Fótbolti

Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Safonov var sannarlega hetja PSG í vikunni. Nú er ljóst að hann verður frá um hríð eftir hetjudáðirnar.
Safonov var sannarlega hetja PSG í vikunni. Nú er ljóst að hann verður frá um hríð eftir hetjudáðirnar. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images

Rússinn Matvey Safonov var hetja PSG í sigri á Flamengo í úrslitaleik Álfubikars FIFA í vikunni þegar hann varði fjórar vítaspyrnur í 2-1 sigri liðsins í vítakeppni. Í ljós hefur komið að hann tryggði sigurinn með brot í annarri hendinni.

PSG staðfesti í dag að hinn 26 ára gamli Safonov hefði brotið bein í vinstri hendi á meðan leiknum við Flamengo stæði. Hann hafi líklega brotið beinið í miðri vítakeppninni, samkvæmt þjálfaranum Luis Enrique.

Flamengo skoraði úr vítaspyrnu í leiknum sjálfum, sem lauk með 1-1 jafntefli og síðar úr fyrstu spyrnunni í vítakeppninni.

Eftir það varði Safonov fjórar spyrnur í röð sem dugði PSG-liðum fyrir 2-1 sigri og þar með titlinum. Safonov leysti þar með stjörnurnar Bradley Barcola og Ousmané Dembélé úr snörunni eftir vítaklúður þeirra.

Samkvæmt Enrique verður Rússinn frá í einhvern tíma, en staða hans verður endurmetin eftir þrjár til fjórar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×