að hann sé Messías endurfæddur. Allir meðlimir safnaðarins, 230 þúsund talsins, hafa farið í skoðun hjá heilbrigðisstarfsfólki og meira en níu þúsund sögðust finna fyrir einkennum kórónuveirunnar. Ein þeirra sem fyrst smitaðist af veirunni í söfnuðinum, 61 árs gömul kona, neitaði til að byrja með að fara á sjúkrahús til að hægt væri að taka sýni úr henni og vitað er að hún hafi mætt á nokkra viðburði í kirkjunni áður en smit hennar var staðfest. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu hyggjast hefja rannsókn á leiðtoga trúarhóps þar í landi en hann er sagður bera ábyrgð á þó nokkrum kórónuveirudauðsföllum. Borgaryfirvöld í Seoul, höfuðborg landsins, hafa óskað eftir því að Lee Man-hee, stofnandi og leiðtogi Shincheonji kirkjunnar, auk ellefu undirmanna hans verði ákærð fyrir morð. Þau eru sökuð um að hafa haldið persónuupplýsingum safnaðarmeðlima frá yfirvöldum þegar reynt var að hafa uppi á mögulegum smitberum áður en veiran breiddist út af einhverju viti í landinu. Þar hafa komið upp flest kórónuveirusmit utan Kína. Tilkynnt hefur verið um 3.730 tilfelli af kórónuveirusmiti og 21 hafa látið lífið. Meira en helmingur sýktra eru meðlimir í Shincheonji kirkju Jesú, sem er kristinn trúarhópur. Yfirvöld segja að meðlimir Shincheonji hafi smitað hvorn annan þegar þeir komu saman í borginni Daegu í síðasta mánuði. Eftir samkomuna hafi svo smitaðir meðlimir kirkjunnar farið aftur til sinna heimahaga og smitað þar. Í dag, sunnudag, sendu borgaryfirvöld í Seoul saksóknurum formlega kvörtun vegna tólf leiðtoga kirkjunnar. Þeir eru sakaðir um morð, að hafa valdið skaða og fleira. Laura Bicker, fréttaritari breska ríkisútvarpsins í Seoul, telur kvörtunina var birtingarmynd á því hve almenningur sé orðinn þreyttur á trúarhópnum og reiður í hans garð. Leiðtogi hópsins, Lee Man-hee, er þekktur fyrir að halda því fram að hann sé Messías endurfæddur. Allir meðlimir safnaðarins, 230 þúsund talsins, hafa farið í skoðun hjá heilbrigðisstarfsfólki og meira en níu þúsund sögðust finna fyrir einkennum kórónuveirunnar. Ein þeirra sem fyrst smitaðist af veirunni í söfnuðinum, 61 árs gömul kona, neitaði til að byrja með að fara á sjúkrahús til að hægt væri að taka sýni úr henni og vitað er að hún hafi mætt á nokkra viðburði í kirkjunni áður en smit hennar var staðfest.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30
Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00
Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37