Veður

Norð­austann­átt í dag með vara­sömum vind­strengjum austan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Það verður bjart víðast hvar á landinu seinni partinn.
Það verður bjart víðast hvar á landinu seinni partinn. Veðurstofan

Landsmenn mega búast við norðaustanátt í dag, víða 5 til 10 metrum á sekúndu en nokkru meira í vindstrengjum á Austfjörðum og Suðausturlandi þar sem vindur getur tekið í ökutæki sem eru viðkvæmust fyrir vindi.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að léttskýjað verði norðan- og vestantil á landinu, en skýjað með köflum og úrkomulítið suðaustantil. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast sunnanlands.

„Þykknar upp á Norður- og Austurlandi í kvöld og kólnar heldur með dálítlli vætu þar í nótt, annars þurrt.

Fremur hæg norðlæg átt á morgun, en strekkingur austast á landinu fram á kvöld. Víða bjartviðri, en síðdegisskúrir á Suðausturlandi, og hiti 11 til 17 stig að deginum. Lítilsháttar rigning norðaustantil og svalara á þeim slóðum, hiti 5 til 10 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Norðlæg átt 3-8 m/s, en 8-13 austast á landinu fram á kvöld. Víða léttskýjað, en lítitilsháttar rigning um landið norðaustanvert og stöku síðdegisskúrir suðausturanlands. Hiti frá 6 stigum í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 17 stig suðvestantil.

Á sunnudag og mánudag: Hæg breytileg átt eða hafgola. Bjart með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 8 til 16 stig yfir daginn, svalast norðaustantil.

Á þriðjudag og miðvikudag: Suðvestlæg átt 3-8. Skýjað með köflum á vestanverðu landinu, en yfirleitt léttskýjað í öðrum landshlutum. Hiti víða 11 til 17 stig að deginum.

Á fimmtudag: Útlit fyrir austlæga átt. Skýjað að mestu um sunnanvert landið og lítilháttar væta, en víða bjartviðri norðantil. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×