Svíar muni sjá um að koma bóluefni til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. ágúst 2020 17:24 Lena Hallengren er heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Svíþjóðar. EPA/Claudio Bresciani Sænsk stjórnvöld munu taka að sér að dreifa mögulegu bóluefni við kórónuveirunni til Íslands í gegn um samstarfsverkefni Evrópusambandsins. Þetta kom fram í máli Lenu Hallengren, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Svíþjóðar á fréttamannafundi í dag. Frá þessu greinir sænski miðillinn Aftonbladet. Samstarfsverkefnið snýst um kaup á 300 milljón skömmtum af bóluefni sem talið er líklegt til að verka á kórónuveiruna. Auk Evrópusambandsríkjanna munu Sviss, Noregur og Ísland taka þátt. Bóluefnið, sem unnið er af breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í samstarfi við Oxford-háskóla, er eitt nokkurra sem komin eru á seinni stig klínískra rannsókna og þykja lofa góðu. Í Svíþjóð búa um 10 milljónir manna og sagði ráðherrann að Svíar ættu von á að fá um 6 milljónir skammta af bóluefninu í sinn hlut. Klínískar rannsóknir eiga þó eftir að leiða í ljós hvort fólk muni þurfa tvo skammta af bóluefninu til þess að það virki, eða hvort einn skammtur muni duga. Ekki liggur fyrir hvenær bóluefnaskammtarnir yrðu afhentir, en öll ríki myndu fá bóluefnið til sín á sama tíma. Svíar munu auk þess að hafa milligöngu um að koma bóluefninu til Íslands, leiði rannsóknir í ljós að það sé virkt og öruggt, dreifa því til nágranna sinna í vestri, Norðmanna. Auk þessa verkefnis hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýst því yfir að íslensk stjórnvöld séu áhugasöm um að taka þátt í COVAX, alþjóðlegu verkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um bóluefni við kórónuveirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Noregur Evrópusambandið Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Sænsk stjórnvöld munu taka að sér að dreifa mögulegu bóluefni við kórónuveirunni til Íslands í gegn um samstarfsverkefni Evrópusambandsins. Þetta kom fram í máli Lenu Hallengren, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Svíþjóðar á fréttamannafundi í dag. Frá þessu greinir sænski miðillinn Aftonbladet. Samstarfsverkefnið snýst um kaup á 300 milljón skömmtum af bóluefni sem talið er líklegt til að verka á kórónuveiruna. Auk Evrópusambandsríkjanna munu Sviss, Noregur og Ísland taka þátt. Bóluefnið, sem unnið er af breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í samstarfi við Oxford-háskóla, er eitt nokkurra sem komin eru á seinni stig klínískra rannsókna og þykja lofa góðu. Í Svíþjóð búa um 10 milljónir manna og sagði ráðherrann að Svíar ættu von á að fá um 6 milljónir skammta af bóluefninu í sinn hlut. Klínískar rannsóknir eiga þó eftir að leiða í ljós hvort fólk muni þurfa tvo skammta af bóluefninu til þess að það virki, eða hvort einn skammtur muni duga. Ekki liggur fyrir hvenær bóluefnaskammtarnir yrðu afhentir, en öll ríki myndu fá bóluefnið til sín á sama tíma. Svíar munu auk þess að hafa milligöngu um að koma bóluefninu til Íslands, leiði rannsóknir í ljós að það sé virkt og öruggt, dreifa því til nágranna sinna í vestri, Norðmanna. Auk þessa verkefnis hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýst því yfir að íslensk stjórnvöld séu áhugasöm um að taka þátt í COVAX, alþjóðlegu verkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um bóluefni við kórónuveirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Noregur Evrópusambandið Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira