Aron og félagar settu met í Meistaradeild Evrópu | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 23:30 Aron og Stefán Rafn í leiknum í gær. Vísir/Getty Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í spænska stórliðinu Barcelona settu met í Meistaradeild Evrópu er liðið vann Pick Szeged með tveggja marka mun, 30-28, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Var það 13. sigur liðsins í Meistaradeild Evrópu í röð en Pick Szeged var síðasta liðið til að landa sigri gegn ógnarsterku liði Börsunga. Í raun var ungverska liðið sterkari aðilinn framan af leik gærdagsins og stefndi í að liðið myndi stöðva ótrúlega sigurgöngu Arons og félaga. Spænsku meistararnir náðu hins vegar ótrúlegu 4-0 áhlaupi undir lok leiks sem tryggði þeim á endanum tveggja marka sigur og þar með metið en Pick Szeged skoraði ekki mark á síðustu fimm mínútum leiksins. Leikurinn var sá slakasti á leiktíðinni hjá Barcelona sóknarlega í Meistaradeild Evrópu. Liðið skoraði úr aðeins 54% skota sinna í leiknum en það dugði þó til sigurs. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í liði Barcelona en StefánRafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick Szeged. Bon dia culers! Comencem el diumenge revivint la victòria d'ahir al Palau! ¡Buenos días culés! ¡Arrancamos el domingo con el resumen del triunfo ante el @pickhandball (30-28)!#ForçaBarçapic.twitter.com/NNNM4leUsX— Barça Handbol (@FCBhandbol) March 1, 2020 Barcelona sigraði A-riðil með nær fullt hús stiga eða 26 stig af 28 mögulegum eftir að hafa tapað óvænt fyrir ungverska liðinu í fyrstu umferð keppninnar. Síðan þá hefur hver sigurinn á fætur öðrum komið í hús. Sigur í riðlinum þýðir að Börsungar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á meðan Pick Szeged mætir ríkjandi Evrópumeisturum í Vardar í 16-liða úrslitum.Vefsíðan Euro Handball greindi frá. A-riðill Meistaradeildarinnar er sannkallaður Íslendingariðill en Aron leikur með Barcelona. Stefán Rafn er í liði Pick-Szeged sem endaði í 3. sætinu, þar á milli er Paris Saint-Germain í 2. sæti en Guðjón Valur Sigurðsson leikur með franska liðinu. Þá leika þeir Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon með Álaborg sem endaði í 5. sæti riðilsins. Þá leikur Sigvaldi Guðjónsson með Elverum sem endaði í 8. og síðasta sæti A-riðils. Handbolti Tengdar fréttir Aron hafði betur í Íslendinga uppgjöri Meistaradeildarinnar Barcelona vann nauman tveggja marka sigur, 30-28, á Pick-Szeged í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick-Szeged. Bæði lið eru þó komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 29. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í spænska stórliðinu Barcelona settu met í Meistaradeild Evrópu er liðið vann Pick Szeged með tveggja marka mun, 30-28, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Var það 13. sigur liðsins í Meistaradeild Evrópu í röð en Pick Szeged var síðasta liðið til að landa sigri gegn ógnarsterku liði Börsunga. Í raun var ungverska liðið sterkari aðilinn framan af leik gærdagsins og stefndi í að liðið myndi stöðva ótrúlega sigurgöngu Arons og félaga. Spænsku meistararnir náðu hins vegar ótrúlegu 4-0 áhlaupi undir lok leiks sem tryggði þeim á endanum tveggja marka sigur og þar með metið en Pick Szeged skoraði ekki mark á síðustu fimm mínútum leiksins. Leikurinn var sá slakasti á leiktíðinni hjá Barcelona sóknarlega í Meistaradeild Evrópu. Liðið skoraði úr aðeins 54% skota sinna í leiknum en það dugði þó til sigurs. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í liði Barcelona en StefánRafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick Szeged. Bon dia culers! Comencem el diumenge revivint la victòria d'ahir al Palau! ¡Buenos días culés! ¡Arrancamos el domingo con el resumen del triunfo ante el @pickhandball (30-28)!#ForçaBarçapic.twitter.com/NNNM4leUsX— Barça Handbol (@FCBhandbol) March 1, 2020 Barcelona sigraði A-riðil með nær fullt hús stiga eða 26 stig af 28 mögulegum eftir að hafa tapað óvænt fyrir ungverska liðinu í fyrstu umferð keppninnar. Síðan þá hefur hver sigurinn á fætur öðrum komið í hús. Sigur í riðlinum þýðir að Börsungar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á meðan Pick Szeged mætir ríkjandi Evrópumeisturum í Vardar í 16-liða úrslitum.Vefsíðan Euro Handball greindi frá. A-riðill Meistaradeildarinnar er sannkallaður Íslendingariðill en Aron leikur með Barcelona. Stefán Rafn er í liði Pick-Szeged sem endaði í 3. sætinu, þar á milli er Paris Saint-Germain í 2. sæti en Guðjón Valur Sigurðsson leikur með franska liðinu. Þá leika þeir Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon með Álaborg sem endaði í 5. sæti riðilsins. Þá leikur Sigvaldi Guðjónsson með Elverum sem endaði í 8. og síðasta sæti A-riðils.
Handbolti Tengdar fréttir Aron hafði betur í Íslendinga uppgjöri Meistaradeildarinnar Barcelona vann nauman tveggja marka sigur, 30-28, á Pick-Szeged í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick-Szeged. Bæði lið eru þó komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 29. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Aron hafði betur í Íslendinga uppgjöri Meistaradeildarinnar Barcelona vann nauman tveggja marka sigur, 30-28, á Pick-Szeged í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk í liði Pick-Szeged. Bæði lið eru þó komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 29. febrúar 2020 21:00