Svíar muni sjá um að koma bóluefni til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. ágúst 2020 17:24 Lena Hallengren er heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Svíþjóðar. EPA/Claudio Bresciani Sænsk stjórnvöld munu taka að sér að dreifa mögulegu bóluefni við kórónuveirunni til Íslands í gegn um samstarfsverkefni Evrópusambandsins. Þetta kom fram í máli Lenu Hallengren, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Svíþjóðar á fréttamannafundi í dag. Frá þessu greinir sænski miðillinn Aftonbladet. Samstarfsverkefnið snýst um kaup á 300 milljón skömmtum af bóluefni sem talið er líklegt til að verka á kórónuveiruna. Auk Evrópusambandsríkjanna munu Sviss, Noregur og Ísland taka þátt. Bóluefnið, sem unnið er af breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í samstarfi við Oxford-háskóla, er eitt nokkurra sem komin eru á seinni stig klínískra rannsókna og þykja lofa góðu. Í Svíþjóð búa um 10 milljónir manna og sagði ráðherrann að Svíar ættu von á að fá um 6 milljónir skammta af bóluefninu í sinn hlut. Klínískar rannsóknir eiga þó eftir að leiða í ljós hvort fólk muni þurfa tvo skammta af bóluefninu til þess að það virki, eða hvort einn skammtur muni duga. Ekki liggur fyrir hvenær bóluefnaskammtarnir yrðu afhentir, en öll ríki myndu fá bóluefnið til sín á sama tíma. Svíar munu auk þess að hafa milligöngu um að koma bóluefninu til Íslands, leiði rannsóknir í ljós að það sé virkt og öruggt, dreifa því til nágranna sinna í vestri, Norðmanna. Auk þessa verkefnis hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýst því yfir að íslensk stjórnvöld séu áhugasöm um að taka þátt í COVAX, alþjóðlegu verkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um bóluefni við kórónuveirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Noregur Evrópusambandið Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Sænsk stjórnvöld munu taka að sér að dreifa mögulegu bóluefni við kórónuveirunni til Íslands í gegn um samstarfsverkefni Evrópusambandsins. Þetta kom fram í máli Lenu Hallengren, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Svíþjóðar á fréttamannafundi í dag. Frá þessu greinir sænski miðillinn Aftonbladet. Samstarfsverkefnið snýst um kaup á 300 milljón skömmtum af bóluefni sem talið er líklegt til að verka á kórónuveiruna. Auk Evrópusambandsríkjanna munu Sviss, Noregur og Ísland taka þátt. Bóluefnið, sem unnið er af breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í samstarfi við Oxford-háskóla, er eitt nokkurra sem komin eru á seinni stig klínískra rannsókna og þykja lofa góðu. Í Svíþjóð búa um 10 milljónir manna og sagði ráðherrann að Svíar ættu von á að fá um 6 milljónir skammta af bóluefninu í sinn hlut. Klínískar rannsóknir eiga þó eftir að leiða í ljós hvort fólk muni þurfa tvo skammta af bóluefninu til þess að það virki, eða hvort einn skammtur muni duga. Ekki liggur fyrir hvenær bóluefnaskammtarnir yrðu afhentir, en öll ríki myndu fá bóluefnið til sín á sama tíma. Svíar munu auk þess að hafa milligöngu um að koma bóluefninu til Íslands, leiði rannsóknir í ljós að það sé virkt og öruggt, dreifa því til nágranna sinna í vestri, Norðmanna. Auk þessa verkefnis hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýst því yfir að íslensk stjórnvöld séu áhugasöm um að taka þátt í COVAX, alþjóðlegu verkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um bóluefni við kórónuveirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Noregur Evrópusambandið Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira